Fleiri fréttir

Siggi hakkari dæmdur í fangelsi fyrir kynferðisbrot

Sigurður Ingi Þórðarson, eða Siggi hakkari eins og hann hefur verið kallaður, var sakfelldur í Hæstarétti fyrir kynferðisbrot með því að hafa með blekkingum tælt dreng, sem þá var 17 ára.

Aðstæður í Sotsjí ekki verri en í Atlanta

Íslenskur maður sem vann við öryggisgæslu á Ólympíuleikunum í Atlanta í Bandaríkjunum 1996 og segir umfjöllun fjölmiðla um slæman aðbúnað í Sotsjí í Rússlandi ósanngjarna.

Íslensk tónlistarútgáfa að hruni komin

Bubbi Morthens íhuga stöðu sína – næsta plata komin á salt. "á maður að halda áfram að gefa út plötur? Á maður að halda áfram að semja tónlist?“

BHM blæs til sóknar í Háskólabíói í dag

Formaður BHM segir launahækkanir í kjarasamningum á almennum markaði ekki duga félögum í BHM. Ísland sé ekki samkeppnishæft í launum við Norðurlöndin og mikilvægt sé að halda í háskólamenntað fólk.

Réttindi kvenna gætu versnað mikið

Lög sem bíða samþykktar forseta Afganistan kæmu í veg fyrir að ættingjar gætu borið vitni gegn mönnum sem sakaðir eru um heimilisofbeldi.ldi.

Útspil ráðherra misbýður kennurum

Formaður Félags framhaldsskólakennara segir styttingu náms ekkert koma yfirstandandi kjaradeilu við. Hún furðar sig á að menntamálaráðherra ræði styttingu skólans í samhengi við kjaramál og kennurum sé misboðið.

Kona upp á milli Fóstbræðra

Mikilvægt verkefni gæti verið í uppnámi vegna ákvörðunar stjórnar um að bjóða ekki framkvæmdastjóra Sinfóníunnar á Þorrablót sitt.

Sjón og kollegar hans skora á Pútín

Lögin sem samþykkt hafa verið að undanförnu í Rússlandi og setja verulegar skorður á umræðu um samkynhneigð og guðlast eru ógn við frelsið. Þetta segja tvöhundruð rithöfundar frá þrjátíu löndum sem í dag birta opið bréf í breska blaðið Guardian þar sem þeir skora á Vladímír Pútín Rússlandsforseta að nema lögin úr gildi.

Áfengispillur seljast illa

Aðeins fjórtán pakkningar hafa selst af áfengislyfinu Selincro síðan það fór í sölu hér á landi í júní á vegum danska lyfjafyrirtækisins Lundbeck.

Kona tekin af lífi í Texas í nótt

Enn ein aftakan var framkvæmd í Texas í nótt þegar Suzanne Basso var tekin af lífi með eitursprautu. Nokkuð fáttítt er að konur séu teknar af lífi í Bandaríkjunum en Basso var númer fjórtán í röðinni frá því dauðarefsins var aftur leyfð í landinu fyrir fjörutíu árum síðan.

Vara við sprengiefni í tannkremstúbum

Bandarískar leyniþjónustur hafa sent frá sér viðvrörun til þeirra flugfélaga sem ætla að fljúga með gesti á Vetrarólýmpíuleikana í Sotsjí sem hefjast á morgun. Talið er líklegt að hryðjuverkamenn reyni að smygla sprengiefni um borð í vélarnar með því að fela efnin í tannkremstúbum og því er þeim tilmælum beint til flugfélaga að skoða slíkan farangur sérstaklega vel.

Sextán ára Hafnfirðingar sprengdu póstkassa

Tveir 16 ára unglingspiltar voru handteknir í Hafnarfirði í gærkvöldi, grunaðir um að haf sprengt upp póstkassa með flugeldum. Þeir játuðu á sig verknaðinn og var málið afgreitt í viðurvist foreldra þeirra, auk þess sem barnaverndaryfirvöldum verður gert viðvart.

