Óskýr mörk tísku og listar Þórhildur Þorkelsdóttir skrifar 24. maí 2013 10:59 Andrea Maack og Huginn Þór Arason tvinna saman listform í verkinu Kaflaskipti. Sýningin opnar í Hafnarhúsinu kl 16 á morgun. MYND/LISTAHÁTÍÐ Listamennirnir Andrea Maack og Huginn Þór Arason opna sýninguna Kaflaskipti í Hafnarhúsinu á morgun. Undirbúningur verkefnisins hefur tekið rúmlega tvö ár. Verkið byggir á reynslu Andreu sem ilmvatnsframleiðanda en einnig á áhuga Hugins Þórs á að umbylta hlutverki sýningarsalsins. Andrea segir verkið byggja á óskýrum mörkum tísku og listar, en tískan er persónulegt áhugamál þeirra beggja. „Í sýningarsalnum verður hálfgerður tískusýningarpallur og svokallaðir „goodie bags“ eins og oft eru í boði á tískusýningum. Fólk fær þó ekki að taka þá með sér í þetta skiptið heldur eru þeir hluti af innsetningunni. Hugmyndin kviknaði á Marc Jacobs tískusýningu „Við fengum hugmyndina þegar Marc Jacobs notaði sólina hans Ólafs Elíassonar á tískusýningu fyrir einhverjum árum og tvinnaði listaverkinu þannig saman við tískupallana. Við tókum hugmyndina og snérum henni við, settum tískuna inn í sýningarsalinn.“ Andrea er viss um að mörk tísku og listar verði enn óskýrari í komandi framtíð. „Verkið er okkar framtíðarsýn. Það er algjörlega í takt við það sem er að gerast í tískuheiminum erlendis. Framtíð listarinnar liggur á sýningarpöllum og verslunarútstillingum. Ólafur Elíasson hefur til dæmis hannað útstillingu í glugga fyrir Louis Vuitton.“ 50 sérhannaðir ilmir frá Frakklandi Sýningarsalurinn í Hafnarhúsinu mun anga af 50 áður óþekktum ilmum sem voru sérstaklega hannaðir fyrir verkið af mismunandi ilmvatnsframleiðendum í Frakklandi. Lyktirnar verða í handgerðum pappírsskúlptúrum og blandast svo saman í loftinu. Sýningargesturinn finnur því mismunandi lyktir eftir því hvar í sýningarsalnum hann er staddur. Andrea er spennt fyrir opnuninni. „Þetta er alveg ótrúlega skemmtilegt verkefni þó að fæðingin hafi vissulega verið löng. Ilmvötnin mín byrjuðu í listinni svo þetta er í raun komið í heilan hring hjá mér.“ Kaflaskipti opnar kl 16 á morgun og eru allir velkomnir. Andrea Maack að verki. Mest lesið Davos-vaktin: Útilokar að beita hervaldi á Grænlandi en krefst viðræðna Erlent Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Innlent Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Innlent Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara Innlent „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Innlent Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Erlent Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Erlent Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Innlent Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Eldræða Carney: „Ef þú ert ekki við borðið þá ertu á matseðlinum“ Erlent Fleiri fréttir Segir gagnrýni minnihlutans til þess gerða að dreifa athygli Nú má heita Friðálv Gletting Lucíuson Náðu sex byssum úr byssuskáp á Akureyri Parísarheimsókn fjárlaganefndar „mjög fróðleg“ Með 29 kíló af maríjúana í töskunum Brúnni yfir Helluvatn lokað í fimm vikur Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Milljarða útspil meirihlutans „fullkomlega ábyrgðarlaust“ og lykti af prófkjörsbaráttu Ákærður fyrir nauðgun á nýársdag Markverð tíðindi í nýrri Maskínukönnun um fylgið á landsvísu Hátt í tíu þúsund manns án atvinnu í desember Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Annasamasti dagur á bráðamóttöku í lækna minnum Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Gríðarleg fjölgun hótana og dæmi um að setið sé fyrir lögreglumönnum Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Ofbeldi gegn lögreglumönnum magnast og baráttan hafin um Framsókn Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Brynjar skýtur föstum skotum á Flokk fólksins „Fyrsta ár ríkisstjórnarinnar hefur mistekist“ Magnús Eiríksson borinn til grafar Sjá meira
