Innlent

Segir bæjaryfirvöld hafa brotið eigin útboðsreglur

Kjartan Atli Kjartansson skrifar
María Grétarsdóttir gagnrýnir bæjaryfirvöld í Garðabæ.
María Grétarsdóttir gagnrýnir bæjaryfirvöld í Garðabæ.
María Grétarsdóttir, bæjarfulltrúi M-listans – Fólksins í bænum hefur gagnrýnt bæjaryfirvöld í Garðabæ fyrir framkvæmd við ritun sögu Garðabæjar. Vísir greindi frá því í morgun að ritun sögu bæjarins kostar bæjarsjóð um 70 milljónir.

María telur að verkið hafi kostað of mikið og tekið of langan tíma í vinnslu. „Okkur finnst þetta orðinn mikill kostnaður og ófyrirséð hver endanlegur kostnaður við verkið verður. Verklok hafa verið að dragast en vinnan við verkið hófst í ársbyrjun 2006".

Hún hefði viljað að jafn kostnaðarsamt verk hefði verið boðið út. „Við hefðum viljað sjá verk af þessari stærðagráðu boðið út, eins og núverandi innkaupareglur bæjarins kveða á um, en þar kemur fram að skylt sé að viðhafa útboð þegar áætluð samningsfjárhæð vegna kaupa á þjónustu er yfir 15 milljónir króna".

Hún gagnrýnir einnig þá staðreynd að sagnfræðingur hafi ekki verið fenginn til þess að vinna verkið.

María segir M-listann hafa það að leiðarljósi að efla skapandi og gagnrýna umræðu um bæjarmálin og mikilvægt sé að bæjarfulltrúar rökstyðji með hvaða hætti skatttekjum bæjarins er varið hverju sinni. Verkefni af þessu tagi geti seint talist til skylduverkefna sveitarfélaga og því mjög mikilvægt að rýna slík verkefni gaumgæfilega.


Tengdar fréttir

Saga Garðabæjar kostar um 70 milljónir

Ritun sögu Garðabæjar hefur kostað bæjarfélagið um 64 milljónir og áætlað er að í það minnsta sex milljónir bætist við. Verkið hefur tekið sex ár í vinnslu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×