Fleiri fréttir

Rigning og rok á Menningarnótt

Það gæti orðið nokkuð blautt framan af um það leyti sem Reykjavíkurmaraþonið fer fram og líklega verður einhver gola. Hlauparar ættu því að huga að hentugum fatnaði fyrir hlaupið.

Burðavirki Elliðaárbrúar risin

„Hjólreiðamenningin mun batna mikið með tilkomu þessara nýju brúa yfir Elliðaárósana,“ segir upplýsingafulltrúi hjá Reykjavíkurborg.

VW Karmann Ghia 60 ára

Karmann hefur sérhæft sig í smíði blæjubíla og hefur framleitt slíkar útgáfur fyrir marga bílaframleiðandur.

Stjórnendur 101 hafna öllum ásökunum

Stjórnendur leikskólans 101 hafna alfarið þeim ásökunum sem á þá er borið í yfirlýsingu sem þeir hafa sent frá sér. Þar segjast þeir fagna því að málið sé rannsakað og að sú rannsókn muni leiða það sanna í ljós. Ill meðferð á börnum, sama hvaða nafni hún nefnist, eigi ekki að líðast.

Hundur gaf ketti blóð

Hinar hefðbundnu erjur á milli hunda og katta voru lagðar til hliðar á dögunum þegar labradorhundurinn Macy gaf blóð svo hægt væri að bjarga lífi fresskattarins Rory.

Fjórir stórir jakar út af Horni

Fjórir stórir borgarísjakar sáust síðdegis í gær út af Horni á Vestfjörðum, þegar Landhelgisgæslan fór í ískönnunarflug yfir svæðið í gær. Þeir voru allt upp í 300 metra langir og mjög breiðir. Tveir þeirra að minnsakosti eru á siglingaleið fyrir Horn.

Markús kominn upp úr höfninni á Flateyri

Mönnum frá Köfunarþjónustu Sigurðar tókst í gær að ná fiskibátnum Markúsi ÍS af botni hafnarinnar á Flateyri, en hann sökk þar um verslunarmannahelgina.

Ók yfir tvö lömb og stakk af

Ekið var á tvö lömb, sem bæði drápust, á nýja veginum yfir Lyngdalsheiði einhverntímann seint í gærkvöldi og skildi ökumaður hræin af þeim eftir á miðjum veginum. Ökumaður, sem kom þar að um klukkan ellefu í gærkvöldi tilkynnti lögreglunni á Selfossi um málið, og fór hún á vettvang.

Tapa á strætisvögnum og vilja yfirdrátt

Eyþing, samtök sveitarfélaga á Norðausturlandi frá Fjallabyggð að vestan að Langanesbyggð að austan, segja tap á almenningsamgöngum á vegum samtakanna.

Vilja hækka viðbúnaðarstigið í Fukushima

Japanska kjarnorkumálastofnunin vill að viðvörunarstig eitt, sem gefið var út vegna leka í Fukushima kjarnorkuverinu í gær, verði hækkað upp í þrjá en um sjö stiga kvarða er að ræða. Mjög geislavirkt vatn tók að leka úr geymi við verið og út í jarðveginn og nú segja menn að atvikið sé mun alvarlega en talið hafi verið í fyrstu. Hlutabréf í Tepco, orkuveitunni sem rekur verið féllu um þrettán prósent á mörkuðum í nótt vegna málsins.

Merkel heimsótti Dachau

Angela Merkel Þýskalandskanslari heimsótti í morgun útrýmingarbúðirnar í Dachau, þar sem Nasistar myrtu um þrjátíu þúsund manns í seinni heimsstyrjöldinni. Þetta er í fyrsta sinn sem þýskur kanslari heimsækir staðinn.

Segja tugi liggja í valnum eftir efnavopnaárás

Tugir eru látnir í Sýrlandi eftir efnavopnaárás í Ghouta héraði sem er austur af höfuðborginni Damaskus. Þetta fullyrða uppreisnarmenn í landinu sem segja stjórnvöld að baki árásunum sem sagðar eru hafa verið gerðar snemma í morgun.

Þrír teknir úr umferð

Ölvaður ökumaður fór mikinn í austurborginni um þrjú leytið í nótt og mældu lögreglumenn bíl hans á 109 kílómetra hraða þegar hann ók yfir gatnamót á móti rauðu ljósi. Þeim tókst að stöðva manninn skömmu síðar og taka hann úr umferð. Tveir aðrir voru teknir úr umferð á höfuðborgarsvæðinu í gærkvöldi og í nótt fyrir ölvunarakstur.

Slasaði sig við að stökkva yfir læk

Kona missté sig þegar hún var að stökkva yfir læk í Reykjadal, ofan við Hveragerði í gærkvöldi. Samferðafólk hennar kallaði eftir aðstoð og voru björgunarsveitarmenn og sjúkrabíll sendir á vettvang. Björgunarmennirnir báru konuna niður í sjúkrabílinn, en eftir aðhlynningu þar um borð, var konan útskrifuð.

Sölumaður lífgaði við dreng á bílaplani

Sölumaður lífgaði við sjö ára dreng sem hættur var á anda þegar móðir hans kom með hann í Flügger-búðina á Akureyri á mánudag. Áminning um að að endurnýja skyndihjálparkunnáttuna segir Ævar Jónsson. Móðirin hafi veitt honum góð ráð.

Fullur á sokkunum að hlaupa fyrir bíla

Lögreglunni á Selfossi var tilkynnt um að ofurölvi maður á sokkaleistunum væri að hlaupa fyrir bíla á miðri Ölfusárbrú um hálf tvö leitið í nótt.

