Fleiri fréttir

Lekamálið komið til lögreglunnar

Ríkissaksóknari hefur framsent kæru, vegna leka á persónuupplýsingum hælisleitanda til fjölmiðla, til embættis lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu. Þetta kemur fram á vef ríkissaksóknara.

Starfsgreinasambandið klofnar

Aðalsteinn Baldursson formaður Framsýnar vill að formaður Starfsgreinasambandsins segi af sér eftir að hann tilkynnti að Framsýn og Verkalýðsfélag Akraness yrðu ekki með við samningaborðið í viðræðum við SA.

Sigurjón og Elín segjast saklaus

Þingfesting í máli sérstaks saksóknara gegn Sigurjóni Árnasyni og Elínu Sigfúsdóttur fór fram í héraðsdómi Reykjavíkur í morgun.

Viðurkenna ekki kjör nýs formanns

Ólafur Hrólfsson neitar að viðurkenna kjör nýs formanns í málfundafélaginu Óðni og segir allar mögulegar reglur hafa verið brotnar.

Oflof veldur börnum streitu

Hrós til barna er vandmeðfarið, enda getur of mikið af svo góðu valdið streitu hjá börnum. Þetta kemur fram í nýrri danskri rannsókn.

Skítafýlu lagði yfir Gljúfrastein

Dreifing minkaskíts í landi Hraðastaða og víðar í Mosfellsdal hafði í för með sér slíka lyktarmengun að íbúar í nágrenninu, þar á meðal Guðný Halldórsdóttir í Melkoti, kvörtuðu í lok október til bæjaryfirvalda.

Vonast eftir vopnahléi í Homs

Stríðandi fylkingar í Sýrlandi hafa sammælst um að gera hlé á átökum í borginni Homs í dag til þess að hægt verði að forða óbreyttum borgurum út úr borginni.

Greiða lán upp hjá Íbúðalánasjóði

Borgarbyggð hyggst taka ný lán að upphæð 925 milljónir króna til að greiða upp lán hjá Íbúðalánasjóði vegna byggingar hjúkrunarheimilisins Brákarhlíðar í Borgarnesi.

Góður árangur af lestri nemenda fyrir hunda

Lestur fyrir hund eykur áhuga á lestri og lesskilningi samkvæmt erlendum rannsóknum. Nemar lesa vikulega fyrir hund í tilraunaverkefni samtakanna Vigdísar í grunnskóla. Foreldrar, kennarar og börn ánægð.

Vilja hækka menntunarstig

Menntamálaráðherra og rektor Háskólans á Bifröst hafa undirritað samning um framhald tilraunaverkefnis um hækkað menntunarstig í Norðvesturkjördæmi.

Hörð átök í Ríó

Íbúar í stórborginni Rio de Janeiro tókust á við öryggislögreglu borgarinnar í gær eftir að mótmæli vegna hækkana á fargjöldum í almenningssamgangnakerfi borgarinnar fóru úr böndunum.

Hótuðu að stinga leigubílstjóra með sprautunál

Par var handtekið í Hafnarfirði í gærkvöldi eftir að það neitaði að greiða leigubílstjóra fyrir akstur. Þegar bílstjórinn átti orðaskipti við fólkið vegna þess, hótaði það honum með notaðri sprautunál, en ekki kemur fram í skeyti lögreglunnar hvort það stakk hann eða ekki.

Stjórnunarkostnaður tekur stóran hluta tekna

Útsvarstekjur lítilla sveitarfélaga renna að stórum hluta í yfirstjórn og skrifstofuhald. Framkvæmdastjóri Sambands sveitarfélaga segir hagkvæmni stærðarinnar hafa sannað sig en sameiningar verði ekki þvingaðar fram.

Fjölbreytni í Húsdýragarði

Í febrúar ætlar Fjölskyldu- og húsdýragarðurinn í samstarfi við Reykjavíkurborg að standa saman að fræðslu um líffræðilega fjölbreytni.

Álagið gríðarlegt í upphafi

Orri Gunnarsson sem starfaði fyrir Rauða krossinn á hamfarasvæðunum á Filippseyjum á síðasta ári segir að álagið hafi verið gríðarlegt fyrstu tvær vikurnar. Þrír sendifulltrúar fjölluðu um störf sín í hádeginu í gær.

Einstakar fálkamyndir E.Ól.

Einar Ólason ljósmyndari var að elda dögurð fyrir kærustuna þegar hún rak augu í fálka á miðri götu – sem var að gæða sér á svartfugli.

Hvalveiðar Íslands komnar á borð Obama

Innanríkisráðuneyti Bandaríkjanna hefur staðfest við Barack Obama forseta að hvalveiðar Íslendinga í viðskiptaskyni minnki skilvirkni samnings um alþjóðaverslun með tegundir villtra dýra og plantna í útrýmingarhættu.

Ofurtollar keyra upp vöruverð

Forsvarsmenn Haga bíða nú eftir úrskurði frá atvinnuvega- og nýsköpunar-ráðuneytinu um hvort afnema megi ofurtolla á nokkrar tegundir osta sem ekki eru framleiddir nema í sáralitlu magni hér á landi. Fréttamaður fór með forstjóra Haga í innkaupaleiðangur.

Sjá næstu 50 fréttir