Fleiri fréttir

Lítil mengunarhætta af laxeldi í sjó

Enginn rökstuddur grunur er á mengun frá laxeldi í sjókvíslum og engar rannsóknir styðja fullyrðingar um það, að mati forsvarsmanna Landssambands fiskeldisstöðva.

Átta ára ítrekað lagður í einelti: "Særir mömmuhjartað“

Átta ára drengur í Hafnarfirði hefur ítrekað orðið fyrir einelti. Í bréfi sem móðursystir hans skrifaði á Facebook kemur fram að hann hafi verið beittur andlegu og líkamlegu ofbeldi og meðal annars fengið heilahristing. "Þetta særir mömmuhjartað mikið," segir móðir drengsins.

Máli 101 leikskóla vísað til lögreglu

Barnaverndarnefnd Reykjavíkur hefur óskað eftir lögreglurannsókn á því hvort starfsmenn ungbarnaleikskólans 101 Reykjavík hafi brotið gegn barnaverndarlögum.

Útilokar ekki slit á samningi við Moskvu

Tillaga um endurskoðun á samstarfssamningi við Moskvu var samþykkt einróma í Borgarráði. Á rætur að rekja til bréfs sem Jón Gnarr sendi borgarstjóra Moskvu.

Myndböndin loks á borði barnaverndar

Myndböndin sem sýna meint ofbeldi gegn börnum á ungbarnaleiksskólanum 101 komust ekki í hendur barnaverndar fyrr en í gærkvöld. Rannsókn málsins er því enn í fullum gangi hjá barnaverndaryfirvöldum.

Eldar loga við Yosemite-þjóðgarðinn

Miklir skógareldar í nágrenni Yosemite-þjóðgarðsins í Kalíforníu hafa flæmt ferðamenn í burtu á háannatíma og þá ógna þeir um þúsund heimilum á svæðinu.

Ferðir Herjólfs liggja niðri

Næsta ferð Herjólfs fellur niður vegna ölduhæðar en athuga á hvort hægt verður að sigla klukkan 13.10.

Kærir flugdólg og vill milljónir í bætur

Icelandair hefur lagt fram kæru gegn manni sem var handtekinn eftir að hann sýndi af sér ógnandi framkomu um borð í flugvél félagsins á leið til Seattle í lok júlí. Flugfélagið fer fram á skaðabætur sem hlaupa á milljónum.

Vantar vinnandi hendur á Hólmavík

Verið er að auglýsa eftir fólki í ýmis störf á Hólmavík. Þar er þjónustustig hátt miðað við önnur sveitarfélög af svipaðri stærð. Það ásamt því hvernig Strandamenn hafa getað nýtt sér tækifærin varðandi sjósókn veldur íbúafjölguninni.

Kallar eftir tafarlausri rannsókn á efnavopnaárás í Sýrlandi

Ban Ki-moon, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna segir að meintar efnavopnaárásir á úthverfi Damaskus í Sýrlandi verði að rannsaka án tafar. Hann hefur ákveðið að senda Angelu Kane til Sýrlands til þess að þrýsta á að sveitir Sameinuðu þjóðanna fái aðgang að svæðinu, en hún fer fyrir afvopnunarmálum innan sambandsins.

Borgarráð samþykkir að endurskoða samstarf við Moskvu

Borgarráð samþykkti í gær tillögu Jóns Gnarr borgarstjóra að settar verði fram tillögur að breytingum eða uppsögn á samstarfssamningi Reykjavíkurborgar og Moskvu, höfuðborgar Rússlands. Borgarstjóri vill að þetta verði gert í ljósi þeirrar þróunar sem átt hefur sér stað síðustu misserin í málefnum samkynhneigðra, tvíkynhneigðra og transfólks í Rússlandi. Tillagan var samþykkt og verður borgarlögmanni, mannréttindaskrifstou, skrifstofu borgarstjóra og borgarritara falið að koma með tillögur, að höfðu samráði við utanríkisráðuneytið og Samtökin 78.

Ljósmyndara í Mumbai nauðgað af hópi karla

Tuttugu og þriggja ára gamalli konu sem starfar sem ljósmyndari í indversku borginni Mumbai var nauðgað af hópi manna í gærkvöldi. Málið hefur valdið mikilli reiði í landinu og þykir það minna á atvik í desember þar sem ungri konu var nauðgað og hún síðan myrt af hópi manna í strætisvagni.

