Tugir þýðenda missa vinnuna vegna verkefnaskorts í utanríkisráðuneytinu Lovísa Eiríksdóttir skrifar 23. ágúst 2013 07:00 Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra segir að það þurfi að fækka starfsmönnum Þýðingarmiðstöðvar ráðuneytisins. Fréttablaðið/Stefán Starfsfólki á vegum utanríkisráðuneytisins mun fækka umtalsvert á næstu misserum vegna hlés á aðildarviðræðum við Evrópusambandið. Utanríkisráðherra segir ljóst að færa verði rekstrarumfang Þýðingarmiðstöðvar aftur að því sem áður var. „Við, líkt og önnur ráðuneyti, stöndum frammi fyrir því að þurfa að hagræða í rekstri á komandi ári. Í því felst að fækka verður starfsfólki Þýðingarmiðstöðvarinnar að virtu því hléi sem orðið er á aðildarviðræðum við Evrópusambandið,“ segir Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra um áætlaða fækkun starfsfólks á vegum utanríkisráðuneytisins. Í ráðuneytinu starfa um 48 fastráðnir starfsmenn hjá Þýðingarmiðstöð. Ekki er ljóst hversu margir af þeim munu þurfa að láta af störfum en þau svör bárust frá ráðuneytinu að færa þyrfti rekstrarumfang Þýðingarmiðstöðvarinnar aftur að því sem áður var. Samkvæmt þeim upplýsingum verður um 22 starfsmönnum sagt upp, en 26 manns störfuðu við þýðingar hjá ráðuneytinu áður en ráðist var í aðildarviðræður. „Nú er unnið að endurskipulagningu verkefna ráðuneytisins, enda hefur utanríkisráðherra lýst því yfir að auka eigi áherslu á málaflokka á borð við norðurslóðamál, fríverslunarsamninga og EES-mál,“ segir Urður Gunnarsdóttir.Urður Gunnarsdóttir, fjölmiðlafulltrúi utanríkisráðuneytisins, segir tíu starfsmenn þegar vera hætta. Nú þegar hafa tíu starfsmenn ráðuneytisins látið af störfum vegna breytinganna. Um er að ræða tvo sérfræðinga og átta starfsnema sem ráðnir voru sérstaklega til þess að vinna að verkefnum sem varða aðildarviðræðurnar. „Þessir aðilar voru ráðnir tímabundið til þess að vinna að verkefnum tengdum Evrópusambandinu og runnu samningar þeirra út um mitt árið,“ segir Urður Gunnarsdóttir, fjölmiðlafulltrúi utanríkisráðuneytisins. Einnig var verktökum sem unnu við þýðingar á textum sem tengjast samningaviðræðum og Evrópusambandslöggjöf tilkynnt í júní á þessu ári að ekki yrði fleiri verkefni að fá hjá ráðuneytinu. Meðal þeirra voru níu þýðendur sem störfuðu hjá fyrirtækinu Sagnabrunni ehf. á Seyðisfirði, sem nú eru verkefnalausir samkvæmt heimildum Fréttablaðsins. Mest lesið Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Innlent Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Innlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Erlent Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Innlent Íslendingur lést vegna hitaslags Innlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Selenskí mun funda með Trump Erlent Fleiri fréttir Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Íslendingur lést vegna hitaslags Ókeypis veðmálasíður „ekki eins og áfengislaus bjór“ „Staðan er alvarleg en við vitum ekki hversu alvarleg hún er“ Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Stuð og stemning á fjölskyldudögum í Vogum Fagna sekt vegna veðmálaauglýsinga og tjón eftir vatnsveður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Fíkniefnarannsókn á Raufarhöfn „langt frá því að vera lokið“ Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Segir undirverktaka ekki hafa látið vita af gatinu „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Pólitískur refur og samningamaður mætast „Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur“ Spá því að vextir muni ekki lækka frekar á árinu Kynferðisbrot gegn barni til rannsóknar, leiðtogafundur og eldislax Sjá meira
Starfsfólki á vegum utanríkisráðuneytisins mun fækka umtalsvert á næstu misserum vegna hlés á aðildarviðræðum við Evrópusambandið. Utanríkisráðherra segir ljóst að færa verði rekstrarumfang Þýðingarmiðstöðvar aftur að því sem áður var. „Við, líkt og önnur ráðuneyti, stöndum frammi fyrir því að þurfa að hagræða í rekstri á komandi ári. Í því felst að fækka verður starfsfólki Þýðingarmiðstöðvarinnar að virtu því hléi sem orðið er á aðildarviðræðum við Evrópusambandið,“ segir Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra um áætlaða fækkun starfsfólks á vegum utanríkisráðuneytisins. Í ráðuneytinu starfa um 48 fastráðnir starfsmenn hjá Þýðingarmiðstöð. Ekki er ljóst hversu margir af þeim munu þurfa að láta af störfum en þau svör bárust frá ráðuneytinu að færa þyrfti rekstrarumfang Þýðingarmiðstöðvarinnar aftur að því sem áður var. Samkvæmt þeim upplýsingum verður um 22 starfsmönnum sagt upp, en 26 manns störfuðu við þýðingar hjá ráðuneytinu áður en ráðist var í aðildarviðræður. „Nú er unnið að endurskipulagningu verkefna ráðuneytisins, enda hefur utanríkisráðherra lýst því yfir að auka eigi áherslu á málaflokka á borð við norðurslóðamál, fríverslunarsamninga og EES-mál,“ segir Urður Gunnarsdóttir.Urður Gunnarsdóttir, fjölmiðlafulltrúi utanríkisráðuneytisins, segir tíu starfsmenn þegar vera hætta. Nú þegar hafa tíu starfsmenn ráðuneytisins látið af störfum vegna breytinganna. Um er að ræða tvo sérfræðinga og átta starfsnema sem ráðnir voru sérstaklega til þess að vinna að verkefnum sem varða aðildarviðræðurnar. „Þessir aðilar voru ráðnir tímabundið til þess að vinna að verkefnum tengdum Evrópusambandinu og runnu samningar þeirra út um mitt árið,“ segir Urður Gunnarsdóttir, fjölmiðlafulltrúi utanríkisráðuneytisins. Einnig var verktökum sem unnu við þýðingar á textum sem tengjast samningaviðræðum og Evrópusambandslöggjöf tilkynnt í júní á þessu ári að ekki yrði fleiri verkefni að fá hjá ráðuneytinu. Meðal þeirra voru níu þýðendur sem störfuðu hjá fyrirtækinu Sagnabrunni ehf. á Seyðisfirði, sem nú eru verkefnalausir samkvæmt heimildum Fréttablaðsins.
Mest lesið Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Innlent Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Innlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Erlent Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Innlent Íslendingur lést vegna hitaslags Innlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Selenskí mun funda með Trump Erlent Fleiri fréttir Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Íslendingur lést vegna hitaslags Ókeypis veðmálasíður „ekki eins og áfengislaus bjór“ „Staðan er alvarleg en við vitum ekki hversu alvarleg hún er“ Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Stuð og stemning á fjölskyldudögum í Vogum Fagna sekt vegna veðmálaauglýsinga og tjón eftir vatnsveður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Fíkniefnarannsókn á Raufarhöfn „langt frá því að vera lokið“ Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Segir undirverktaka ekki hafa látið vita af gatinu „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Pólitískur refur og samningamaður mætast „Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur“ Spá því að vextir muni ekki lækka frekar á árinu Kynferðisbrot gegn barni til rannsóknar, leiðtogafundur og eldislax Sjá meira