Innlent

One Direction á forsýningu

Piltarnir í One Direction voru kátir á frumsýningunni.
Piltarnir í One Direction voru kátir á frumsýningunni. Nordicphotos/getty
Tónleikamyndin One Direction: This is Us var heimsforsýnd á þriðjudag. Myndin segir frá lífi Louis, Zayn, Liam, Harry og Niall á meðan þeir ferðast heiminn á tónleikaferðalagi sínu. Einnig má sjá myndbrot frá lífi drengjanna áður en þeir slógu í gegn í sjónvarpsþættinum X-Factor.

Fjöldi þekktra einstaklinga sóttu forsýninguna í The Empire Leicester Square í London á þriðjudag, þar á meðal Simon Cowell, dómari í X-Factor, og stúlknasveitin Little Mix.

Sumir aðdáendur sveitarinnar grétu af gleði.
Leigh-Anne Pinnock, Jade Thirlwall og Perrie Edwards úr hljómsveitinni Little Mix.
Írska sjónvarpskonan Laura Whitmore var á meðal gesta, en henni og Niall er vel til vina.
Louis Tomlinson and Niall Horan bregða á leik.
Rokkarinn Ronnie Wood ásamt eiginkonu sinni, Sally Wood.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×