Styttist í niðurstöðu í Bjarnarflagi

Landsvirkjun mun á næstunni kynna niðurstöðu úttektar á gildandi mati á umhverfisáhrifum Bjarnarflagsvirkjunar og ákvarðanir um næstu skref. Umhverfisráðherra hvetur fyrirtækið til að vinna nýtt umhverfismat. Ákvörðun er þó í höndum Skipulagsstofnunar.

Gufupönkhátíð í bígerð í Vesturbyggð

Áform eru uppi um fyrstu gufupönkhátíð landsins næsta sumar í Vesturbyggð. Unnið er að því að fá listamenn og tæki til að gera hana sem veglegasta úr garði. Loftskip mun svífa um loft og karlar með pípuhattar dansa við konur í síðkjólum.

Jón Baldvin kennir í Háskóla Íslands

Jón Baldvin Hannibalsson, fyrrverandi utanríkisráðherra og formaður Alþýðuflokksins, mun nú í haust kenna á námskeiði við Háskóla Íslands um smáþjóðir og hvernig þeim farnast í alþjóðakerfinu.

Kópavogur biðji Smartbíla afsökunar

Lögmaður eiganda Smartbíla krefst þess að félagsmálaráð Kópavogsbæjar biðjist afsökunar á athugasemd sem birtist í fundargerð nefndarinnar 4. júní síðastliðinn og varðaði meint kynferðisbrot starfsmanns fyrirtækisins gagnvart fatlaðri konu.

Verða að fylgja námskránni

Félag leiðsögumanna vill upplýsa að útskrifaðir nemendur úr Ferðamálaskóla Íslands geta ekki fengið fulla aðild að félaginu.

Færri geta lesið sér til gagns

Skimun meðal sjö ára grunnskólabarna í vor leiðir í ljós að drengir standa stúlkum mjög að baki þegar kemur að lestri. Einungis 63 prósent barnanna gátu lesið sér til gagns. Útkoman hefur ekki verið verri síðan árið 2005.

Neitunin gæti leitt til lögsóknar

Það að Chelsea Manning fái ekki að hefja hormónameðferð í fangelsi er sagt mögulegt brot á stjórnarskrárbundnum réttindum.

Á batavegi eftir heilaétandi amöbu

Hin 12 ára gamla Kali Hardig er á batavegi eftir að það uppgötvaðist að heilaétandi amaba hefði komið sér fyrir í höfði stúlkunnar.

Neitar að hafa þegið mútur

Kínverski stjórnmálamaðurinn Bo Xilai heldur uppi líflegri vörn við réttarhöld í einu stærsta hneykslismáli Kína.

Foreldrar verða boðaðir á fund

Margir hafa leitað til Þjónustumiðstöðvar Vesturbæjar vegna ásakana um að börn hafi verið beitt ofbeldi á leikskólanum 101.

Malbikið kemur á Krýsuvíkurleið

Einn fjölfarnasti malarvegur landsins, þjóðvegurinn meðfram Kleifarvatni, er að breytast í rennisléttan malbiksveg og þar klárar slitlagsflokkur enn einn kaflann í kvöld.

Vinirnir kannski allir látnir

Ungur sýrlenskur drengur, sem býr á Íslandi veit ekki hvort einhver vina hans er ennþá á lífi eftir öll þau átök sem hafa geisað í Sýrlandi. Talið er að um tvö þúsund manns hafi fallið í efnavopnaárás þar í landi í gær.

Naut ræðst á breskan ferðamann

Breskur fyrrum hermaður, Peter Mayne er mikið slasaður eftir að naut réðst á hann þar sem hann stóð og fylgdist með nautahlaupi á Spáni fyrir tveimur vikum síðan.

Sjúsk og subbuskapur segir Össur

Össur Skarphéðinsson er harðorður um nýjasta útspil utanríkisráðherra. Árni Þór Sigurðsson segir það efnislega þýða að viðræðunum yrði slitið ef viðræðunefnd er leyst upp.

Læstu hundana inni í búri í tvö ár

Bresk hjón hafa verið dæmd til refsingar fyrir illa meðferð á hundum. Hundana geymdu þau í búrum á bak við sófa í herbergi á heimili sínu. Þar máttu hundarnir dvelja í 22 klukkustundir á hverjum degi í tvö ár.

Utanríkisráðherra vill að samninganefnd við ESB hætti viðræðum

Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra hefur tilkynnt utanríkismálanefnd að vilji ríkisstjórnarinnar standi til þess að leggja niður frekari vinnu samningsnefnda- og hópa vegna aðildarviðræðna við Evrópusambandið þar sem ríkisstjórnin hefur ákveðið að gera hlé á þeim viðræðum.

Sjá næstu 50 fréttir