Sjúsk og subbuskapur segir Össur Heimir Már Pétursson skrifar 22. ágúst 2013 15:32 Gunnar Bragi Sveinsson tók við lyklum að utanríkisráðuneytinu úr höndum Össurar Skarphéðinssonar í maí. Össur Skarphéðinsson fyrrverandi utanríkisráðherra segir að það yrði sjúsk og subbuskapur ef utanríkisráðherra slíti aðildarviðræðunum við Evrópusambandið án þess að fá til þess samþykki Alþingis. Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra kynnti lögfræðiálit í utanríkismálanefnd Alþingis í morgun þar sem segir að núverandi stjórnvöld séu ekki bundin af þingsályktun fyrra þings um aðildarviðræðurnar við Evrópusambandið umfram þingræðisvenjur. Hann væri að íhuga að leysa samninganefnd Íslands og einstaka hópa tengda viðræðunum frá störfum. Árni Þór Sigurðsson fulltrúi Vinstri grænna í utanríkismálanefnd segir það efnislega þýða að viðræðunum yrði slitið og telur eðilegt að ný þingsályktun verði lögð fram, hyggist ríkisstjórnin slíta viðræðunum. „Ég tel að það sé eðlilegast og hreinlegast og það er líka hreinlegast upp á samskipti okkar við önnur lönd, í þessu tilviki Evrópusambandið. Það er mikilvægt að samskipti okkar séu hreinskiptin og það sé engum vafa undirorpið á hvaða ferð íslensk stjórnvöld eru,“ segir Árni Þór. Hann segir rétt að þingsályktunartillögur hafi ekki lagagildi en það séu dæmi um að stjórnvöld vísi í gamlar þingsályktunartillögur. Til að mynda vísi stjórnvöld gjarnan til þingsályktunar um hvalveiðar, þótt komið sé á þriðja áratug frá því sú þingsályktunartillaga var samþykkt. Össur Skarphéðinsson segir að ef utanríkisráðherra leysi samninganefndina upp sé það yfirlýsing um að hann ætli ekki að standa við eigin orð. „Hann hafði lýst því yfir opinberlega að það ætti að gera úttekt á stöðunni í Evrópusambandinu og stöðu viðræðna og leggja það fyrir þingið. Síðan yrðu teknar ákvarðanir í framhaldi af því,“ segir Össur. Þessi viðhorf hafi Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins ítrekað í vikunni. „Mér sýnist að þetta sé einhvers konar innri valdabarátta í ríkisstjórninni þar sem að utanríkisráðherrann og reyndar líka sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra eru einbeittir í því að koma umsókninni fyrir kattarnef,“ segir Össur. Ef samninganefndin verði leyst upp sé í raun búið að slíta viðræðunum. En væri utanríkisráðherra með því að sniðganga Alþingi, þótt niðurstaðan þar sé nokkuð ljós miðað við þingmeirihluta stjórnarflokkanna? „Það er sjúsk og subbuskapur ef ráðherrann ætlar í reynd að slíta viðræðum án þess að fá til þess samþykki Alþingis, segir Össur Skarphéðinsson, fyrrverandi utanríkisráðherra. Mest lesið Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Erlent Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Erlent Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Innlent Hélt á lokuðu umslagi Innlent Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu Innlent „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Innlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Fleiri fréttir Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Hélt á lokuðu umslagi Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Uppþot og fúkyrði á þinginu og bandarískur kjarnorkukafbátur Jökulhlaupið í rénun Reyna að stilla til friðar í bakherbergjum Alþingis Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Fundu tuttugu kíló af grasi eftir húsleit í Hafnarfirði Mennirnir þrír sjáist ekki í myndefni Vara við slysahættu vegna kaldavatnsleysis Vilja herða reglur um frágang rafhlaupahjóla í Reykjavík Segir valkyrjur rangnefni og vill kalla þær skjaldmeyjar Samtal við stjórnarandstöðuna fullreynt Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? „Forsætisráðherra veit ekkert hvernig þetta hefur verið!“ „Enginn vafi á að fyrirkomulag Bílastæðasjóðs er löglegt“ Nóróveira líkleg orsök hópsýkingar á Laugarvatni „Það er orrustan um Ísland“ „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Ávarp forsætisráðherra og kjarnorkukafbátur við Grundartanga Minnihlutinn hafi lagt fram eigið veiðigjaldamál: „Þetta er skrumskæling á lýðræðinu“ Spyr hvort draga eigi valdhafa undir húsvegg og skjóta Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Jökulhlaup úr Mýrdalsjökli í Leirá Syðri og Skálm enn í gangi Sjá meira
