Hafna ásökunum um óheilindi í meirihluta Garðar Örn Úlfarsson skrifar 24. maí 2013 06:00 Gunnar I. Birgisson „Við vísum alfarið á bug þeim ásökunum Ómars Stefánssonar og Rannveigar Ásgeirsdóttur að við höfum ekki unnið af heilindum í meirihluta bæjarstjórnar Kópavogs,“ segir í yfirlýsingu Gunnars I. Birgissonar og Aðalsteins Jónssonar, tveggja af fjórum bæjarfulltrúum Sjálfstæðisflokks í Kópavogi. Ómar og Rannveig eru bæjarfulltrúar Framsóknarflokks og Y-lista sem eiga í meirihlutasamstarfi við sjálfstæðismenn. Í Fréttablaðinu á miðvikudag gagnrýndu þau framgöngu Gunnars og Aðalsteins við meðferð á aðalskipulagi. Kölluðu þau eftir breyttu vinnulagi fyrir áframhaldandi meirihlutasamstarf. Gunnar og Aðalsteinn segjast ekki hafa farið gegn neinni stefnu meirihlutans heldur samþykkt í bæjarstjórn tillögu minnihlutans um frestun afgreiðslu aðalskipulagsins til að fá lögfræðiálit svo tryggt væri að Kópavogsbær skapaði sér ekki skaðabótaskyldu. „Þetta er iðulega gert leiki vafi á lögmæti aðgerða, oft í mun veigaminni málum en þessum,“ segir í yfirlýsingu þeirra. Þá segjast Gunnar og Aðalsteinn jafnframt leggjast gegn því að fellt verði út gildandi deiliskipulag í svokölluðum Stórabási. Þar sé um mikla fjárhagslega hagsmuni bæjarsjóðs að tefla. „Þar munum við ekki láta þrýsting sérhagsmunahópa hafa áhrif á afstöðu okkar. Sú afstaða okkar hefur alltaf legið klár fyrir innan meirihlutans og átti ekki að koma neinum á óvart,“ segja Gunnar og Aðalsteinn sem kveða það jafnframt rétt, sem Ómar sagði í Fréttablaðinu, að Gunnar hafi ekki sagt eitt og gert annað hingað til í samstarfi. „Svo er heldur ekki í þessu tilfelli.“ Enn fremur segjast Gunnar og Aðalsteinn engar athugasemdir gera ef tilteknir bæjarfulltrúar kjósi að tjá sig um ágreiningsmál í meirihlutanum í fjölmiðlum. Vænlegra væri þó að leysa slík mál innan bæjarstjórnarinnar frekar en fara fram með slíkum fullyrðingum gagnvart félögum sínum. „Við förum þó fram á að þar sé skýrt rétt frá staðreyndum. Það eru heilindi,“ segir í yfirlýsingunni. Yfirlýsing vegna meirihlutasamstarfs í Kópavogi Í fréttablaðinu 22. maí voru höfð ummæli eftir Ómari Stefánssyni og Rannveigu Ásgeirsdóttir oddvitum B og Y lista í Kópavogi varðandi meirihlutasamstarfið og heilindi undirritaðra. Af því tilefni vilja undirritaðir koma eftirfarandi á framfæri. Í fyrsta lagi fóru undirritaðir ekki gegn neinni stefnu meirihlutans heldur samþykktum við frestunartillögu minnihlutans til að fá lögfræðiálit svo tryggt væri að Kópavogsbær skapaði sér ekki skaðabótaskyldu. Þetta er iðulega gert leiki vafi á lögmæti aðgerða, oft í mun veigaminni málum en þessu. Með hagsmuni Kópavogsbæjar í fyrirrúmi höfum við jafnframt lagst gegn því að fellt yrði út gildandi deiliskipulag í svokölluðum Stórabás enda um að tefla mikla fjárhagslega hagsmuni bæjarsjóðs. Þar munum við ekki láta þrýsting sérhagsmunahópa hafa áhrif á afstöðu okkar. Sú afstaða okkar hefur alltaf legið klár fyrir innan meirihlutans og átti ekki að koma neinum á óvart. Við vísum alfarið á bug þeim ásökunum Ómars Stefánssonar og Rannveigar Ásgeirsdóttir að við höfum ekki unnið af heilindum í meirihluta Bæjarstjórnar Kópavogs. Þar höfum við haft að leiðarljósi að gæta hagsmuna bæjarsjóðs Kópavogs og bæjarbúa. Það er jafnframt rétt sem Ómar segir um Gunnar I. Birgisson að hann hafi ekki sagt eitt og gert annað hingað til í samstarfi og svo er heldur ekki í þessu tilfelli. Ef tilteknir bæjarfulltrúar kjósa að tjá sig um ágreiningsmál í meirihlutanum í fjölmiðlum gerum við engar athugasemdir við það þó vænlegra sé að leysa slík mál innan bæjarstjórnarinnar frekar en fara fram með slíkum fullyrðingum gagnvart félögum sínum. Við förum