Fleiri fréttir

Köfunarslys í Silfru

Köfunarslys varð í Silfru á Þingvöllum milli fjögur og fimm í dag en björgunarsveitin Ingunn var kölluð út vegna slyssins, en um var að ræða hæsta viðbúnaðarstig vegna alvarleika málsins.

Búið að finna hvað olli banaslysi í Þjórsárdal

Bráðabirgðaniðurstöður rannsóknar vegna andláts hjóna í hjólhýsi þeirra í Þjórsárdal þann 19. maí s.l. hafa leitt í ljós að samsetning á reykröri við gasofn í innréttingu hússins var í sundur upp undir lofti þess, á bak við innréttingu. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglu.

Hefði skammast sín fyrir að þora ekki í ráðherraembætti

Steingrímur J. Sigfússon, fyrrverandi atvinnuvegaráðherra, segir að aldrei hafi annað komið til greina en að takast á við þau verkefni sem honum væri falið sem formanni annars stjórnarflokksins eftir hrun. Þetta sagði hann í samtali við útvarpsþáttinn Harmageddon á X-inu. "Ég sá aldrei eftir því og ég hefði sagt það áður að þá fyrst hefði ég skammast mín ef við hefðum runnið undan og ekki helt okkur í þetta,“ segir Steingrímur. "Þetta var erfitt og við vissum að þetta yrði erfitt,“ segir Steingrímur.

Baráttan fyrir Nasa heldur áfram

Agent Fresco, Eyþór Ingi, Friðrik Dór, GusGus, Helgi Björns og Todmobile eru meðal þeirra 200 tónlistarmanna og hljómsveita sem skora á borgarfulltrúa að hætta við fyrirhugaðar framkvæmdir við Ingólfstorg og Austurvöll sem heimila að hinn sögufrægi Nasasalur verði rifinn.

Öllum úr stórum hópi Króata synjað um hæli

Innanríkisráðuneytið, í umboði Ögmundar Jónassonar, ákvað að fresta ekki brottflutningi fólksins þrátt fyrir að niðurstaða Útlendingastofnunar um synjun hælis hefði verið kærð. Króatía verður aðili að Schengen þann 1. júlí næstkomandi.

Lögreglan á Suðurnesjum leitar að brennuvargi

Ummerki á vettvangi benda til þess að um innbrot og íkveikju hafi verið að ræða þegar eldur kom upp í vinnusal Bláfells ehf. á Suðurnesjum í vikunni. Við íkveikjuna var notaður eldfimur vökvi, sem var fyrir í húsnæðinu og var notaður við smíðar plastbáta, sem fyrirtækið annast.

36 fjármálaráðgjafar útskrifaðir

36 starfsmenn fjármálafyrirtækja útskrifuðust í gær úr námi til vottunar fjármálaráðgjafa við hátíðlega athöfn sem haldin var í Háskólanum í Reykjavík.

Karlmaður örmagnaðist á göngu um Fimmvörðuháls

Franskur karlmaður örmagnaðist á göngu yfir Fimmvörðuhálsinn rétt fyrir hádegi í morgun. Maðurinn hringdi í Neyðarlínuna eftir hjálp. Samtalið slitnaði áður en ljóst varð hvar maðurinn er staðsettur. Tilraunir til þess að reyna að ná í manninn aftur báru ekki árangur. Því var hafin leit.

Ný ríkisstjórn hóf fund klukkan 13

Ríkisstjórnarfundur hófst klukkan eitt í dag. Þetta er fyrsti fundur nýrrar ríkisstjórnar, undir forsæti Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, en venju samkvæmt er dagskrá fundarins ekki gefin upp fyrr en að loknum fundi.

„Háskólinn tekur ekki tillit til fatlaðra“

"Ég er bara alveg rosalega sorgmædd yfir þessu. Það er alltaf sagt að það eigi ekki að mismuna fötluðu fólki en ég finn mikið fyrir því í þessu tilfelli. Þetta er bara algjör skandall“, segir Steinunn Ása Þorvaldsdóttir. Steinunn hefur nú lokið hefur tveggja ára diplómanámi frá Háskóla Íslands ásamt 16 öðrum fötluðum einstaklingum. Þau fá ekki að útskrifast við hefðbunda athöfn í Laugardalshöll þann 22 júní.

Píratar kæra framkvæmd kosninga

Píratar hafa kært framkvæmd alþingiskosninga í apríl síðastliðnum. Í samantekt sem birt er á vefnum Svipan.is segir að umboðsmenn Pírata á kjörstað og í talningu hafi séð ýmislegt ábótavant við framkvæmd kosninganna.

Kennarar þurfa að sýna árangur í starfi

Mark C. Taylor vekur viðbrögð innan háskólasamfélagsins með hugmyndum sínum um að taka fyrir fastráðningar prófessora og taka upp starfssamninga til sjö ára í staðinn. Háskólastarfið er langtímastarf, segir fyrrverandi háskólarektor.

