Innlent

Varað við grjóthruni á Siglufjarðarvegi

Vegagerðin varar við grjóthruni á Siglufjarðarvegi, alveg frá Ketilási inn á Siglufjörð.

Fréttastofu er ekki kunnugt um hvort það hefur valdið einhverjum vandræðum, en í snöggri hláku eins og nú, er hætt við að steinar losni úr hlíðunum.

Þá hafði ekkert grjót fallið á Súðavíkurveg, þegar lögregla ók um hann, um þrjúleitið í nótt.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×