Innlent

Kennsl borin á líkamsleifar

Haukur Viðar Alfreðsson skrifar
Mynd/Loftmyndir

Kennsl hafa verið borin á líkamsleifar, meðal annars mannabein og tennur, sem fundust í Kaldbaksvík á Ströndum í síðustu viku.

Voru líkamsleifarnar fluttar til Reykjavíkur þar sem kennslanefnd Ríkislögreglustjóra rannsakaði þær, en það var ferðafólk sem gekk fram á þær í fjörunni.

„Niðurstaða liggur fyrir um hver þetta var,“ segir Sigfús Nikulásson, sérfræðingur í meinafræði við Landspítala, í samtali við RÚV, en hann situr í kennslanefnd. „Greiningin byggðist á tönnum sem fundust, og samanburði við tannlæknaskýrslur.“

Kennslanefnd komu saman eftir hádegi í dag, þar sem niðurstöður rannsóknarinnar voru formlega afgreiddar og að því loknu verður þeim skilað til lögreglunnar á Vestfjörðum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×