Innlent

Makrílviðræðum frestað

Ekkert samkomulag náðist á fundi strandríkja í makríldeilunni í Lundúnum í dag. Fundinum var frestað og verður framhaldið á miðvikudag í næstu viku.

Evrópusambandið hefur áður lagt fram óformlegt tilboð um að Íslendingar og Færeyingar fái um 12 prósenta hlutdeild í kvótanum. Norðmenn hafi hins vegar lagst gegn því.

Í tilkynningu frá atvinnuvegaráðuneytinu kveðst Sigurður Ingi Jóhannsson, sjávarútvegsráðherra vera minna bjartsýnn nú en hann var á haustmánuðum. Hann segir þó mikilvægt að reynt verði til þrautar að ná samkomulagi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×