Innlent

Ölvaður ferðamaður í átökum við lögreglumenn

Ölvaður erlendur ferðamaður,sem var til ófriðar á veitingastað í miðborginni upp úr miðnætti, veittist að lögreglumönnum, sem kallaðir voru á vettvang, og hafði í alvarlegum hótunum við þá. Hann var yfirbugaður og vistaður í fangageymslu.

Um svipað leiti varð að fjarlægja ölvaðan óróasegg af heimili móður hans í Hafnarfirði, og setja hann á bak við lás og slá.

Þá olli ölvaður ökumaður umferðaróhappi á mótum Bankastrætis og Lækjargötu og stakk af. Lögreglumenn fundu hann skömmu síðar og handtóku hann. Engin alvarleg meiðsl urðu, segir í skeyti lögreglunnar.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.