Innlent

Hefði skammast sín fyrir að þora ekki í ráðherraembætti

Steingrímur J. Sigfússon, fyrrverandi atvinnuvegaráðherra, segir að aldrei hafi annað komið til greina en að takast á við þau verkefni sem honum væri falið sem formanni annars stjórnarflokksins eftir hrun. Þetta sagði hann í samtali við útvarpsþáttinn Harmageddon á X-inu. „Ég sá aldrei eftir því og ég hefði sagt það áður að þá fyrst hefði ég skammast mín ef við hefðum runnið undan og ekki helt okkur í þetta,“ segir Steingrímur. „Þetta var erfitt og við vissum að þetta yrði erfitt,“ segir Steingrímur.

Steingrímur segist alltaf hafa búið sig undir það að þetta yrði ekki vinsælt. „Ég ýtti því algerlega frá mér hvaða áhrif það hefði á mig eða mína framtíðarpólitísku stöðu. Landið logaði og við vorum á barmi upplausnar og þjóparbúið starfaði á barmi þess að vera gjaldþrota,“ segir hann.

Hann manar forystumenn Sjálfstæðismenn og Framsóknarreyni þeir bara að bera saman aðstæður íslands í dag og eins og hann var fyrir fjórum árum. Samanburðurinn sé að sjálfsögðu fráfarandi stjórnarflokkum í vil. „Ég myndi í þeirra stöðu fara varlega í það að tala um vondan viðskilnað,“ segir hann.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×