Fleiri fréttir

Tyggjó var bannað í Singapúr árið 1992

Mikill óþrifnaður af völdum jórturleðurs hafði um árabil verið ráðamönnum í Singapúr þyrnir í augum áður en til þess kom að innflutningur og sala þess var alfarið bönnuð árið 1992, að viðlögðum fésektum.

Varar við of miklum flýti við breytingar

Feneyjanefndin gerir margar athugasemdir við stjórnarskrárfrumvarp. Varar við því að of mikil tímapressa sé sett á breytingarnar. Meirihluti stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar telur þó hægt að ljúka málinu á kjörtímabilinu leggist allir á eitt.

Leita hrossakjöts í nautahakki

Matvælastofnun hefur tekið sýni úr íslensku hakki og framleiðsluvörum á markaði hérlendis til að kanna hreinleika kjötsins.

Gátu opnað deild á fjórða degi

Blóðlækningadeild Landspítalans (LSH) var opnuð aftur á sunnudag, en deildinni var lokað á miðvikudag vegna bakteríusýkingar sem greindist í sjúklingi.

Bræður grunaðir um dópsmygl

Lögregla handtók í fyrradag 35 ára karlmann vegna rannsóknar á stórfelldu amfetamínsmygli sem upp komst í janúarlok.

Samkynhneigð pör fá að giftast

Neðri deild franska þingsins samþykkti í gær með 329 atkvæðum gegn 229 að heimila samkynhneigðum pörum að ganga í hjónaband. Jafnframt verður samkynhneigðum hjónum leyft að ættleiða börn.

Sláturhúsi lokað vegna svindls

Matvælastofnunin í Bretlandi lokaði í dag sláturhúsi í Vestur Jórvíkurskíri og kjötvinnslufyrirtæki í Wales eftir að rannsókn leiddi í ljós að hrossakjöt hefði verið notað í nautaborgara og kebab sem seldir eru í Bretlandi. Umhverfisráðherra Breta sagðist vera furðu lostinn yfir ásökununum og bjóst við því að öllum úrræðum yrði beitt gegn öllum þeim sem hefðu staðið í þessum svikum.

Maðurinn lést af slysförum

Ekki er talið að neitt saknæmt hafi átt sér stað þegar maður féll sex metra niður af svölum húss í Vesturbæ Reykjavíkur snemma í morgun.

Forseti lagadeildar HÍ vill til MDE

Þrír hafa óskað eftir tilnefningu sem dómaraefni við Mannréttindadómstól Evrópu en kjörtímabil íslensks dómara við dómstólinn rennur út þann 31. október.

Tveggja ára fangelsi fyrir barnasmygl

Tveir franskir hjálparstarfsmenn hafa verið dæmdir í tveggja ára fangelsi fyrir að reyna að flytja 103 börn ólöglega frá Tsjad og til ættleiðingar í Frakklandi, undir því yfirskyni að þau væru munaðarlaus börn frá Darfur-héraði í Súdan.

Flug á vegum CIA ekki flokkað sem ríkisflug

"Það var farið yfir óháða skýrslu sem birt var í síðustu viku þar sem meðal annars var talað um Ísland,“ segir Árni Þór Sigurðsson, formaður utanríkismálanefndar, um fund sem haldinn var í dag um fangaflug.

„Þetta er fyrst og fremst álit“

Valgerður Bjarnadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar og formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar, segir umsögn Feneyjanefndarinnar merkilega.

Ein hjúskaparlög í Frakklandi?

Neðri deild franska þingsins hefur samþykkt ein hjúskaparlög fyrir alla, með 329 atkvæðum gegn 229. Lögin bíða nú samþykkis efri deildar þingsins, en taldar eru líkur á að þau verði staðfest.

Segir Ögmund hafa ógnað sjálfstæði ákæruvaldsins

"Því miður, þótt Ögmundur hafi oft verið trúverðugur í sínu þá ógnaði þessi ákvörðun hans sjálfstæði ákæruvaldsins,“ segir Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, sem sat á sameiginlegum fundi allsherjar- og menntamálanefndar og stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar sem fram fór í dag vegna komu FBI hingað til lands árið 2011.

Dæmd í 55 ára fangelsi

67 ára gömul kona var í dag dæmd í 55 ára fangelsi fyrir barnsrán og misþyrmingu á fjögurra ára gamalli telpu árið 2000. Með dómnum má segja að þrettán ára gömlu mannhvarfsmáli sé loks lokið.

Tekjur lægstar á Íslandi

Tekjur eftir skatt eru í öllum tilfellum lægri á Íslandi en á hinum Norðurlöndunum eftir að tekið hefur verið tillit til verðlags. Þetta er þrátt fyrir lægri skattbyrði.