Óskýr mörk tísku og listar

Listamennirnir Andrea Maack og Huginn Þór Arason opna sýninguna Kaflaskipti á Kjarvalsstöðum á morgun. Undirbúningur verkefnisins hefur tekið rúmlega tvö ár, en verkið byggir á reynslu Andreu sem ilmvatnsframleiðanda en einnig á áhuga Hugins Þórs á að umbylta hlutverki sýningarsalsins.

Dylan 72 ára

Tónlistarmaðurinn Bob Dylan heldur í dag upp á sjötíu og tveggja ára afmæli sitt.

Feitir bílstjórar

Hefur starf manna eitthvað með þeirra vaxtalag að gera? Nýlegar rannsóknir benda til að svo sé. Ef þú ert rútubílsstjóri er einn á móti þremur að þú eigir við offituvanda að stríða.

Heimsins dýrasti fjárhundur

Heimsins dýrasti fjárhundur var sleginn á uppboði í síðustu viku og fór hann á rétt tæpar tvær milljónir króna. Hundurinn kostaði fyrrum eiganda aðeins 60 þúsund krónur.

Hommar fá inni í skátunum

Skátar í Bandaríkjunum greiddu um það atkvæði í gær og ákváðu að aflétta aldargömlu banni við því að samkynhneigðir piltar fái inngöngu í skátana, en hefðbundinn skátaaldur er 11-14 ára.

Óeirðir í Stokkhólmi

Enn geisa miklar óeirðir í Svíþjóð en þar hefur verið heitt í kolum eftir að 69 ára innflytjandi var skotinn til bana af lögreglu í Husby í síðustu viku.

Brú hrundi í Seattle

Mildi var að enginn fórst þegar brú á þjóðvegi 5 norðvestur af Seattle hrundi í gær.

Vilja breyta nýja vegstæðinu um Kjálkafjörð

Talið er að um 150 þúsund rúmmetrar af mold og grjóti hafi fallið í skriðunni sem féll þann 23 apríl, en það jafngildir fullfermi á vel á annað þúsund malarflutningabíla.

Menn moka upp karfanum

Mokveiði hefur verið hjá íslensku togurunum á karfamiðunum djúpt úti á Reykjaneshrygg og eru sumir þegar búnir með kvóta sína.

Bílaleigubílar undir smásjá

Allir bílar, sem fara frá Leifsstöð, verða stöðvaðir eftir hádegi og bílaleigubílar skoðaðir sérstaklega.

Fréttablaðs-app komið í snjalltæki

Frá og með deginum í dag mun lesendum Fréttablaðsins standa til boða að fá blaðið sent í spjaldtölvu eða snjallsíma með nýju smáforriti, svokölluðu appi. Áfram verður hægt að nálgast vefútgáfu blaðsins á visir.is eins og verið hefur frá ársbyrjun 2005.

Stöðva alla bílaleigubíla í dag

"Við ætlum að stöðva öll ökutæki sem koma frá flugstöðinni,“ segir Skúli Jónsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn á Suðurnesjum, um átak í dag þar sem kanna á ástand bílaleigubíla.

Hafna ásökunum um óheilindi í meirihluta

"Við vísum alfarið á bug þeim ásökunum Ómars Stefánssonar og Rannveigar Ásgeirsdóttur að við höfum ekki unnið af heilindum í meirihluta bæjarstjórnar Kópavogs,“ segir í yfirlýsingu Gunnars I. Birgissonar og Aðalsteins Jónssonar, tveggja af fjórum bæjarfulltrúum Sjálfstæðisflokks í Kópavogi.

Tónlistin fái sömu endurgreiðslu og bíó

Kveðið er á um það í stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnar Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks að tónlist njóti sömu hvetjandi ívilnana og kvikmyndagerð hefur gert hér á landi, það er, að hluti kostnaðar við tónlistarupptökur verði endurgreiddur. Þórir Jóhannsson, framkvæmdastjóri og annar eigenda Stúdíós Sýrlands, segir mjög jákvætt ef af því verður.

Aldrei stóð til að slá striki yfir gjaldið

Aldrei stóð til að afnema sérstakt veiðigjald með einu pennastriki í sumar, segir Sigurður Ingi Jóhannsson, nýr sjávarútvegsráðherra, spurður um fréttaflutning þess efnis, en alltaf var ljóst að því yrði breytt í grundvallaratriðum. Staðinn verður vörður um strandveiðar og fleiri byggðaleg úrræði.

Hér er örugglega skilið vel við, segir Bjarni

Valdaskipti urðu í gær þegar ný ríkisstjórn Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar tók við völdum. Sigmundur Davíð varð í gær yngsti forsætisráðherra í lýðveldissögunni, rétt rúmlega 38 ára gamall.

Sjá næstu 50 fréttir