Kennarar þurfa að sýna árangur í starfi Ólöf Skaftadóttir skrifar 24. maí 2013 12:00 Fyrrverandi rektor segir háskólastarf vera langtímastarf. „Ég veit ekki hvort hægt er að heimfæra þetta á íslenskt háskólasamfélag. Staðreyndin er sú að það mun reynast erfitt að breyta þessu, nema breytingarnar séu þeim mun róttækari. Fastráðning er nefnilega nauðsynleg til þess að menn geti helgað sig rannsóknum endanlega,“ segir Páll Skúlason, fyrrverandi rektor HÍ. „Menn geta ekki alltaf verið í skammtímaráðningu, háskólastarfið er langtímastarf og ekki alltaf pláss fyrir lausamennsku.“ Mark C. Taylor, forseti trúarbragðafræðideildar í Columbia-háskóla í New York, spurði áleitinna spurninga á fyrirlestri í Háskóla Íslands á miðvikudaginn í síðustu viku, og vakti meðal annars athygli á róttækum hugmyndum sínum hvað varðar fastráðningar prófessora í háskólum. Taylor finnst nauðsynlegt skref í að nútímavæða háskólaumhverfið að beinlínis verði tekið fyrir fastráðningar prófessora, og þess í stað komið upp kerfi þar sem sjö ára starfssamningar séu gerðir við prófessorana. Að þeim árum loknum sé svo hægt að framlengja samningana að því gefnu að báðir aðilar séu ánægðir. Þannig sé búið til umhverfi sem leiðir til nýbreytni og sköpunar; hvata til þess að þróast í starfi. Með þessu móti væri enn fremur hægt að verðlauna þá sem standa sig vel og búa til pláss fyrir ungt fólk með nýjar hugmyndir og vinnuaðferðir. Arnfríður Guðmundsdóttir, prófessor við guðfræði- og trúarbragðafræðideild HÍ, tekur að miklu leyti undir orð Taylors um fastráðningar háskólakennara. „Mér finnst það nú bara sjálfsagt að það séu skýr viðmið í háskólakennslu og gerðar kröfur, og að því leytinu tek ég undir með Taylor. En það er vissulega fylgst með okkur í starfi, þó að það sé mikilvægt að halda áfram að þróa viðmið og mælikvarða. Það er mikilvægt að sýna árangur í starfi þótt það megi deila um það hver mælanlegur árangur er í starfi – eigum við bara að fara eftir því sem er gefið út? Ég er alls ekki á því. Það er mikilvægt að finna leiðir til að mæla árangur í kennslu,“ bætir Arndís við. „En svo eru greinarnar ólíkar innbyrðis, þannig að við getum ekki notað sömu viðmið á öllum fræðasviðum. Fræðifólk á hugvísindasviði er til dæmis oft að vinna að stórum verkefnum sem taka einhver ár, svo ég noti dæmi úr eigin ranni. Samningar mega ekki vera á ársgrundvelli og Taylor er alls ekki að leggja það til. Það verða að vera skýr viðmið og ekki bara þau að þú sýnir árangur í rannsóknum í útgáfu, heldur líka í kennslu. Það hefur verið erfitt að finna mælanleg viðmið í kennslu og að því þurfum við að vinna,“ segir Arnfríður enn fremur. Mest lesið Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Erlent Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Erlent Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Innlent Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Hélt á lokuðu umslagi Innlent Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu Innlent „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Innlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Fleiri fréttir Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Hélt á lokuðu umslagi Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Uppþot og fúkyrði á þinginu og bandarískur kjarnorkukafbátur Jökulhlaupið í rénun Reyna að stilla til friðar í bakherbergjum Alþingis Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Fundu tuttugu kíló af grasi eftir húsleit í Hafnarfirði Mennirnir þrír sjáist ekki í myndefni Vara við slysahættu vegna kaldavatnsleysis Vilja herða reglur um frágang rafhlaupahjóla í Reykjavík Segir valkyrjur rangnefni og vill kalla þær skjaldmeyjar Samtal við stjórnarandstöðuna fullreynt Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? „Forsætisráðherra veit ekkert hvernig þetta hefur verið!“ „Enginn vafi á að fyrirkomulag Bílastæðasjóðs er löglegt“ Nóróveira líkleg orsök hópsýkingar á Laugarvatni „Það er orrustan um Ísland“ „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Ávarp forsætisráðherra og kjarnorkukafbátur við Grundartanga Minnihlutinn hafi lagt fram eigið veiðigjaldamál: „Þetta er skrumskæling á lýðræðinu“ Spyr hvort draga eigi valdhafa undir húsvegg og skjóta Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Jökulhlaup úr Mýrdalsjökli í Leirá Syðri og Skálm enn í gangi Sjá meira