Listamennirnir Andrea Maack og Huginn Þór Arason opna sýninguna Kaflaskipti í Hafnarhúsinu á morgun. Undirbúningur verkefnisins hefur tekið rúmlega tvö ár. Verkið byggir á reynslu Andreu sem ilmvatnsframleiðanda en einnig á áhuga Hugins Þórs á að umbylta hlutverki sýningarsalsins. Andrea segir verkið byggja á óskýrum mörkum tísku og listar, en tískan er persónulegt áhugamál þeirra beggja. „Í sýningarsalnum verður hálfgerður tískusýningarpallur og svokallaðir „goodie bags“ eins og oft eru í boði á tískusýningum. Fólk fær þó ekki að taka þá með sér í þetta skiptið heldur eru þeir hluti af innsetningunni. Hugmyndin kviknaði á Marc Jacobs tískusýningu „Við fengum hugmyndina þegar Marc Jacobs notaði sólina hans Ólafs Elíassonar á tískusýningu fyrir einhverjum árum og tvinnaði listaverkinu þannig saman við tískupallana. Við tókum hugmyndina og snérum henni við, settum tískuna inn í sýningarsalinn.“ Andrea er viss um að mörk tísku og listar verði enn óskýrari í komandi framtíð. „Verkið er okkar framtíðarsýn. Það er algjörlega í takt við það sem er að gerast í tískuheiminum erlendis. Framtíð listarinnar liggur á sýningarpöllum og verslunarútstillingum. Ólafur Elíasson hefur til dæmis hannað útstillingu í glugga fyrir Louis Vuitton.“ 50 sérhannaðir ilmir frá Frakklandi Sýningarsalurinn í Hafnarhúsinu mun anga af 50 áður óþekktum ilmum sem voru sérstaklega hannaðir fyrir verkið af mismunandi ilmvatnsframleiðendum í Frakklandi. Lyktirnar verða í handgerðum pappírsskúlptúrum og blandast svo saman í loftinu. Sýningargesturinn finnur því mismunandi lyktir eftir því hvar í sýningarsalnum hann er staddur. Andrea er spennt fyrir opnuninni. „Þetta er alveg ótrúlega skemmtilegt verkefni þó að fæðingin hafi vissulega verið löng. Ilmvötnin mín byrjuðu í listinni svo þetta er í raun komið í heilan hring hjá mér.“ Kaflaskipti opnar kl 16 á morgun og eru allir velkomnir. Andrea Maack að verki.
Mest lesið Davos-vaktin: Útilokar að beita hervaldi á Grænlandi en krefst viðræðna Erlent Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Innlent Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Innlent Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara Innlent „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Innlent Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Erlent Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Erlent Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Innlent Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Eldræða Carney: „Ef þú ert ekki við borðið þá ertu á matseðlinum“ Erlent Fleiri fréttir Segir gagnrýni minnihlutans til þess gerða að dreifa athygli Nú má heita Friðálv Gletting Lucíuson Náðu sex byssum úr byssuskáp á Akureyri Parísarheimsókn fjárlaganefndar „mjög fróðleg“ Með 29 kíló af maríjúana í töskunum Brúnni yfir Helluvatn lokað í fimm vikur Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Milljarða útspil meirihlutans „fullkomlega ábyrgðarlaust“ og lykti af prófkjörsbaráttu Ákærður fyrir nauðgun á nýársdag Markverð tíðindi í nýrri Maskínukönnun um fylgið á landsvísu Hátt í tíu þúsund manns án atvinnu í desember Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Annasamasti dagur á bráðamóttöku í lækna minnum Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Gríðarleg fjölgun hótana og dæmi um að setið sé fyrir lögreglumönnum Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Ofbeldi gegn lögreglumönnum magnast og baráttan hafin um Framsókn Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Brynjar skýtur föstum skotum á Flokk fólksins „Fyrsta ár ríkisstjórnarinnar hefur mistekist“ Magnús Eiríksson borinn til grafar Sjá meira