Fleiri fréttir

Brottnumda telpan sögð einstök hetja

Stúlkan sem numin var á brott gat greint skilmerkilega frá atburðum í skýrslutöku. Fulltrúi réttargæslumanns segir líðan hennar eftir atvikum. Lýsing á bíl hins grunaða og útliti svipar til annarra mála segir yfirmaður kynferðisbrotadeildar.

Ræktendur þurfa að passa sig á hvítum lit

Hvítum lit á feld hunda geta fylgt alvarleg vandamál. Í grein um ræktun íslenska fjárhundsins í nýjasta tölublaði Sáms, blaðs Hundaræktarfélags Íslands, er sérstaklega varað við því að hvítur litur verði ríkjandi á hundi, að minnsta kosti helmingur hundsins ætti að hafa lit.

Fengu gallaðar pípur frá Kína

Tafir urðu á endurbótum á lofthreinsibúnaði álversins í Straumsvík þar sem pípur sem álverið hafði pantað frá Kína reyndust gallaðar þegar þær komu til landsins. „Málningunni á talsverðum hluta af þeim búnaði sem fer í loftræstistöðvarnar var ábótavant. Við þurftum því að láta endurmála búnaðinn hér heima,“ segir Ólafur Teitur Guðnason, framkvæmdastjóri samskiptasviðs Alcan á íslandi.

Plaggið verður ekki misskilið

Stefnuyfirlýsing nýrrar ríkisstjórnar Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks einkennist af því að helstu áherslur beggja flokka fá að njóta sín; skuldaniðurfelling Framsóknar og skattabreytingar Sjálfstæðisflokksins. Ekkert kemur sérstaklega á óvart þegar á heildina er litið.

Aldrei sneggri við andlitságræðslu

33 ára gamall Pólverji fékk grætt á sig nýtt andlit aðeins þremur vikum eftir að hann lenti í alvarlegu vinnuslysi sem eyðilagði andlit hans. Aldrei mun hafa liðið svo skammur tími milli slyss og ágræðslu á andliti. Venjulega tekur mánuði eða ár að undirbúa svo umfangsmiklar aðgerðir eins og andlitságræðslu.

Réttarhöld yfir skipstjóra hefjast í júlí

Skipstjóri Costa Concordia skemmtiferðaskipsins, sem strandaði við eyjuna Giglio við Ítalíustrendur í byrjun síðasta árs, verður sóttur til saka fyrir manndráp, að valda strandinu og að hafa yfirgefið skipið á meðan farþegar og starfsfólk var þar enn. Dómari samþykkti þessa kröfu saksóknara í málinu í gær, en verjandi mannsins vildi semja án réttarhalda.

Sigmundur Davíð: "Það liggur á að klára þessi mál“

Ráðherraskipan Framsóknarflokksins var samþykkt einróma á þingflokksfundi nú í kvöld. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, verðandi forsætisráðherra, sagði eftir fundinn að það að lægi á að ráðast í leiðréttingu á verðtryggðum húsnæðislánum.

Misjöfn viðbrögð við nýrri ríkisstjórn

Viðbrögð við nýrri ríkisstjórn Framsóknarflokksins, ráðherraskipan og stjórnarsáttmála eru blendin. Stjórnarsáttmálinn var kynntur í Héraðsskólanum að Laugarvatni og í kvöld kom í ljós hverjir verða ráðherra í nýrri ríkisstjórn sem tekur við á Bessastöðum á morgun. Á netinu tjá menn sig um atburði dagsins með ýmsum hætti:

Nýir ráðherrar Sjálfstæðisflokksins spenntir og þakklátir

Kristján Þór Júlíusson þingmaður Sjálfstæðisflokksins og verðandi heilbrigðisráðherra sagðist stoltur af því að takast á við þetta ögrandi verkefni sem ráðuneytið er, eftir að þingflokksfundi Sjálfstæðismanna lauk nú í kvöld.