Hraðinn í þjóðfélaginu of mikill - Börn þurfa að læra að slaka á

"Ég tel bókina þarft hjálpartæki því hraðinn í þjóðfélaginu er mikill, álagið sívaxandi og áreiti úr öllum áttum. Færni í að slaka á og róa sig niður er hverju barni afskaplega dýrmæt, bæði sem forvörn gegn streitu og til að takast farsællega á við krefjandi verkefni og samskipti í lífinu," segir Árný Ingvarsdóttir, sálfræðingur og bókaútgefandi. Hún bendir jafnframt á að rannsóknir hafi endurtekið sýnt að slökun og hugleiðsla hafi jákvæð áhrif og andlega og líkamlega heilsu.

Olíuvinnslan ekki eyðilagt ímynd norsks sjávarútvegs

Sigmundur Ernir Rúnarsson, þingmaður Samfylkingarinnar, var eini þingmaður stjórnarliðsins sem í umræðum um Drekasvæðið á Alþingi í gær lýsti jákvæðum viðhorfum í garð olíuleitar en hann sagði ánægjulegt ef auðlindum Íslendinga fjölgaði. Sigmundur Ernir sagði að þeir aðilar sem fengið hefðu sérleyfi þyrftu vitaskuld að uppfylla kröfur íslenskra stjórnvalda. Þar þyrfti að fara með gát.

Einstaklega fá slys í síðustu viku

Í síðustu viku slösuðust fjórir vegfarendur í þremur umferðaróhöppum á höfuðborgarsvæðinu. Færri slys hafa ekki orðið á einni viku það sem af er ári samkvæmt dagbók lögreglunnar.

Feneyjarnefndin segir ýmis ákvæði flókin og samhengislaus

Mörg ákvæði í stjórnarskrárfrumvarpinu eru of óskýr og víð að erfitt getur verið að túlka þau. Þá er stjórnskipanin flókin, að mati Feneyjarnefndarinnar. Nefndin er skipuð erlendum sérfræiðngum, sem hafði það hlutverk að veita umsögn um frumvarpið. Drög að ítarlegri umsögn nefndarinnar var birt opinberlega á vef Alþingis í dag.

Dansað gegn kynbundnu ofbeldi í Hörpu

UN Women á Íslandi, V-dagssamtökin og Lunch Beat hvetja vinkonur, vinir, mömmur, pabba, bræður og systur að mæta í hádeginu þann 14. febrúar í Hörpu þegar einn milljarður kvenna, karla og barna um allan heim munu dansa til að sýna konum og stúlkum sem hafa upplifað hafa ofbeldi vegna kyns síns stuðning og krefjast þess að kynbundið ofbeldi heyri sögunni til.

Kallar 34 þúsund hermenn heim

Barack Obama, forseti Bandaríkjanna, mun tilkynna um heimkomu 34 þúsund bandarískra hermanna frá Afganistan á morgun. Þetta hefur Reuters-fréttastofan eftir áreiðanlegum heimildum.

Sex nýir gríslingar í svínastíuna

Gyltan Skrítla bætti sex grísum við íbúatöluna í svínastíunni en hún gaut föstudagskvöldið 8. febrúar samkvæmt tilkynningu frá Fjölskyldu- og húsdýragarðinum. Gotið gekk vel og eru þau öll við hestaheilsu.

Mættur til London

Bardagakappinn Gunnar Lúðvík Nelson er mættur ásamt fylgdarliði sínu til London. Gunnar mætir Brasilíumanninum Jorge Santiago frá Brasilíu í UFC-keppninni á Wembley á laugardaginn.

Minni vélar - sama afl

Samkvæmt spám verður meirihluti nýrra bíla með minni vélum en 1,2 lítra árið 2018.

Hápunktar úr starfi Benedikts páfa

Benedikt sextándi páfi tilkynnti í gær að hann myndi láta af störfum undir lok mánaðarins. Tilkynningin kom mjög á óvart enda sex hundruð ár síðan páfaskipti eru tilkomin án andláts páfa.

Segir ráðuneyti og embætti tala einum rómi

Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra sagði í samtali við Vísi eftir sameiginlegan nefndarfund um FBI málið að hann, ríkissaksóknari og ríkislögreglustjóri töluðu einum rómi um veru FBI hér á landi.

Segir tölvuárásinni hafa verið afstýrt

"Við teljium að það hafi tekist að afstýra árásinni," sagði Jón Bjartmarz, yfirlögregluþjónn hjá ríkislögreglustjóra, spurður hvort hann teldi að það hefði verið framin tölvuárás hér á landi.

Formaður Félags hjúkrunarfræðinga bjartsýnn á lausn

Eftir fund samninganefndar hjúkrunarfræðinga með ráðherrum í gær var ákveðið að hjúkrunarfræðingar settust aftur að samningaborði með fulltrúum Landspítalans. Samningaumleitanir hófust því aftur um klukkan sex í gær en um klukkan átta var ákveðiða að fresta fundi til dagsins í dag og um leið að framlengja frest hjúkrunafæðinga til að draga uppsagnir sínar til baka um tvo sólarhringa.

Sjá næstu 50 fréttir