Fjögurþúsund tonna flutningaskip strandaði við Langanes

Betur fór en á horfðist þegar fjögur þúsund tonna erlent flutningaskip, Green Maloy strandaði í höfninni á Þórshöfn á Langanesi upp úr klukkan eitt í nótt, þegar skipið var á útleið. Björgunarsveit var kölluð á vettvang og kallað var á varðskipið Þór, sem statt var austur af landinu.

Aldrei fleiri læknamistök

Mistök eru að jafnaði gerð á þriðju hverri mínútu í danska heilbrigðiskerfinu að því er fram kemur í nýrri skýrslu umboðsmanns sjúklinga þar í landi.

Kútter Sigurfari verði tekinn í sundur

Stjórn Byggðasafnsins í Görðum hefur lagt til að Akranesbær taki kútter Sigurfara í sundur og geymi þangað til nægur peningur fæst í endurbyggingu hans.

Stelpur vilja kannski vera Batman en ekki prinsessur

Barnaheill skora á fyrirtæki að selja ekki eða auglýsa vörur sem viðhalda staðalímyndum um hlutverk kynjanna. Segja börnin sjá fyrirmyndir í vörum og auglýsingum sem stundum eru óviðeigandi og ólöglegar.

Tundurduflinu eytt í Reyðarfirði

Þýska tundurduflinu, sem lenti í veiðarfærum Bergey RE fyrr í dag, var eytt í mynni Reyðarfjarðar af áhöfn varðskipsins Þórs.

Ný tónlistarhátíð í Laugardalnum í sumar

Ný tónlistarhátíð verður haldin í Laugardalnum í júní. Breska hljómsveitin Massive Attack verður aðalatriðið á hátíðinni, en skipuleggjendur gera ráð fyrir að yfir þrjú þúsund erlendum tónleikagestum hingað til lands.

Aldrei fleiri ofbeldismál

Kennarasamband Íslands hefur áhyggjur af því að aukið ofbeldi gegn kennurum geti haft áhrif á endurnýjun stéttarinnar. Aldrei hafa fleiri ofbeldismál verið á borði lögfræðings kennarasambandsins.

Í tæpa hálfa öld á Skólavörðustíg

Einn færsalasti úrsmiður landsins fagnaði 80 ára afmæli sínu í dag og komu kaupmenn á Skólavörðustígnum honum rækilega á óvart í tilefni dagsins. Helgi Sigurðsson hefur staðið vaktina á Skólavörðustíg í tæpa hálfa öld.

Lærðu að ganga í hálku

Sigurður Helgi segir frá aldagömlu göngulagi Sama og Inúíta sem gerir þeim kleift að ganga þvert yfir ís.

Sjómönnum fækkar hratt

Á þriðja hundrað sjómanna hafa misst vinnuna vegna hagræðingar hjá sjávarútvegsfyrirtækjum landsins á síðustu mánuðum. Tveir öflugustu frystitogarar Brim eru á leið úr landi.

Framadýr og draumastörf

Byggja þarf brú á milli háskólanema og atvinnulífsins, segja skipuleggjendur Framadaga sem haldnir voru í dag. Þangað komu þúsundir háskólanema til að víkka sjóndeildarhringinn og leita að draumastarfinu.

"Þar átti ég að vera sæt og þegja"

"Ég ætla ekki lengur að sætta mig við að vera þæga og góða stúlkan,“ segir kona á sjötugsaldri, sem hefur stofnað bloggsíðu til að berjast gegn kvenfyrirlitningu. Hún kveðst alla ævi hafa fundið fyrir niðrandi framkomu gagnvart konum.

20 krónur urðu að 14 milljónum

Eldri borgari í Hafnarfirði vinnur sér inn 14 milljónir vegna ábendinga afgreiðslustúlkunnar að bæta við einni röð fyrir 20 krónur.

Sjá næstu 50 fréttir