Innlent

Þokkaleg loðnuveiði

Fréttablaðið/Hari
Þokkaleg loðnuveiði er norðaustur af landinu þótt hún sé ekki eins og best verður á kosið, að sögn sjómanna. Ekkert norskt loðnuskip er komið á miðin, en þau mega veiða töluvert magn í íslensku lögsögunni samkvæmt samningum þjóðanna um gagnkvæmar veiðiheimildir.

Veiðarnar eru stundaðar samkvæmt þremur reglugerðum up á hátt í 40 blaðsíður samtals, og sagði einn skipstjórinn í viðtali við fréttastofuna í morgun að reglugerðafarganið sé orðið svo mikið að það veitti ekkert af því að fara að ráða svo sem einn lögfræðing í hverja áhöfn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×