„Ég veit ekki hvort hægt er að heimfæra þetta á íslenskt háskólasamfélag. Staðreyndin er sú að það mun reynast erfitt að breyta þessu, nema breytingarnar séu þeim mun róttækari. Fastráðning er nefnilega nauðsynleg til þess að menn geti helgað sig rannsóknum endanlega,“ segir Páll Skúlason, fyrrverandi rektor HÍ. „Menn geta ekki alltaf verið í skammtímaráðningu, háskólastarfið er langtímastarf og ekki alltaf pláss fyrir lausamennsku.“ Mark C. Taylor, forseti trúarbragðafræðideildar í Columbia-háskóla í New York, spurði áleitinna spurninga á fyrirlestri í Háskóla Íslands á miðvikudaginn í síðustu viku, og vakti meðal annars athygli á róttækum hugmyndum sínum hvað varðar fastráðningar prófessora í háskólum. Taylor finnst nauðsynlegt skref í að nútímavæða háskólaumhverfið að beinlínis verði tekið fyrir fastráðningar prófessora, og þess í stað komið upp kerfi þar sem sjö ára starfssamningar séu gerðir við prófessorana. Að þeim árum loknum sé svo hægt að framlengja samningana að því gefnu að báðir aðilar séu ánægðir. Þannig sé búið til umhverfi sem leiðir til nýbreytni og sköpunar; hvata til þess að þróast í starfi. Með þessu móti væri enn fremur hægt að verðlauna þá sem standa sig vel og búa til pláss fyrir ungt fólk með nýjar hugmyndir og vinnuaðferðir. Arnfríður Guðmundsdóttir, prófessor við guðfræði- og trúarbragðafræðideild HÍ, tekur að miklu leyti undir orð Taylors um fastráðningar háskólakennara. „Mér finnst það nú bara sjálfsagt að það séu skýr viðmið í háskólakennslu og gerðar kröfur, og að því leytinu tek ég undir með Taylor. En það er vissulega fylgst með okkur í starfi, þó að það sé mikilvægt að halda áfram að þróa viðmið og mælikvarða. Það er mikilvægt að sýna árangur í starfi þótt það megi deila um það hver mælanlegur árangur er í starfi – eigum við bara að fara eftir því sem er gefið út? Ég er alls ekki á því. Það er mikilvægt að finna leiðir til að mæla árangur í kennslu,“ bætir Arndís við. „En svo eru greinarnar ólíkar innbyrðis, þannig að við getum ekki notað sömu viðmið á öllum fræðasviðum. Fræðifólk á hugvísindasviði er til dæmis oft að vinna að stórum verkefnum sem taka einhver ár, svo ég noti dæmi úr eigin ranni. Samningar mega ekki vera á ársgrundvelli og Taylor er alls ekki að leggja það til. Það verða að vera skýr viðmið og ekki bara þau að þú sýnir árangur í rannsóknum í útgáfu, heldur líka í kennslu. Það hefur verið erfitt að finna mælanleg viðmið í kennslu og að því þurfum við að vinna,“ segir Arnfríður enn fremur.
Mest lesið Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Erlent Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Erlent Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Innlent Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Hélt á lokuðu umslagi Innlent Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu Innlent „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Innlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Fleiri fréttir Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Hélt á lokuðu umslagi Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Uppþot og fúkyrði á þinginu og bandarískur kjarnorkukafbátur Jökulhlaupið í rénun Reyna að stilla til friðar í bakherbergjum Alþingis Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Fundu tuttugu kíló af grasi eftir húsleit í Hafnarfirði Mennirnir þrír sjáist ekki í myndefni Vara við slysahættu vegna kaldavatnsleysis Vilja herða reglur um frágang rafhlaupahjóla í Reykjavík Segir valkyrjur rangnefni og vill kalla þær skjaldmeyjar Samtal við stjórnarandstöðuna fullreynt Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? „Forsætisráðherra veit ekkert hvernig þetta hefur verið!“ „Enginn vafi á að fyrirkomulag Bílastæðasjóðs er löglegt“ Nóróveira líkleg orsök hópsýkingar á Laugarvatni „Það er orrustan um Ísland“ „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Ávarp forsætisráðherra og kjarnorkukafbátur við Grundartanga Minnihlutinn hafi lagt fram eigið veiðigjaldamál: „Þetta er skrumskæling á lýðræðinu“ Spyr hvort draga eigi valdhafa undir húsvegg og skjóta Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Jökulhlaup úr Mýrdalsjökli í Leirá Syðri og Skálm enn í gangi Sjá meira