Innlent

Rannsókn hafin á þáttum og þjónustu íbúa á Sólvangi

Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar
Mynd/Heiða Helgadóttir
Velferðarráðuneytið hefur falið Embætti landlæknis að gera úttekt á faglegum þáttum þjónustu og aðbúnaðar íbúa á Sólvangi í Hafnarfirði.

Þessi úttekt er gerð í kjölfar umfjöllunar í fjölmiðlum þar sem stjórnendur á Sólvangi hafa lýst yfir að þjónustu við heimilismenn sé áfátt vegna ófullnægjandi mönnunar í kjölfar niðurskurðar.

Fram kemur í tilkynningu að velferðarráðuneytinu hafi lengi verið kunnugt um erfiðleika í rekstri Sólvangs og átt í tíðum samskiptum við stjórnendur hjúkrunarheimilisins vegna þessa. Tveimur sérfræðingum á þeirra vegum hafi verið falið að greina reksturinn og skoða hvernig hægt væri að bæta reksturinn.

Áhersla var lögð á að Sólvangur myndi uppfylla þær kröfur sem gerðar eru til hjúkrunarheimila og að rekstrarfé til stofnunarinnar væri ekki minna en framlög til annarra hjúkrunarheimila sem rekin eru með daggjöldum.


Tengdar fréttir

Ríkið svari sjálft fyrir Sólvang

„Þjónusta við íbúa á Sólvangi verður að vera ásættanleg í alla staði,“ undirstrikaði bæjarráð Hafnarfjarðar í dag og ítrekaði að rekstur hjúkrunarheimilisins sé alfarið á ábyrgð ríkisins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×