Össur Skarphéðinsson fyrrverandi utanríkisráðherra segir að það yrði sjúsk og subbuskapur ef utanríkisráðherra slíti aðildarviðræðunum við Evrópusambandið án þess að fá til þess samþykki Alþingis. Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra kynnti lögfræðiálit í utanríkismálanefnd Alþingis í morgun þar sem segir að núverandi stjórnvöld séu ekki bundin af þingsályktun fyrra þings um aðildarviðræðurnar við Evrópusambandið umfram þingræðisvenjur. Hann væri að íhuga að leysa samninganefnd Íslands og einstaka hópa tengda viðræðunum frá störfum. Árni Þór Sigurðsson fulltrúi Vinstri grænna í utanríkismálanefnd segir það efnislega þýða að viðræðunum yrði slitið og telur eðilegt að ný þingsályktun verði lögð fram, hyggist ríkisstjórnin slíta viðræðunum. „Ég tel að það sé eðlilegast og hreinlegast og það er líka hreinlegast upp á samskipti okkar við önnur lönd, í þessu tilviki Evrópusambandið. Það er mikilvægt að samskipti okkar séu hreinskiptin og það sé engum vafa undirorpið á hvaða ferð íslensk stjórnvöld eru,“ segir Árni Þór. Hann segir rétt að þingsályktunartillögur hafi ekki lagagildi en það séu dæmi um að stjórnvöld vísi í gamlar þingsályktunartillögur. Til að mynda vísi stjórnvöld gjarnan til þingsályktunar um hvalveiðar, þótt komið sé á þriðja áratug frá því sú þingsályktunartillaga var samþykkt. Össur Skarphéðinsson segir að ef utanríkisráðherra leysi samninganefndina upp sé það yfirlýsing um að hann ætli ekki að standa við eigin orð. „Hann hafði lýst því yfir opinberlega að það ætti að gera úttekt á stöðunni í Evrópusambandinu og stöðu viðræðna og leggja það fyrir þingið. Síðan yrðu teknar ákvarðanir í framhaldi af því,“ segir Össur. Þessi viðhorf hafi Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins ítrekað í vikunni. „Mér sýnist að þetta sé einhvers konar innri valdabarátta í ríkisstjórninni þar sem að utanríkisráðherrann og reyndar líka sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra eru einbeittir í því að koma umsókninni fyrir kattarnef,“ segir Össur. Ef samninganefndin verði leyst upp sé í raun búið að slíta viðræðunum. En væri utanríkisráðherra með því að sniðganga Alþingi, þótt niðurstaðan þar sé nokkuð ljós miðað við þingmeirihluta stjórnarflokkanna? „Það er sjúsk og subbuskapur ef ráðherrann ætlar í reynd að slíta viðræðum án þess að fá til þess samþykki Alþingis, segir Össur Skarphéðinsson, fyrrverandi utanríkisráðherra.
Mest lesið Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Erlent Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Erlent Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Innlent Hélt á lokuðu umslagi Innlent Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu Innlent „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Innlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Fleiri fréttir Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Hélt á lokuðu umslagi Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Uppþot og fúkyrði á þinginu og bandarískur kjarnorkukafbátur Jökulhlaupið í rénun Reyna að stilla til friðar í bakherbergjum Alþingis Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Fundu tuttugu kíló af grasi eftir húsleit í Hafnarfirði Mennirnir þrír sjáist ekki í myndefni Vara við slysahættu vegna kaldavatnsleysis Vilja herða reglur um frágang rafhlaupahjóla í Reykjavík Segir valkyrjur rangnefni og vill kalla þær skjaldmeyjar Samtal við stjórnarandstöðuna fullreynt Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? „Forsætisráðherra veit ekkert hvernig þetta hefur verið!“ „Enginn vafi á að fyrirkomulag Bílastæðasjóðs er löglegt“ Nóróveira líkleg orsök hópsýkingar á Laugarvatni „Það er orrustan um Ísland“ „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Ávarp forsætisráðherra og kjarnorkukafbátur við Grundartanga Minnihlutinn hafi lagt fram eigið veiðigjaldamál: „Þetta er skrumskæling á lýðræðinu“ Spyr hvort draga eigi valdhafa undir húsvegg og skjóta Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Jökulhlaup úr Mýrdalsjökli í Leirá Syðri og Skálm enn í gangi Sjá meira