Innlent

Kópavogur biðji Smartbíla afsökunar

Valur Grettisson skrifar
Smartbílar eru ósáttir við félagsmálaráð Kópavogs. Athugið að myndin tengist ekki fréttinni beint.
Smartbílar eru ósáttir við félagsmálaráð Kópavogs. Athugið að myndin tengist ekki fréttinni beint. Fréttablaðið/Anton
Lögmaður eiganda Smartbíla krefst þess að félagsmálaráð Kópavogsbæjar biðjist afsökunar á athugasemd sem birtist í fundargerð nefndarinnar 4. júní síðastliðinn og varðaði meint kynferðisbrot starfsmanns fyrirtækisins gagnvart fatlaðri konu.

thugasemdin hljóðaði svona: „Félagsmálaráð gerir alvarlega athugasemd við vinnubrögð fyrirtækisins Smartbíla ehf. og telur að það hafi sýnt alvarlega vanrækslu þegar bílstjóri á þess vegum var áfram látinn sinna akstri þrátt fyrir að tilkynnt hefði verið um meint brot hans gegn öðrum notanda.“

Í erindi lögmanns Smartbíla eru bæjaryfirvöld meðal annars harðlega gagnrýnd fyrir að hafa ekki upplýst fyrirtækið um meint brot starfsmannsins þegar þau komu upp og þar af leiðandi ók hann áfram í nokkra daga eftir að málið hafði verið kært.

Í svari lögmanns bæjarins segir að lögreglan hafi farið þess sérstaklega á leit að viðkomandi yrði ekki upplýstur um málið. Rannsókn málsins er á lokastigi samkvæmt upplýsingum lögreglu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×