Lögmaður sektaður fyrir ítrekað skróp Hanna Rún Sverrisdóttir skrifar 11. febrúar 2014 17:01 Í dóminum segir að ákveða megi verjanda sekt fyrir að valda af ásetningu óþörfu drætti á máli og fyrir að misbjóða virðingu dómsins með framferði í þinghaldi. VÍSIR/SAMSETT Stefán Karl Kristjánsson lögmaður var í dag dæmdur af Héraðsdómi Reykjaness til að greiða 300 þúsund krónur í sekt fyrir ámælisverð vinnubrögð. Í málinu var Stefán Karl verjandi manns sem dæmdur var með sama dómi í fjögurra mánaða fangelsi fyrir fíkniefnabrot. Stefán Karl mætti ekki við aðalmeðferð málsins nú 4. febrúar og við þinghaldið kvaðst ákærði í málinu ekki hafa heyrt í verjanda sínum frá því málið var tekið fyrir í desember síðastliðinn. Stefán Karl boðaði ekki forföll. Áður hafði þurft að fresta fyrirtöku málsins vegna þess að Stefán Karl mætti ekki eða lét vita á síðustu stundu að hann kæmist ekki. Við aðalmeðferðina óskaði ákærði eftir því að skipun Stefáns Karls yrði felld niður og óskaði eftir nýjum verjanda. Í dómnum segir að ákveða megi verjanda sekt fyrir að valda af ásetningu óþörfu drætti á máli og fyrir að misbjóða virðingu dómsins með framferði í þinghaldi. Málið var tekið fyrir í dómssal að ákæruvaldinu viðstöddu í sex skipti en aðeins í tvö skipti mætti verjandi eða fulltrúi hans. Í eitt þeirra skipta sendi Stefán Karl sendi tölvupóst og boðaði forföll en pósturinn var ekki sendur á sækjanda í málinu sem mætti í dómssal. Stefáni Karli hefur áður verið gert að greiða sekt en samkvæmt úrskurði Hæstaréttar frá því í nóvember 2012 fékk hann 100 þúsund króna sekt fyrir að kæra gæsluvarðhaldsúrskurð að ófyrirsynju að því er fram kemur í úrskurði Hæstaréttar. Mest lesið Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum Innlent Brenndu rangt lík Erlent Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Innlent Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Innlent Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Erlent Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Innlent Fleiri fréttir Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Sjá meira
Stefán Karl Kristjánsson lögmaður var í dag dæmdur af Héraðsdómi Reykjaness til að greiða 300 þúsund krónur í sekt fyrir ámælisverð vinnubrögð. Í málinu var Stefán Karl verjandi manns sem dæmdur var með sama dómi í fjögurra mánaða fangelsi fyrir fíkniefnabrot. Stefán Karl mætti ekki við aðalmeðferð málsins nú 4. febrúar og við þinghaldið kvaðst ákærði í málinu ekki hafa heyrt í verjanda sínum frá því málið var tekið fyrir í desember síðastliðinn. Stefán Karl boðaði ekki forföll. Áður hafði þurft að fresta fyrirtöku málsins vegna þess að Stefán Karl mætti ekki eða lét vita á síðustu stundu að hann kæmist ekki. Við aðalmeðferðina óskaði ákærði eftir því að skipun Stefáns Karls yrði felld niður og óskaði eftir nýjum verjanda. Í dómnum segir að ákveða megi verjanda sekt fyrir að valda af ásetningu óþörfu drætti á máli og fyrir að misbjóða virðingu dómsins með framferði í þinghaldi. Málið var tekið fyrir í dómssal að ákæruvaldinu viðstöddu í sex skipti en aðeins í tvö skipti mætti verjandi eða fulltrúi hans. Í eitt þeirra skipta sendi Stefán Karl sendi tölvupóst og boðaði forföll en pósturinn var ekki sendur á sækjanda í málinu sem mætti í dómssal. Stefáni Karli hefur áður verið gert að greiða sekt en samkvæmt úrskurði Hæstaréttar frá því í nóvember 2012 fékk hann 100 þúsund króna sekt fyrir að kæra gæsluvarðhaldsúrskurð að ófyrirsynju að því er fram kemur í úrskurði Hæstaréttar.
Mest lesið Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum Innlent Brenndu rangt lík Erlent Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Innlent Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Innlent Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Erlent Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Innlent Fleiri fréttir Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Sjá meira