Innlent

Vilja breyta nýja vegstæðinu um Kjálkafjörð

Talið er að um 150 þúsund rúmmetrar af mold og grjóti hafi fallið í skriðunni sem jafngildir fullfermi á vel á annað þúsund malarflutningabíla.
Talið er að um 150 þúsund rúmmetrar af mold og grjóti hafi fallið í skriðunni sem jafngildir fullfermi á vel á annað þúsund malarflutningabíla.

Til greina kemur að breyta nýja vegstæðinu um Kjálkafjörð á sunnanverðum Vestfjörðum, til að draga úr skriðuhættu, en vegurinn var opnaður á ný í vikunni eftir lokun um síðustu helgi vegna skriðuhættu.

Hlíðarnar fyrir ofan vegstæðið á umræddum kafla verða í gjörgæslu vegagerðarinnar og verktakans, sem er að leggja nýja veginn, og verður veginum umsvifalaust lokað á ný, ef einhverjar vísbendingar sjást um frekari skriðuhættu.

Talið er að um 150 þúsund rúmmetrar af mold og grjóti hafi fallið í skriðunni sem féll þann 23 apríl, en það jafngildir fullfermi á vel á annað þúsund malarflutningabíla, og þykir mildi að engin starfsmaður verktans skuli hafa skaðast.

Vakt verður við veginn um Kjálkafjörð á Vestfjörðum  í dag en síðan lokað á miðnætti. Stefnt er að því að opna veginn aftur klukkan átta í fyrramálið komi ekkert fyrir og þá verður áfram vakt á morgun.   Þetta er vegna rigningarinnar og verða aðstæður metnar að nýju á morgun, að því er segir í tilkynningu frá Vegagerðinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×