Innlent

Fóstur heyra tal

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Ófrísk kona.
Ófrísk kona. Mynd/ Getty.
Sex mánaða gömul fóstur geta heyrt tal. Þetta eru niðurstöður rannsóknar þar sem tólf hvítvoðungar, sem voru fæddir fyrir tímann, voru skoðaðir með heilaskanna. Hvítvoðungar sem höfðu einungis verið 28 vikur í móðurkviði gátu greint á milli orða eins og ga og ba og gátu líka greint á milli karlkyns og kvenkyns radda.

Sérfræðingarnir að baki rannsókninni segja að þessi hæfileiki barnanna hafi að öllum líkindum verið áunnin í móðurkviði en ekki eftir að börnin fæddust. Niðurstöður rannsóknarinnar benda til þess að börn byrji að skilja tungumál strax í móðurkviði þegar þau heyra raddir foreldra sinna.

Það er hægt að lesa meira um málið á BBC.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×