Innlent

Maðurinn sem féll í Kópavogi kominn úr níu tíma aðgerð

Kjartan Atli Kjartansson skrifar
Slysið átti sér stað í Kórahverfinu í Kópavogi í gær.
Slysið átti sér stað í Kórahverfinu í Kópavogi í gær.
Maðurinn sem slasaðist illa í vinnuslysi í Kópavogi í gær kom úr aðgerð á milli eitt og tvö í nótt. Aðgerðin tók níu klukkustundir. Hann er nú í léttri svæfingu á gjörgæsludeild Landspítalans.

Maðurinn, sem er 24 ára gamall, slasaðist illa fyrir neðan mitti. Hann fékk opið beinbrot á báðum ökklum og meiddist illa á hrygg. Spengja þurfti hrygginn á þremur stöðum. Hann gat hreyft tærnar í gærkvöldi og slapp með meiðsl fyrir ofan mitti.

Að sögn þeirra sem þekkja manninn er hann í góðu líkamlegu ástandi og keppir í mótorkrossi. 


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×