Hafna ásökunum um óheilindi í meirihluta Garðar Örn Úlfarsson skrifar 24. maí 2013 06:00 Gunnar I. Birgisson „Við vísum alfarið á bug þeim ásökunum Ómars Stefánssonar og Rannveigar Ásgeirsdóttur að við höfum ekki unnið af heilindum í meirihluta bæjarstjórnar Kópavogs,“ segir í yfirlýsingu Gunnars I. Birgissonar og Aðalsteins Jónssonar, tveggja af fjórum bæjarfulltrúum Sjálfstæðisflokks í Kópavogi. Ómar og Rannveig eru bæjarfulltrúar Framsóknarflokks og Y-lista sem eiga í meirihlutasamstarfi við sjálfstæðismenn. Í Fréttablaðinu á miðvikudag gagnrýndu þau framgöngu Gunnars og Aðalsteins við meðferð á aðalskipulagi. Kölluðu þau eftir breyttu vinnulagi fyrir áframhaldandi meirihlutasamstarf. Gunnar og Aðalsteinn segjast ekki hafa farið gegn neinni stefnu meirihlutans heldur samþykkt í bæjarstjórn tillögu minnihlutans um frestun afgreiðslu aðalskipulagsins til að fá lögfræðiálit svo tryggt væri að Kópavogsbær skapaði sér ekki skaðabótaskyldu. „Þetta er iðulega gert leiki vafi á lögmæti aðgerða, oft í mun veigaminni málum en þessum,“ segir í yfirlýsingu þeirra. Þá segjast Gunnar og Aðalsteinn jafnframt leggjast gegn því að fellt verði út gildandi deiliskipulag í svokölluðum Stórabási. Þar sé um mikla fjárhagslega hagsmuni bæjarsjóðs að tefla. „Þar munum við ekki láta þrýsting sérhagsmunahópa hafa áhrif á afstöðu okkar. Sú afstaða okkar hefur alltaf legið klár fyrir innan meirihlutans og átti ekki að koma neinum á óvart,“ segja Gunnar og Aðalsteinn sem kveða það jafnframt rétt, sem Ómar sagði í Fréttablaðinu, að Gunnar hafi ekki sagt eitt og gert annað hingað til í samstarfi. „Svo er heldur ekki í þessu tilfelli.“ Enn fremur segjast Gunnar og Aðalsteinn engar athugasemdir gera ef tilteknir bæjarfulltrúar kjósi að tjá sig um ágreiningsmál í meirihlutanum í fjölmiðlum. Vænlegra væri þó að leysa slík mál innan bæjarstjórnarinnar frekar en fara fram með slíkum fullyrðingum gagnvart félögum sínum. „Við förum þó fram á að þar sé skýrt rétt frá staðreyndum. Það eru heilindi,“ segir í yfirlýsingunni. Yfirlýsing vegna meirihlutasamstarfs í Kópavogi Í fréttablaðinu 22. maí voru höfð ummæli eftir Ómari Stefánssyni og Rannveigu Ásgeirsdóttir oddvitum B og Y lista í Kópavogi varðandi meirihlutasamstarfið og heilindi undirritaðra. Af því tilefni vilja undirritaðir koma eftirfarandi á framfæri. Í fyrsta lagi fóru undirritaðir ekki gegn neinni stefnu meirihlutans heldur samþykktum við frestunartillögu minnihlutans til að fá lögfræðiálit svo tryggt væri að Kópavogsbær skapaði sér ekki skaðabótaskyldu. Þetta er iðulega gert leiki vafi á lögmæti aðgerða, oft í mun veigaminni málum en þessu. Með hagsmuni Kópavogsbæjar í fyrirrúmi höfum við jafnframt lagst gegn því að fellt yrði út gildandi deiliskipulag í svokölluðum Stórabás enda um að tefla mikla fjárhagslega hagsmuni bæjarsjóðs. Þar munum við ekki láta þrýsting sérhagsmunahópa hafa áhrif á afstöðu okkar. Sú afstaða okkar hefur alltaf legið klár fyrir innan meirihlutans og átti ekki að koma neinum á óvart. Við vísum alfarið á bug þeim ásökunum Ómars Stefánssonar og Rannveigar Ásgeirsdóttir að við höfum ekki unnið af heilindum í meirihluta Bæjarstjórnar Kópavogs. Þar höfum við haft að leiðarljósi að gæta hagsmuna bæjarsjóðs Kópavogs og bæjarbúa. Það er jafnframt rétt sem Ómar segir um Gunnar I. Birgisson að hann hafi ekki sagt eitt og gert annað hingað til í samstarfi og svo er heldur ekki í þessu tilfelli. Ef tilteknir bæjarfulltrúar kjósa að tjá sig um ágreiningsmál í meirihlutanum í fjölmiðlum gerum við engar athugasemdir við það þó vænlegra sé að leysa slík mál innan bæjarstjórnarinnar frekar en fara fram