þó fram á að þar sé skýrt rétt frá staðreyndum. Það eru heilindi. Aðalsteinn Jónsson Gunnar I. Birgisson Mest lesið Davos-vaktin: Útilokar að beita hervaldi á Grænlandi en krefst viðræðna Erlent Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Innlent Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Innlent Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara Innlent „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Innlent Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Erlent Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Erlent Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Erlent Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Innlent Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Fleiri fréttir Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Drógu dauðan hval lengst út í hafsauga Segir gagnrýni minnihlutans til þess gerða að dreifa athygli Nú má heita Friðálv Gletting Lucíuson Náðu sex byssum úr byssuskáp á Akureyri Parísarheimsókn fjárlaganefndar „mjög fróðleg“ Með 29 kíló af maríjúana í töskunum Brúnni yfir Helluvatn lokað í fimm vikur Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Milljarða útspil meirihlutans „fullkomlega ábyrgðarlaust“ og lykti af prófkjörsbaráttu Ákærður fyrir nauðgun á nýársdag Markverð tíðindi í nýrri Maskínukönnun um fylgið á landsvísu Hátt í tíu þúsund manns án atvinnu í desember Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Annasamasti dagur á bráðamóttöku í lækna minnum Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Gríðarleg fjölgun hótana og dæmi um að setið sé fyrir lögreglumönnum Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Ofbeldi gegn lögreglumönnum magnast og baráttan hafin um Framsókn Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Brynjar skýtur föstum skotum á Flokk fólksins Sjá meira
„Við vísum alfarið á bug þeim ásökunum Ómars Stefánssonar og Rannveigar Ásgeirsdóttur að við höfum ekki unnið af heilindum í meirihluta bæjarstjórnar Kópavogs,“ segir í yfirlýsingu Gunnars I. Birgissonar og Aðalsteins Jónssonar, tveggja af fjórum bæjarfulltrúum Sjálfstæðisflokks í Kópavogi. Ómar og Rannveig eru bæjarfulltrúar Framsóknarflokks og Y-lista sem eiga í meirihlutasamstarfi við sjálfstæðismenn. Í Fréttablaðinu á miðvikudag gagnrýndu þau framgöngu Gunnars og Aðalsteins við meðferð á aðalskipulagi. Kölluðu þau eftir breyttu vinnulagi fyrir áframhaldandi meirihlutasamstarf. Gunnar og Aðalsteinn segjast ekki hafa farið gegn neinni stefnu meirihlutans heldur samþykkt í bæjarstjórn tillögu minnihlutans um frestun afgreiðslu aðalskipulagsins til að fá lögfræðiálit svo tryggt væri að Kópavogsbær skapaði sér ekki skaðabótaskyldu. „Þetta er iðulega gert leiki vafi á lögmæti aðgerða, oft í mun veigaminni málum en þessum,“ segir í yfirlýsingu þeirra. Þá segjast Gunnar og Aðalsteinn jafnframt leggjast gegn því að fellt verði út gildandi deiliskipulag í svokölluðum Stórabási. Þar sé um mikla fjárhagslega hagsmuni bæjarsjóðs að tefla. „Þar munum við ekki láta þrýsting sérhagsmunahópa hafa áhrif á afstöðu okkar. Sú afstaða okkar hefur alltaf legið klár fyrir innan meirihlutans og átti ekki að koma neinum á óvart,“ segja Gunnar og Aðalsteinn sem kveða það jafnframt rétt, sem Ómar sagði í Fréttablaðinu, að Gunnar hafi ekki sagt eitt og gert annað hingað til í samstarfi. „Svo er heldur ekki í þessu tilfelli.