Gufupönkhátíð í bígerð í Vesturbyggð Jón Sigurður Eyjólfsson skrifar 23. ágúst 2013 08:00 Ingimar Oddsson vinnur að því að halda fyrstu gufupönkhátíð landsins vestur á fjörðum eða í Bíldalíu eins og Vesturbyggð heitir í hans kokkabókum. Listamaðurinn Ingimar Oddsson vinnur að því að halda gufupönkhátíð í Vesturbyggð næsta sumar. Það mun verða, eftir því sem Fréttablaðið kemst næst, fyrsta slíka hátíðin sem haldin er hér á landi. „Gufupönk er stefna í list sem á rætur að rekja til vísindaskáldsagna gufualdar, Jules Vernes, H.G. Wells og fleiri,“ útskýrir Ingimar. „Þar er nútíma tækni sett í umgjörð nítjándu aldar.“ Hátíðin mun því vissulega bera svip Viktoríutímans og mörk skáldskapar og raunveruleika verða óljósari en ella. „Í júní á næsta ári, nánar tiltekið helgina 27. til 30 júní mun bæjarfélagið Vesturbyggð breytast í ævintýralandið Bíldalíu. Loftskip svífa yfir og fimleikamenn sýna listir sínar. Samkoman myndi ná hámarki sínu í stórdansleik þar sem fína fólkið dansar inn í nóttina. Karlpeningurinn með pípuhatta og konurnar í síðkjólum og korselettum.“ Ásthildur Sturludóttir, bæjarstjóri Vesturbyggðar, þarf þó engar áhyggjur að hafa af þessum umskiptum sveitarfélagsins því Bíldalía þessi er tilbúið ævintýraland sem Ingimar gerði að umfjöllunarefni í bók sinni Bildalian Chronicles sem hann gaf út á vormánuðum. Í þessu landi koma margir heimar saman og yfirskilvitleg fyrirbrygði eru daglegt brauð. Ingimar segir að á hátíðinni sé stefnt að því að fá listamenn frá Evrópu og Bandaríkjunum sem halda muni leiksýningar, listsýningar og samkomur. Þetta er þó ekki vandalaust. „Ég leitaði til loftskipafyrirtækis sem hvað næst er og fékk það svar að það kosti 110 milljónir af fá loftskip til Íslands í einn dag þannig að ég geri fastlega ráð fyrir því að ég leita annarra leiða. En ég hef fengið vilyrði frá nokkrum listamönnum erlendis frá en nú vantar fjármagn til að koma þeim hingað með tækin sín. Annars er það stemmningin sem skipar mestan sess í þessu svo ef það er vilji þá er vegur.“ Ingimar virðist kunna vel við sig á mörkum þess yfirskilvitlega og þess raunverulega því hann tekur nú á móti gestum á Skrímslasetrinu á Bíldudal og fræðir þá um efni sem mestu raunsæismenn eiga örugglega erfitt með að kvitta uppá. Mest lesið Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Innlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Innlent Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Innlent Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Erlent Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Erlent Fleiri fréttir Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Sjá meira
Listamaðurinn Ingimar Oddsson vinnur að því að halda gufupönkhátíð í Vesturbyggð næsta sumar. Það mun verða, eftir því sem Fréttablaðið kemst næst, fyrsta slíka hátíðin sem haldin er hér á landi. „Gufupönk er stefna í list sem á rætur að rekja til vísindaskáldsagna gufualdar, Jules Vernes, H.G. Wells og fleiri,“ útskýrir Ingimar. „Þar er nútíma tækni sett í umgjörð nítjándu aldar.“ Hátíðin mun því vissulega bera svip Viktoríutímans og mörk skáldskapar og raunveruleika verða óljósari en ella. „Í júní á næsta ári, nánar tiltekið helgina 27. til 30 júní mun bæjarfélagið Vesturbyggð breytast í ævintýralandið Bíldalíu. Loftskip svífa yfir og fimleikamenn sýna listir sínar. Samkoman myndi ná hámarki sínu í stórdansleik þar sem fína fólkið dansar inn í nóttina. Karlpeningurinn með pípuhatta og konurnar í síðkjólum og korselettum.“ Ásthildur Sturludóttir, bæjarstjóri Vesturbyggðar, þarf þó engar áhyggjur að hafa af þessum umskiptum sveitarfélagsins því Bíldalía þessi er tilbúið ævintýraland sem Ingimar gerði að umfjöllunarefni í bók sinni Bildalian Chronicles sem hann gaf út á vormánuðum. Í þessu landi koma margir heimar saman og yfirskilvitleg fyrirbrygði eru daglegt brauð. Ingimar segir að á hátíðinni sé stefnt að því að fá listamenn frá Evrópu og Bandaríkjunum sem halda muni leiksýningar, listsýningar og samkomur. Þetta er þó ekki vandalaust. „Ég leitaði til loftskipafyrirtækis sem hvað næst er og fékk það svar að það kosti 110 milljónir af fá loftskip til Íslands í einn dag þannig að ég geri fastlega ráð fyrir því að ég leita annarra leiða. En ég hef fengið vilyrði frá nokkrum listamönnum erlendis frá en nú vantar fjármagn til að koma þeim hingað með tækin sín. Annars er það stemmningin sem skipar mestan sess í þessu svo ef það er vilji þá er vegur.“ Ingimar virðist kunna vel við sig á mörkum þess yfirskilvitlega og þess raunverulega því hann tekur nú á móti gestum á Skrímslasetrinu á Bíldudal og fræðir þá um efni sem mestu raunsæismenn eiga örugglega erfitt með að kvitta uppá.
Mest lesið Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Innlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Innlent Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Innlent Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Erlent Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Erlent Fleiri fréttir Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Sjá meira