Innlent

Aldrei fleiri konur í Lögregluskólanum

Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar
Nýnemar á fyrsta skóladegi
Nýnemar á fyrsta skóladegi Mynd/Lögregluskóli Ríkisins
Hlutfall kvenna í Lögregluskóla Ríkisins hefur aldrei verið hærra. 16 nýnemar hófu nám á fyrstu önn grunnnámsdeildar þann 14. janúar síðastliðinn og 11 þeirra eru konur. Það samsvarar 68,75%. Það er hæsta hlutfall kvenna sem nokkru sinni hefur verið og í fyrsta sinn sem konur eru í meirihluta nemenda.

Námið á önninni tekur fjóra mánuði og lýkur henni um miðjan maí 2014.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×