“ Enn fremur segjast Gunnar og Aðalsteinn engar athugasemdir gera ef tilteknir bæjarfulltrúar kjósi að tjá sig um ágreiningsmál í meirihlutanum í fjölmiðlum. Vænlegra væri þó að leysa slík mál innan bæjarstjórnarinnar frekar en fara fram með slíkum fullyrðingum gagnvart félögum sínum. „Við förum þó fram á að þar sé skýrt rétt frá staðreyndum. Það eru heilindi,“ segir í yfirlýsingunni. Yfirlýsing vegna meirihlutasamstarfs í Kópavogi Í fréttablaðinu 22. maí voru höfð ummæli eftir Ómari Stefánssyni og Rannveigu Ásgeirsdóttir oddvitum B og Y lista í Kópavogi varðandi meirihlutasamstarfið og heilindi undirritaðra. Af því tilefni vilja undirritaðir koma eftirfarandi á framfæri. Í fyrsta lagi fóru undirritaðir ekki gegn neinni stefnu meirihlutans heldur samþykktum við frestunartillögu minnihlutans til að fá lögfræðiálit svo tryggt væri að Kópavogsbær skapaði sér ekki skaðabótaskyldu. Þetta er iðulega gert leiki vafi á lögmæti aðgerða, oft í mun veigaminni málum en þessu. Með hagsmuni Kópavogsbæjar í fyrirrúmi höfum við jafnframt lagst gegn því að fellt yrði út gildandi deiliskipulag í svokölluðum Stórabás enda um að tefla mikla fjárhagslega hagsmuni bæjarsjóðs. Þar munum við ekki láta þrýsting sérhagsmunahópa hafa áhrif á afstöðu okkar. Sú afstaða okkar hefur alltaf legið klár fyrir innan meirihlutans og átti ekki að koma neinum á óvart. Við vísum alfarið á bug þeim ásökunum Ómars Stefánssonar og Rannveigar Ásgeirsdóttir að við höfum ekki unnið af heilindum í meirihluta Bæjarstjórnar Kópavogs. Þar höfum við haft að leiðarljósi að gæta hagsmuna bæjarsjóðs Kópavogs og bæjarbúa. Það er jafnframt rétt sem Ómar segir um Gunnar I. Birgisson að hann hafi ekki sagt eitt og gert annað hingað til í samstarfi og svo er heldur ekki í þessu tilfelli. Ef tilteknir bæjarfulltrúar kjósa að tjá sig um ágreiningsmál í meirihlutanum í fjölmiðlum gerum við engar athugasemdir við það þó vænlegra sé að leysa slík mál innan bæjarstjórnarinnar frekar en fara fram með slíkum fullyrðingum gagnvart félögum sínum. Við förum þó fram á að þar sé skýrt rétt frá staðreyndum. Það eru heilindi. Aðalsteinn Jónsson Gunnar I. Birgisson
Mest lesið Davos-vaktin: Útilokar að beita hervaldi á Grænlandi en krefst viðræðna Erlent Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Innlent Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Innlent Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara Innlent „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Innlent Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Erlent Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Erlent Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Erlent Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Innlent Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Fleiri fréttir Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Drógu dauðan hval lengst út í hafsauga Segir gagnrýni minnihlutans til þess gerða að dreifa athygli Nú má heita Friðálv Gletting Lucíuson Náðu sex byssum úr byssuskáp á Akureyri Parísarheimsókn fjárlaganefndar „mjög fróðleg“ Með 29 kíló af maríjúana í töskunum Brúnni yfir Helluvatn lokað í fimm vikur Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Milljarða útspil meirihlutans „fullkomlega ábyrgðarlaust“ og lykti af prófkjörsbaráttu Ákærður fyrir nauðgun á nýársdag Markverð tíðindi í nýrri Maskínukönnun um fylgið á landsvísu Hátt í tíu þúsund manns án atvinnu í desember Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Annasamasti dagur á bráðamóttöku í lækna minnum Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Gríðarleg fjölgun hótana og dæmi um að setið sé fyrir lögreglumönnum Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Ofbeldi gegn lögreglumönnum magnast og baráttan hafin um Framsókn Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Brynjar skýtur föstum skotum á Flokk fólksins Sjá meira
Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Erlent
Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Erlent