Færri geta lesið sér til gagns Óli Kristján Ármannsson skrifar 23. ágúst 2013 07:00 Skólahald hófst víðast hvar í grunnskólum í gær. Hér hlýða nemendur í Hlíðaskóla, ásamt foreldrum, á umsjónarkennara. Fréttablaðið/GVA Niðurstaða lesskimunar meðal nemenda í öðrum bekk grunnskóla Reykjavíkur síðasta vor var sú lakasta frá árinu 2005. Niðurstöðurnar sýna að einungis 63 prósent sjö ára barna gátu lesið sér til gagns. Árið áður var hlutfallið 69 prósent og hafði þróunin heldur verið upp á. Lökust var niðurstaðan 2005 að afloknu kennaraverkfalli, þegar 60 prósent gátu lesið sér til gagns. Töluverður munur er á piltum og stúlkum. 67 prósent stúlkna gátu í vor lesið sér til gagns en bara 59 prósent drengja. Tveir af hverjum fimm sjö ára drengjum í grunnskólum Reykjavíkur eru ófærir um að lesa sér til gagns, þótt þeir kunni að vera læsir eða geti stautað sig frá orði til orðs. Þá kemur fram að mikill munur getur verið á milli skóla. Þannig getur frá 20 og upp í 25 prósent nemenda lesið sér til gagns í þeim þremur skólum þar sem staðan er verst. Í skólanum þar sem börnin stóðu best gátu 94 prósent lesið sér til gagns. Fjallað var um skimunina á fundi Skóla- og frístundaráðs Reykjavíkur í gær. Í bókun lýsir ráðið yfir áhyggjum. „Mikilvægt er að fagskrifstofa sviðsins skoði vel með skólunum hvaða orsakir gætu legið hér að baki og hvað er til úrbóta,“ segir þar.Kjartan MagnússonOddný Sturludóttir, formaður Skóla- og frístundaráðs, áréttar þó að ávallt hafi verið sveiflur í lesskimun og að tilgangur hennar sé fyrst og fremst að finna börn sem þurfa á auknum stuðningi að halda í námi sínu. „Mikilvægast er að hver og einn skóli taki þessar niðurstöður og nýti til umbóta á hverjum stað,“ segir hún. Oddný segir þegar unnið að því að auka samstarf á milli leik- og grunnskóla til þess að auka samfellu í lestrarkennslu á milli skólastiga. „Svo er þáttur heimilanna náttúrlega ótrúlega stór,“ segir Oddný. Börnin þurfi bæði stuðning og fyrirmyndir heima fyrir. Um leið segir Oddný mikilvægt að skólarnir líti á skimanir sem þessa sem umbótatæki en ekki sem áfellisdóm. Margvíslegar ástæður geti legið að baki misjöfnum niðurstöðum á hverjum stað. „Og það er svo sem engin sérstök fylgni sem við sjáum í sveiflunni milli ára, þarna eru ofarlega skólar sem voru neðarlega í fyrra og öfugt.“Á fundi Skóla- og frístundaráðs var jafnframt samþykkt tillaga sem Kjartan Magnússon, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokks, lagði fram fyrir hönd síns flokks og Vinstri grænna um að skólastjórum verði falið að kynna niðurstöður lesskimunarinnar bæði fyrir nemendum og foreldrum. Tillagan var samþykkt einróma. Kjartan segir vonir standa til þess að þótt ekki sé skemmtilegt fyrir skólastjóra að kynna laka niðurstöðu þá standi vonir til þess að með slíkum upplýsingum geti orðið til gagnrýnið samtal. „Slík skoðanaskipti geta verið uppbyggileg og hvetjandi á hverjum stað, bæði fyrir skólann og foreldra,“ segir hann. Allur gangur hafi hins vegar verið á því hvernig skólar hafi kynnt foreldrum niðurstöður lesskimunarinnar.. Mest lesið Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ Innlent Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Innlent Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Innlent Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Innlent Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Innlent Fleiri fréttir Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Sjá meira
Niðurstaða lesskimunar meðal nemenda í öðrum bekk grunnskóla Reykjavíkur síðasta vor var sú lakasta frá árinu 2005. Niðurstöðurnar sýna að einungis 63 prósent sjö ára barna gátu lesið sér til gagns. Árið áður var hlutfallið 69 prósent og hafði þróunin heldur verið upp á. Lökust var niðurstaðan 2005 að afloknu kennaraverkfalli, þegar 60 prósent gátu lesið sér til gagns. Töluverður munur er á piltum og stúlkum. 67 prósent stúlkna gátu í vor lesið sér til gagns en bara 59 prósent drengja. Tveir af hverjum fimm sjö ára drengjum í grunnskólum Reykjavíkur eru ófærir um að lesa sér til gagns, þótt þeir kunni að vera læsir eða geti stautað sig frá orði til orðs. Þá kemur fram að mikill munur getur verið á milli skóla. Þannig getur frá 20 og upp í 25 prósent nemenda lesið sér til gagns í þeim þremur skólum þar sem staðan er verst. Í skólanum þar sem börnin stóðu best gátu 94 prósent lesið sér til gagns. Fjallað var um skimunina á fundi Skóla- og frístundaráðs Reykjavíkur í gær. Í bókun lýsir ráðið yfir áhyggjum. „Mikilvægt er að fagskrifstofa sviðsins skoði vel með skólunum hvaða orsakir gætu legið hér að baki og hvað er til úrbóta,“ segir þar.Kjartan MagnússonOddný Sturludóttir, formaður Skóla- og frístundaráðs, áréttar þó að ávallt hafi verið sveiflur í lesskimun og að tilgangur hennar sé fyrst og fremst að finna börn sem þurfa á auknum stuðningi að halda í námi sínu. „Mikilvægast er að hver og einn skóli taki þessar niðurstöður og nýti til umbóta á hverjum stað,“ segir hún. Oddný segir þegar unnið að því að auka samstarf á milli leik- og grunnskóla til þess að auka samfellu í lestrarkennslu á milli skólastiga. „Svo er þáttur heimilanna náttúrlega ótrúlega stór,“ segir Oddný. Börnin þurfi bæði stuðning og fyrirmyndir heima fyrir. Um leið segir Oddný mikilvægt að skólarnir líti á skimanir sem þessa sem umbótatæki en ekki sem áfellisdóm. Margvíslegar ástæður geti legið að baki misjöfnum niðurstöðum á hverjum stað. „Og það er svo sem engin sérstök fylgni sem við sjáum í sveiflunni milli ára, þarna eru ofarlega skólar sem voru neðarlega í fyrra og öfugt.“Á fundi Skóla- og frístundaráðs var jafnframt samþykkt tillaga sem Kjartan Magnússon, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokks, lagði fram fyrir hönd síns flokks og Vinstri grænna um að skólastjórum verði falið að kynna niðurstöður lesskimunarinnar bæði fyrir nemendum og foreldrum. Tillagan var samþykkt einróma. Kjartan segir vonir standa til þess að þótt ekki sé skemmtilegt fyrir skólastjóra að kynna laka niðurstöðu þá standi vonir til þess að með slíkum upplýsingum geti orðið til gagnrýnið samtal. „Slík skoðanaskipti geta verið uppbyggileg og hvetjandi á hverjum stað, bæði fyrir skólann og foreldra,“ segir hann. Allur gangur hafi hins vegar verið á því hvernig skólar hafi kynnt foreldrum niðurstöður lesskimunarinnar..
Mest lesið Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ Innlent Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Innlent Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Innlent Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Innlent Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Innlent Fleiri fréttir Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Sjá meira