Makrílveiðimenn fá aðstoð úr geimnum

Hægt er að ákvarða líklega veiðistaði makríls við Íslandsstrendur út frá upplýsingum utan úr geimnum. Þegar eru slík gögn nýtt til fiskveiða víða um heim. Hinn tæknivæddi íslenski fiskiskipafloti nýtir slík gögn í sífellt meiri mæli.

Óvíst um þjóðaratkvæðagreiðslu

Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, segir ekki liggja fyrir hvort haldin verði þjóðaratkvæðagreiðsla um áframhald aðildarviðræðna við Evrópusambandið (ESB).

Lögreglumaður fékk nálgunarbann á eltihrelli

Karlmaður hefur verið úrskurðaður í nálgunarbann fyrir að ofsækja lögreglumann, meðal annars á heimili hans. Ofbeldi eykst og ekki er einsdæmi að lögreglumenn séu ofsóttir, segir formaður Landssambands lögreglumanna

Hundurinn Sunny fluttur í Hvíta Húsið

Forsetahjónin Barack og Michelle Obama hafa nú boðið velkominn í fjölskylduna, hundinn, Sunny. Hundurinn er portúgalskur vatnahundur og eru allir í Hvíta Húsinu í skýjunum með nýjasta meðliminn. Talsmaður Hvíta Hússins sagði á Twitter síðu sinni að þessi tegund henti vel þeim eru með ofnæmi, en dóttir hjónanna, Malia Obama er einmitt með hundaofnæmi.

Neyða mat ofan í fanga

Óttast er um heilsu nærri 70 fanga í Kaliforníufylki Bandaríkjanna sem allir hafa neitað að borða síðan 8. júlí.

Sumarstarfsmenn tilkynntu um ofbeldi á leikskóla

Barnavernd Reykjavíkur rannsakar hvort starfsmenn leikskólans 101 í Reykjavík hafi beitt börn margvíslegu harðræði. Þetta kemur fram á ruv.is. þar segir að málið komst upp þegar tveir sumarstarfsmenn á leikskólanum sýndu barnavernd myndbönd í morgun og tilkynntu málið formlega.

ESB viðræðum ekki slitið og óvíst um atkvæðagreiðslu

Fjármálaráðherra segir ekki ástæðu til að slíta viðræðum við ESB með formlegri samþykkt Alþingis heldur sé rétt að bíða eftir skýrslu um stöðuna innan sambandsins. Talsmaður stækkunarstjóra ESB segir að einróma ákvörðun allra aðildarríkja ESB um að hefja formlegar viðræður við Ísland sé enn í fullu gildi.

Krúttleg Panda hittir mömmu sína aftur

Óhætt er að segja að panda-húnninn Yuan Zai, sem kom í heiminn fyrir nokkrum vikum í Taipei dýragarðinum í Tævan, sé alveg gríðarlega mikil dúlla.

SDG ætlar að beita sér til að tryggja flugvöll í Vatnsmýri

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherra, segist ætla að beita sér fyrir því að tryggja framtíð flugvallar í Vatnsmýri og gera "það sem þarf,“ til að ná þessu markmiði. Þegar eru hafnar viðræður milli innanríkisráðherra og borgarinnar vegna málsins. Rúmlega 34.000 hafa nú skrifað nafn sitt á undirskriftarlista þar sem lagst er gegn þeim áformum að flugvallarstarfsemi víki úr Vatnsmýrinni.

Sótti slasaðan laxveiðimann

Þyrla Landhelgisgæslunnar lenti við Landspítalann í Fossvogi um klukkan níu í kvöld með laxveiðimann sem slasaðist í Dölunum á Vesturlandi í kvöld.

Glímir enn við afleiðingar eineltis

Ung kona sem varð fyrir einelti í æsku segir það hafa djúpstæð áhrif á þolendur. Nú þegar nýtt skólaár er framundan, hvetur hún foreldra og forráðamenn til að setjast niður með börnum sínum, ræða málin og kenna þeim að standa með sjálfum sér og öðrum.

"Halda í gleðina, það skilar alltaf bestum árangri"

Menningarnótt fer fram næsta laugardag og verða 360 skráðir viðburðir á dagskránni auk ýmissa annarra uppákoma. Dagskráin var kynnt á eikarbátnum Lunda við Reykjavíkurhöfn í dag og ljóst er að borgarbúar og aðrir gestir eiga von á góðu.

"Íslensk hjólhýsahverfi eru slysagildrur"

Íslensk hjólhýsahverfi eru slysagildrur og það er tímabært að ræða möguleg úrræði til að bæta úr því. Þetta segir innflytjandi hjólhýsa til margra ára.

Unnur Brá kjörin formaður Vestnorræna ráðsins

Ársfundur Vestnorræna ráðsins kaus Unni Brá Konráðsdóttur, þingmann Sjálfstæðisflokksins og formann Íslandsdeildar Vestnorræna ráðsins, formann ráðsins á 29. ársfundi þess sem haldinn er í Narsarsuaq í Suður-Grænlandi dagana 19. til 20. ágúst.

Öryrkjabandalagið skorar á stjórnvöld

Nýja reglugerðin byggir að hluta til á breyttri hugmyndafræði, svokallaðri algildri hönnun. Samkvæmt hugmyndafræðinni er þess krafist að við hönnun mannvirkja sé frá upphafi tekið mið af þörfum allra, þar á meðal fatlaðra og þeirra sem búa við skerta hreyfigetu.

Jón Steinar segir gríðarlegt álag á Hæstarétti

Jón telur að dómarar hafi ekki tækifæri til þess að kynna sér hvert mál og að það vanti mikið á að Hæstiréttur sé í lagi. Hann segir að reynt hafi verið að leysa vandamálið með því að fjölga dómurum við Hæstarétt.

Sjá næstu 50 fréttir