með slíkum fullyrðingum gagnvart félögum sínum. Við förum þó fram á að þar sé skýrt rétt frá staðreyndum. Það eru heilindi. Aðalsteinn Jónsson Gunnar I. Birgisson Mest lesið Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Erlent Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Erlent Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Innlent Hélt á lokuðu umslagi Innlent Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu Innlent „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Innlent Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent Mennirnir þrír sjáist ekki í myndefni Innlent Fleiri fréttir Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Hélt á lokuðu umslagi Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Uppþot og fúkyrði á þinginu og bandarískur kjarnorkukafbátur Jökulhlaupið í rénun Reyna að stilla til friðar í bakherbergjum Alþingis Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Fundu tuttugu kíló af grasi eftir húsleit í Hafnarfirði Mennirnir þrír sjáist ekki í myndefni Vara við slysahættu vegna kaldavatnsleysis Vilja herða reglur um frágang rafhlaupahjóla í Reykjavík Segir valkyrjur rangnefni og vill kalla þær skjaldmeyjar Samtal við stjórnarandstöðuna fullreynt Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? „Forsætisráðherra veit ekkert hvernig þetta hefur verið!“ „Enginn vafi á að fyrirkomulag Bílastæðasjóðs er löglegt“ Nóróveira líkleg orsök hópsýkingar á Laugarvatni „Það er orrustan um Ísland“ „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Ávarp forsætisráðherra og kjarnorkukafbátur við Grundartanga Minnihlutinn hafi lagt fram eigið veiðigjaldamál: „Þetta er skrumskæling á lýðræðinu“ Spyr hvort draga eigi valdhafa undir húsvegg og skjóta Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Jökulhlaup úr Mýrdalsjökli í Leirá Syðri og Skálm enn í gangi Sjá meira
„Við vísum alfarið á bug þeim ásökunum Ómars Stefánssonar og Rannveigar Ásgeirsdóttur að við höfum ekki unnið af heilindum í meirihluta bæjarstjórnar Kópavogs,“ segir í yfirlýsingu Gunnars I. Birgissonar og Aðalsteins Jónssonar, tveggja af fjórum bæjarfulltrúum Sjálfstæðisflokks í Kópavogi. Ómar og Rannveig eru bæjarfulltrúar Framsóknarflokks og Y-lista sem eiga í meirihlutasamstarfi við sjálfstæðismenn. Í Fréttablaðinu á miðvikudag gagnrýndu þau framgöngu Gunnars og Aðalsteins við meðferð á aðalskipulagi. Kölluðu þau eftir breyttu vinnulagi fyrir áframhaldandi meirihlutasamstarf. Gunnar og Aðalsteinn segjast ekki hafa farið gegn neinni stefnu meirihlutans heldur samþykkt í bæjarstjórn tillögu minnihlutans um frestun afgreiðslu aðalskipulagsins til að fá lögfræðiálit svo tryggt væri að Kópavogsbær skapaði sér ekki skaðabótaskyldu. „Þetta er iðulega gert leiki vafi á lögmæti aðgerða, oft í mun veigaminni málum en þessum,“ segir í yfirlýsingu þeirra. Þá segjast Gunnar og Aðalsteinn jafnframt leggjast gegn því að fellt verði út gildandi deiliskipulag í svokölluðum Stórabási. Þar sé um mikla fjárhagslega hagsmuni bæjarsjóðs að tefla. „Þar munum við ekki láta þrýsting sérhagsmunahópa hafa áhrif á afstöðu okkar. Sú afstaða okkar hefur alltaf legið klár fyrir innan meirihlutans og átti ekki að koma neinum á óvart,“ segja Gunnar og Aðalsteinn sem kveða það jafnframt rétt, sem Ómar sagði í Fréttablaðinu, að Gunnar hafi ekki sagt eitt og gert annað hingað til í samstarfi. „Svo er heldur ekki í þessu tilfelli.