Hanna Birna: Stefnan að jafna hlut kynjanna

"Ég er þakklát að mér hafi verið treyst fyrir þessu,“ sagði Hanna Birna Kristjánsdóttir eftir að þingflokksfundi Sjálfstæðisflokksins lauk í kvöld en hún verður nýr innanríkisráðherra þegar ríkisstjórn Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokksins taka við á morgun.

„Komast færri að en vilja“

Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins tilkynnti hina nýju ráðherra ríkistjórnarflokksins að loknum þingflokksfundi Sjálfstæðismanna í Valhöll í kvöld.

Tveir menn handteknir eftir hrottalega sveðjuárás úti á götu

Tveir karlmenn hafa verið handteknir eftir sveðjuárás í suðaustur hluta Lundúna í dag en mennirnir myrtu mann á götu úti en samkvæmt BBC er talið að fórnarlambið sé breskur hermaður. Haft er eftir David Cameron, forsætisráðherra Bretlands að vísbendingar bendi til þess að um hryðjuverkaárás sé að ræða.

Þessir verða ráðherrar fyrir Sjálfstæðisflokkinn

Búið er að tilkynna þingmönnum Sjálfstæðisflokksins hvernig ráðherraskipan verður. Þannig verður Hanna Birna Kristjánsdóttir, varaformaður flokksins, innanríkisráðherra. Illugi Gunnarsson verður menntamálaráðherra.

Sigurður áminntur fyrir hótanir

Lögmaðurinn Sigurður G. Guðjónsson hefur verið áminntur af Lögmannafélagi Íslands fyrir að hafa brotið gróflega gegn siðareglum félagsins með framkomu sinni í garð lögmanna Lex lögmannsstofunnar. Um þetta upplýsti Sigurður sjálfur í dag en í bloggi sínu sem hann birti síðdegis skrifar hann að nú viti hann hvernig á að umgangast aðra lögmenn. "Ekki seinna vænna,“ bætti hann svo við.

Dansaði upp að hnjám í Héraðsskólanum

Héraðsskólinn á Laugarvatni, þar sem stjórnarsáttmálinn var undirritaður í dag, er táknmynd alþýðumenntunar Íslendinga en líka húsið þar sem Halldór Laxness skrifaði skáldsöguna Sjálfstætt fólk.

Útlit fyrir að aðeins þrjár konur sitji í nýrri ríkisstjórn

Allt lítur út fyrir að einungis þrjár konur muni setjast í níu manna ríkisstjórn Sjálfstæðis- og Framsóknarflokksins. Líklegt er talið að Kristján Þór Júlíusson oddviti Sjálfstæðisflokksins í Norðaustkjördæmi verði ekki ráðherra.

Tæpur helmingur styður næstu ríkisstjórn

Framsóknarflokkurinn fer niður fyrir 20 prósent fylgi í nýjustu könnun MMR á tímabilinu 14. til 17 maí og mælist nú með 19,9%. Flokkurinn var með 22,4% í síðustu könnun fyrirtækisins. Fylgi Sjálfstæðisflokksins mælist nú 28,4%, borið saman við 26,7% í síðustu mælingu og er á uppleið. Samanlagður stuðningur við næstu ríkisstjórn eru því rúm 48%.

Kattadauðinn er lögreglumál

Samkvæmt upplýsingum Vísis ber lögreglu að rannsaka öll mál þar sem að grunur leikur á að dýr hafi verið beitt ofbeldi. Eins og greint var frá fyrr í dag fannst köttur sjö ára gamallar telpu á hafnarsvæðinu í Bolungarvík þar sem hann virtist hafa verið skotinn til dauða.

Líkið er af Gunnari Gunnarssyni

Líkið sem fannst á Kaldbaksvík á Ströndum í síðustu viku er af Gunnari Gunnarssyni, fæddum 1962. Hann féll útbyrðis af Múlabergi SI-22 djúpt út af Húnaflóa þann 12 desember síðastliðinn. Þetta er niðurstaða kennslanefndar. Ættingum Gunnars hefur verið tilkynnt um niðurstöðuna.

Hver er Bjarni Ben?

