Sigmundur Ernir hittir tvífara sinn fyrir Jakob Bjarnar skrifar 17. janúar 2014 10:25 Samstarfsmenn á Pipar. Ekki þarf að velta því lengi fyrir sér af hverju Sævar valdist til að fara með hlutverk Sigmundar Ernis í Áramótaskaupinu. visir/stefán Fagnaðarfundir urðu á fyrsta virkum degi nýs árs þegar Sigmundur Ernir Rúnarsson mætti fyrsta sinni til starfa á auglýsingastofunni PIPAR/TBWA þá er hann hitti fyrir tvífara sinn, Ljóta hálfvitann Sævar Sigurgeirsson. Sævar starfar á Pipar, sem texta- og hugmyndasmiður, líkt og Sigmundur Ernir, en hann hefur, auk þess að starfa í hljómsveitinni Ljótu hálfvitarnir fengist við það undanfarin fjögur ár, á undan þessu síðasta, að vera einn höfunda og leika Sigmund Erni í Áramótaskaupinu, þegar Sigmundur Ernir kemur við sögu. „Þeir sitja nánast hlið við hlið í sömu deildinni; texta og hugmyndadeild,“ segir Valgeir Magnússon framkvæmdastjóri Pipars. „Þeim þótti það náttúrlega báðum skondið, að vera farnir að vinna á sama stað. Annar hefur haft atvinnu af því að leika hinn. Vinnufélögunum fannst það enn skondnara þegar Sigmundur var kynntur inn sem nýr starfsmaður. Sem er skemmtilegt, verið talað um það síðustu ár, af því að Sævar er svo mikilvægur, að það þyrfti eiginlega að klóna hann. Þetta er kannski liður í því.“ Sigmundur Ernir, fyrrverandi alþingis- og sjónvarpsmaður, hóf störf á Pipar strax eftir áramót. Valgeir segir að Sigmundur hafi sýnt því áhuga að komast í auglýsingabransann og það hafi ekki vafist fyrir þeim að ráða hann inn. „Við vissum að hann býr að mikilli reynslu sem getur nýst vel. Á þessari stofu vinna margir sem hafa starfað á fjölmiðlum, þannig að hann kannast við marga sem hér voru fyrir á fleti.“ Auglýsingastofan Pipar hefur beinlínis blásið út að undanförnu og nú starfa þar 46 manns. „Nóg að gera og virðist ekkert lát á því. Ég hef vart undan að sitja fundi með fyrirtækjum sem hafa áhuga á þjónustu okkar,“ segir Valgeir. Mest lesið Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Innlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Erlent Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Innlent Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Erlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Innlent Alelda bíll á Emstruleið Innlent Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps Erlent Fleiri fréttir Níu gistu fangageymslur í nótt Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Sjá meira
Fagnaðarfundir urðu á fyrsta virkum degi nýs árs þegar Sigmundur Ernir Rúnarsson mætti fyrsta sinni til starfa á auglýsingastofunni PIPAR/TBWA þá er hann hitti fyrir tvífara sinn, Ljóta hálfvitann Sævar Sigurgeirsson. Sævar starfar á Pipar, sem texta- og hugmyndasmiður, líkt og Sigmundur Ernir, en hann hefur, auk þess að starfa í hljómsveitinni Ljótu hálfvitarnir fengist við það undanfarin fjögur ár, á undan þessu síðasta, að vera einn höfunda og leika Sigmund Erni í Áramótaskaupinu, þegar Sigmundur Ernir kemur við sögu. „Þeir sitja nánast hlið við hlið í sömu deildinni; texta og hugmyndadeild,“ segir Valgeir Magnússon framkvæmdastjóri Pipars. „Þeim þótti það náttúrlega báðum skondið, að vera farnir að vinna á sama stað. Annar hefur haft atvinnu af því að leika hinn. Vinnufélögunum fannst það enn skondnara þegar Sigmundur var kynntur inn sem nýr starfsmaður. Sem er skemmtilegt, verið talað um það síðustu ár, af því að Sævar er svo mikilvægur, að það þyrfti eiginlega að klóna hann. Þetta er kannski liður í því.“ Sigmundur Ernir, fyrrverandi alþingis- og sjónvarpsmaður, hóf störf á Pipar strax eftir áramót. Valgeir segir að Sigmundur hafi sýnt því áhuga að komast í auglýsingabransann og það hafi ekki vafist fyrir þeim að ráða hann inn. „Við vissum að hann býr að mikilli reynslu sem getur nýst vel. Á þessari stofu vinna margir sem hafa starfað á fjölmiðlum, þannig að hann kannast við marga sem hér voru fyrir á fleti.“ Auglýsingastofan Pipar hefur beinlínis blásið út að undanförnu og nú starfa þar 46 manns. „Nóg að gera og virðist ekkert lát á því. Ég hef vart undan að sitja fundi með fyrirtækjum sem hafa áhuga á þjónustu okkar,“ segir Valgeir.
Mest lesið Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Innlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Erlent Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Innlent Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Erlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Innlent Alelda bíll á Emstruleið Innlent Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps Erlent Fleiri fréttir Níu gistu fangageymslur í nótt Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Sjá meira