“ Enn fremur segjast Gunnar og Aðalsteinn engar athugasemdir gera ef tilteknir bæjarfulltrúar kjósi að tjá sig um ágreiningsmál í meirihlutanum í fjölmiðlum. Vænlegra væri þó að leysa slík mál innan bæjarstjórnarinnar frekar en fara fram með slíkum fullyrðingum gagnvart félögum sínum. „Við förum þó fram á að þar sé skýrt rétt frá staðreyndum. Það eru heilindi,“ segir í yfirlýsingunni. Yfirlýsing vegna meirihlutasamstarfs í Kópavogi Í fréttablaðinu 22. maí voru höfð ummæli eftir Ómari Stefánssyni og Rannveigu Ásgeirsdóttir oddvitum B og Y lista í Kópavogi varðandi meirihlutasamstarfið og heilindi undirritaðra. Af því tilefni vilja undirritaðir koma eftirfarandi á framfæri. Í fyrsta lagi fóru undirritaðir ekki gegn neinni stefnu meirihlutans heldur samþykktum við frestunartillögu minnihlutans til að fá lögfræðiálit svo tryggt væri að Kópavogsbær skapaði sér ekki skaðabótaskyldu. Þetta er iðulega gert leiki vafi á lögmæti aðgerða, oft í mun veigaminni málum en þessu. Með hagsmuni Kópavogsbæjar í fyrirrúmi höfum við jafnframt lagst gegn því að fellt yrði út gildandi deiliskipulag í svokölluðum Stórabás enda um að tefla mikla fjárhagslega hagsmuni bæjarsjóðs. Þar munum við ekki láta þrýsting sérhagsmunahópa hafa áhrif á afstöðu okkar. Sú afstaða okkar hefur alltaf legið klár fyrir innan meirihlutans og átti ekki að koma neinum á óvart. Við vísum alfarið á bug þeim ásökunum Ómars Stefánssonar og Rannveigar Ásgeirsdóttir að við höfum ekki unnið af heilindum í meirihluta Bæjarstjórnar Kópavogs. Þar höfum við haft að leiðarljósi að gæta hagsmuna bæjarsjóðs Kópavogs og bæjarbúa. Það er jafnframt rétt sem Ómar segir um Gunnar I. Birgisson að hann hafi ekki sagt eitt og gert annað hingað til í samstarfi og svo er heldur ekki í þessu tilfelli. Ef tilteknir bæjarfulltrúar kjósa að tjá sig um ágreiningsmál í meirihlutanum í fjölmiðlum gerum við engar athugasemdir við það þó vænlegra sé að leysa slík mál innan bæjarstjórnarinnar frekar en fara fram með slíkum fullyrðingum gagnvart félögum sínum. Við förum þó fram á að þar sé skýrt rétt frá staðreyndum. Það eru heilindi. Aðalsteinn Jónsson Gunnar I. Birgisson
Mest lesið Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Erlent Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Erlent Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Innlent Hélt á lokuðu umslagi Innlent Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu Innlent „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Innlent Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent Mennirnir þrír sjáist ekki í myndefni Innlent Fleiri fréttir Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Hélt á lokuðu umslagi Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Uppþot og fúkyrði á þinginu og bandarískur kjarnorkukafbátur Jökulhlaupið í rénun Reyna að stilla til friðar í bakherbergjum Alþingis Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Fundu tuttugu kíló af grasi eftir húsleit í Hafnarfirði Mennirnir þrír sjáist ekki í myndefni Vara við slysahættu vegna kaldavatnsleysis Vilja herða reglur um frágang rafhlaupahjóla í Reykjavík Segir valkyrjur rangnefni og vill kalla þær skjaldmeyjar Samtal við stjórnarandstöðuna fullreynt Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? „Forsætisráðherra veit ekkert hvernig þetta hefur verið!“ „Enginn vafi á að fyrirkomulag Bílastæðasjóðs er löglegt“ Nóróveira líkleg orsök hópsýkingar á Laugarvatni „Það er orrustan um Ísland“ „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Ávarp forsætisráðherra og kjarnorkukafbátur við Grundartanga Minnihlutinn hafi lagt fram eigið veiðigjaldamál: „Þetta er skrumskæling á lýðræðinu“ Spyr hvort draga eigi valdhafa undir húsvegg og skjóta Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Jökulhlaup úr Mýrdalsjökli í Leirá Syðri og Skálm enn í gangi Sjá meira