Innlent

Ölvaður ferðamaður í átökum við lögreglumenn

Ölvaður erlendur ferðamaður,sem var til ófriðar á veitingastað í miðborginni upp úr miðnætti, veittist að lögreglumönnum, sem kallaðir voru á vettvang, og hafði í alvarlegum hótunum við þá. Hann var yfirbugaður og vistaður í fangageymslu.

Um svipað leiti varð að fjarlægja ölvaðan óróasegg af heimili móður hans í Hafnarfirði, og setja hann á bak við lás og slá.

Þá olli ölvaður ökumaður umferðaróhappi á mótum Bankastrætis og Lækjargötu og stakk af. Lögreglumenn fundu hann skömmu síðar og handtóku hann. Engin alvarleg meiðsl urðu, segir í skeyti lögreglunnar.
Fleiri fréttir

Sjá meira


×

Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.