Innlent

„Ég hef aldrei séð það svona svart í undirheimunum“

Jóhannes Stefánsson skrifar
Sættir hafa náðst en ástandið er enn viðkvæmt
Sættir hafa náðst en ástandið er enn viðkvæmt vísir/daníel

Sættir hafa náðst milli stríðandi fylkinga í undirheimum vegna líkamsárásarinnar í Ystaseli á föstudaginn í síðustu viku, samkvæmt upplýsingum fréttastofu Vísis. Sáttafundur var haldinn í verslunarmiðstöð á höfuðborgarsvæðinu í vikunni og friðsamleg niðurstaða hefur náðst í málinu. Heimildarmaður Vísis segir mannslíf hafa verið í húfi.

Heimildarmaður Vísis sagði um ástandið fyrir sáttafundinn: „Ég hef aldrei séð það svona svart í undirheimum."

Stríðandi fylkingum í undirheimunum mun á sáttafundinum hafa tekist að afmarka þætti málsins og búið sé að skera úr um hverjir séu ábyrgir fyrir einstökum þáttum þess. Málið er þó enn mjög viðkvæmt.

Friðrik Smári Björgvinsson yfirlögregluþjónn hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu segir lögregluna „fylgjast með eins og vera ber.“

Málið tengist meintri nauðgun sem hefur að sögn verið kærð til lögreglu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×