Fleiri fréttir

Makrílviðræðum frestað

Ekkert samkomulag náðist á fundi strandríkja í makríldeilunni í Lundúnum í dag. Fundinum var frestað og verður framhaldið á miðvikudag í næstu viku.

Skortur á hágæðaull þrátt fyrir ríkisstyrk

Lítill munur á greiðslum frá ríkinu til bænda fyrir fyrsta og annars flokks ull. Hvatinn til að flokka mögulega ekki nægur, segir framkvæmdastjóri Ístex. Átak um allt land fyrir tveimur árum til að menn sinntu betur ullargæðum.

Neitaði að gefast upp í þrjátíu ár

Japanskur hermaður, sem hafðist við í frumskógum Filippseyja í þrjá áratugi eftir að Seinni heimstyrjöldinni lauk og neitaði að gefast upp, er látinn. Hiroi Onoda náði níutíu og eins árs aldri en hann hafði verið sendur til að heyja skæruhernað í frumskógum Filippseyja á eyjunni Lubang.

Fimm sluppu þegar bíll fór út af

Ökumaður og fjórir farþegar sluppu lítið meiddir þegar fólksbíll þeirra fór útaf veginum í grennd við Húsafell í gærkvöldi. Allir voru fluttir á Heilsustofnun Vesturlands í Borgarnesi til aðhlynningar. Bíllinn skemmdist mikið, en mikil ísing hafði myndast á veginum skömmu áður en slysið varð, að sögn lögreglu.

Loftslagsvandinn fer vaxandi

Hlutfall gróðurhúsalofttegunda í andrúmsloftinu fer nú hratt vaxandi með hverju árinu og sameiginlegs átaks allra þjóða heims er þörf til að taka á vandamálinu. Þetta segir í nýrri skýrslu frá Sameinuðu þjóðunum sem ekki hefur verið birt en var lekið til fjölmiðla. Þar segir að á árunum 2000 til 2010 hafi hlutfallið aukist um 2,2 prósent á hverju ári að meðaltali, eða á um tvöfallt meiri hraða en var á áratugunum frá 1970 til 2000.

Bíl aftur stolið á bensínstöð á Ártúnshöfða

Bíl var stolið þar sem hann stóð fyrir utan N-1 á Ártúnshöfða um tvö leitið í nótt. Lögreglan fann bílinn skömmu síðar í Breiðholti og var hann óskemmdur. Lögregla telur líklegt að þjófurinn hafi verið að spara sér leigubíl.

Þokkaleg loðnuveiði

Þokkaleg loðnuveiði er norðaustur af landinu þótt hún sé ekki eins og best verður á kosið, að sögn sjómanna. Ekkert norskt loðnuskip er komið á miðin, en þau mega veiða töluvert magn í íslensku lögsögunni samkvæmt samningum þjóðanna um gagnkvæmar veiðiheimildir.

Bað um aðstoð lögreglu við að losa bíl en reyndist dópaður

Ökumaður, sem var undir áhrifum fíkniefna, festi bíl sinn á bökkum Varmár í Hveragerði seint í gærkvöldi. Hann hringdi í neyðarlínuna eftir aðstoð og barst lögreglunni á Selfossi beiðnin í gegnum fjarksiptamiðstöð lögreglunnar. Hún fór á staðinn, þar sem maðurinn beið við bílinn eftir aðstoðinni.

Saga Garðabæjar kostar um 70 milljónir

Ritun sögu Garðabæjar hefur kostað bæjarfélagið um 64 milljónir og áætlað er að í það minnsta sex milljónir bætist við. Verkið hefur tekið sex ár í vinnslu.

Dregur úr snjóflóðahættu

Veðurstofan hefur, í samráði við viðeigandi aðila, lækkað snjóflóðahættustig á norðanverðum Vestfjörðum, ultanverðum Tröllaskaga og á Austfjörðum niður í nokkra hættu.

Sakar bæjarstjóra um að tala niður fjárhag Kópavogsbæjar

Guðríður Arnardóttir, fráfarandi oddviti Samfylkingarinnar í Kópavogi sakar Ármann Kr. Ólafsson bæjarstjóra sjálfstæðismanna um dómgreindarskort sem hún segir hafa nýjum hæðum þegar hann í kjölfar eigin upphrópana og gífuryrða hafi sjálfur farið fram á nýtt lánshæfismat fyrir bæinn. Í gær var tilkynnt um að lánshæfismat bæjarins hafi verið lækkað í kjölfar þess að minnihlutinn í bænum fékk tillögu um átak í húsnæðismálum samþykkta í bæjarstjórn með aðstoð Gunnars Birgissonar, sjálfstæðisflokki.

Fara fram á fund vegna MP banka

Fulltrúar Vinstri grænna, Bjartrar framtíðar og Samfylkingar vilja fund í efnahags- og viðskiptanefnd um skattleysismörk bankaskatts vegna tengsla forystumanna stjórnarflokkanna við MP banka.

Sjá næstu 50 fréttir