Innlent

Bað um aðstoð lögreglu við að losa bíl en reyndist dópaður

Vísir/Pjetur
Ökumaður, sem var undir áhrifum fíkniefna, festi bíl sinn á bökkum Varmár í Hveragerði seint í gærkvöldi. Hann hringdi í neyðarlínuna eftir aðstoð og barst lögreglunni á Selfossi beiðnin í gegnum fjarksiptamiðstöð lögreglunnar. Hún fór á staðinn, þar sem maðurinn beið við bílinn eftir aðstoðinni.

Glöggir lögreglumenn tóku eftir einkennum í fari hans, sem bentu til fíkniefnaneyslu, sem staðfest var með þvagprufu og ekur hann því ekkert á næstunni, þótt bíllinn hafi verið losaður úr festunni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×