Foreldrar Bjarna Benediktssonar segjast ekki hafa hvatt hann í pólitíska átt að neinu leiti. "Að Bjarni skildi hafa farið þessa leið kemur okkur í rauninni á óvart“, segir móðir hans.

Hver er Sigmundur Davíð?

Foreldar Sigmundar Davíðs voru ósammála um hvort sonurinn myndi feta pólitíska veginn. Faðir hans segist alla tíð hafa verið viss um það en móðirin ekki.

Köttur sjö ára stúlku fannst skotinn

Köttur sjö ára stúlku sem hafði verið týndur í þrjá daga fannst dauður á hafnarsvæðinu Bolungarvík í gær en svo virðist sem kötturinn hafi verið skotinn til dauða með byssu.

Kennsl borin á líkamsleifar

„Niðurstaða liggur fyrir um hver þetta var,“ segir Sigfús Nikulásson, sérfræðingur í meinafræði við Landspítala.

Ætla að endurskoða jafnréttismálin

"Við munum fara yfir málin og sjá með hvaða hætti var reynt að takast á við þau og endurmeta það sem ekki hefur skilað tilætluðum árangri,“ segir Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, verðandi forsætisráðherra, um jafnréttisákvæðið í stjórnarsáttmála Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks.

Sömu ósvöruðu spurningar og í kosningabaráttunni

"Það sem slær mann algjörlega við fyrstu yfirsýn er að þetta er svona nokkuð almennt orðað,“ segir Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri Grænna, um stjórnarsáttmálann sem Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins, og Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, undirrituðu á Laugarvatni í dag.

Segir stjórnarsáttmálann óraunhæfan

"Ég vil óska væntanlegri ríkisstjórn velfarnaðar í krefjandi störfum,“ segir Guðmundur Steingrímsson, formaður Bjartrar framtíðar. Hann segir að Björt framtíð muni reyna að verða að góðu liði til að framfylgja þeim þáttum í stjórnarsáttmálanum sem skipti máli. Hann sé til dæmis ánægður með áherslu á nýsköpun, skapandi greinar og uppbyggingu í atvinnulífi. Hann sé líka ánægður með áherslu á fjölbreytni í skólakerfi og fyrirhugaða vinnu gegn brottfalli. "Við munum að sjálfsögðu reyna að koma að gagni í öllum þessum verkefnum og stunda uppbyggilega gagnrýni og skýra,“ segir hann.

„Mörg orð án mikils efnis“

Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingarinnar, segir lítið um handfastar aðgerðir í stjórnarsáttmála Framsóknar- og Sjálfstæðisflokks.

Meðlimur Pussy Riot í hungurverkfall

Maria Alyokhina, einn þriggja meðlima feminísku pönkhljómsvetiarinnar Pussy Riot, hefur lýst því yfir að hún ætli að fara í hungurverkfall þar til hún fær að sitja eigin réttarhöld um mögulega reynslulausn.

Formennirnir kynna stjórnarsáttmálann

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins, og Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins héldu stutt erindi fyrir fréttamenn á fundi í Héraðsskólanum á Laugarvatni áður en þeir undirrituðu stjórnarsáttmála ríkisstjórnar flokkanna beggja. Bjart var yfir mönnum, enda veðrið með besta móti.

Krónan framtíðargjaldmiðill Íslendinga

"Krónan verður gjaldmiðill Íslendinga um fyrirsjáanlega framtíð," segir í stjórnarsáttmála Framsóknarflokksins og Sjálfstæðisflokksins sem Sigmundur Davíð Gunnlaugsson og Bjarni Benediktsson, formenn flokkanna, eru að kynna að Laugarvatni. Þar segir jafnframt að renna þurfi styrkari stoðum undir peningastefnuna með traustri hagstjórn sem taki mið af aðstæðum og hagsveiflum.

Sauðburður stendur sem hæst

Þessa dagana stendur yfir mikill annatími hjá sauðfjárbændum um land allt. Sauðburðurinn stendur sem hæst og fólk þarf að vakta kindurnar allan sólarhringinn, því ærnar þurfa í flestum tilfellum hjálp frá manninum við að bera.

Sjá næstu 50 fréttir