Innlent

Metfjöldi farþega á Keflavíkurflugvelli

Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar
Vísir/Valli
Hvergi á Norðurlöndunum varð eins mikil fjölgun á flugfarþegum milli ára og á Keflavíkurflugvelli. Aukningin nemur rúmum 15% árið 2013 þegar miðað er við árið 2012.

Um flugvöllinn fóru 2,7milljónir farþega. Desember var stærsti jólamánuðurinn til þessa á Keflavíkurflugvelli með 30,1% farþegaaukningu milli ára.

Noregur er í öðru sæti, en aukning á Rygge flugvellinum í Osló nam 9,2%.

24 milljónir farþega fóru um Kastrup flugvöllinn í Kaupmannahöfn en það er stærsti flugvöllur Norðurlandanna.

Útlit er fyrir að farþegum um Keflavíkurflugvöll muni fjölga um 18,5% á þessu ári og eru umtalsverðar endurbætur ráðgerðar á Flugstöð Leifs Eiríkssonar til þess að auka afkastagetu og þægindi flugfarþega.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×