Innlent

Lögreglan leitar að ræningjum

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu leitar nú tveggja manna sem frömdu rán í versluninni 10-11 í Þverbrekku í Kópvogi klukkan rúmlega ellefu síðastliðið föstudagskvöld, en tilkynning um málið barst lögreglu kl. 23.17.

Ræningjarnir, sem sjást á meðfylgjandi myndum, beittu starfsmann verslunarinnar ofbeldi og höfðu síðan á brott með sér einhverja fjármuni.

Þeir sem geta gefið upplýsingar um mennina eru beðnir að hafa samband við lögregluna á höfuðborgarsvæðinu í síma 444-1000. Upplýsingar má einnig senda í tölvupósti á netfangið abending@lrh.is




Fleiri fréttir

Sjá meira


×