Varar við of miklum flýti við breytingar Kolbeinn Óttarsson Proppé skrifar 13. febrúar 2013 06:00 Álit Feneyjanefndarinnar verður tekið fyrir á fundi stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis um leið og því hefur verið snarað á íslensku. fréttablaðið/gva Fréttaskýring Hver eru viðbrögðin við áliti Feneyjanefndarinnar um stjórnarskrárfrumvarp? Feneyjanefndin segir ýmislegt óskýrt í frumvarpi að nýrri stjórnarskrá. Því geti verið erfitt að túlka ýmsar greinar stjórnarskrárinnar. Þá varar nefndin við því að frumvarpið geti valdið óstöðugleika og pólitísku þrátefli. Ýmislegt sé þó jákvætt í ferlinu, en mikilvægt sé að setja ekki of mikla tímapressu varðandi breytingarnar. Í áliti nefndarinnar segir að ef það reynist of erfitt að ná sátt um málið á yfirstandandi þingi geti verið skynsamlegt að einbeita sér nú að því að breyta ferlinu við breytingu stjórnarskrárinnar. Sjálfar breytingarnar myndu þá bíða næsta þings. Nefndin tekur hins vegar fram að slíkt sé pólitísk ákvörðun.valgerður h. bjarnadóttirValgerður H. Bjarnadóttir, formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis, segir ekkert í áliti nefndarinnar koma sér á óvart. Þar sé að finna vangaveltur um ýmislegt, sumu sé hrósað, svo sem mannréttindamálum, en varað við öðru. Hún segir því alltaf fylgja einhver óvissa að feta inn á nýjar brautir, líkt og gera eigi með stjórnarskrárbreytingunum. Hún segir að Feneyjanefndin sé gagnrýnin á ákvæði um stjórnkerfið, en í vinnu þingnefndar hafi verið ákveðið að bíða með breytingar á þeim sviðum þar til álit Feneyjanefndarinnar lægi fyrir. Ýmsu öðru, sem nefndin gerir athugasemdir við, hafi þegar verið breytt.Vigdís HauksdóttirAllt annað frumvarp Vigdís Hauksdóttir, fulltrúi Framsóknarflokksins í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd, gagnrýnir einmitt það. „Nú er þingið að fást við allt annað frumvarp, byggt á breytingartillögum meirihlutans, en Feneyjanefndin hafði til grundvallar sínu áliti.“ Meirihlutinn hafi gert 50 breytingartillögur á frumvarpinu frá því það fór til Feneyjanefndarinnar. Álfheiður Ingadóttir, fulltrúi Vinstri grænna í stjórnskipunarnefndinni, segir að ljúka þurfi sem fyrst annarri umræðu um málið svo nefndin geti unnið að því áfram. Hún segir ekkert að vanbúnaði að klára málið, ef allir leggjast á eitt, en þó megi ekki gleyma því að efnislegur ágreiningur sé um málið. En telur hún líklegt að allir leggist á eitt eða óttast hún langar umræður í þinginu? „Þurfum við að reikna með því að stjórnarandstaðan fari hér í málþóf í þriðja eða fjórða sinn á kjörtímabilinu út af stjórnarskránni? Er það bara þannig að mönnum finnist það bara eðlilegt eftir alla þá vinnu sem búið er að leggja í þetta? Ég held ekki.“Enga plástra Birgir Ármannsson, fulltrúi Sjálfstæðisflokksins í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd, segir flokkinn andvígan því að klára frumvarpið eins og það lítur út í dag. „Við höfum sagt að við séum tilbúin til að setjast niður og ræða alla möguleika í því sambandi á að gera einhverjar afmarkaðar breytingar. Við höfum alltaf sagt það en framvindan verður síðan að skera úr um hvað kemur út úr því. Við erum ekki tilbúin til að afgreiða þetta frumvarp með einhverjum plástrum.“ Óljóst er hvenær málið kemst til annarrar umræðu á þingi. Ákveðið var að ræða fyrst frumvarp um stjórnkerfi fiskveiða. Heimildarmenn Fréttablaðsins segja það gefa til kynna að meirihlutinn búist ekki endilega við því að málið klárist á yfirstandandi þingi. Þá sé hægt að vísa í langar umræður um fiskveiðimál því til skýringar.Þetta er hægt Margrét Tryggvadóttir, fulltrúi Hreyfingarinnar í stjórnskipunarnefnd, segist enn telja að hægt sé að klára málið á yfirstandandi þingi. Hún verði þó að lúslesa álit nefndarinnar áður en hún lýsi því yfir hvort hún styðji frumvarp meirihlutans. Róbert Marshall, þingmaður utan flokka, tekur undir það. Hægt sé að klára málið, en þá verði að halda betur á því. „Ég er mjög hissa á að málið hafi ekki verið sett á dagskrá í gær [á mánudag] og að menn hafi valið það að setja fiskinn fram fyrir stjórnarskrána. Það vita allir að slík umræða tekur langan tíma.“ Tengdar fréttir Forseti geti misnotað málskotsrétt 13. febrúar 2013 06:00 Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax Innlent Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Innlent Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Innlent Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Erlent Fleiri fréttir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Valdar strætóleiðir ganga oftar og lengur Hafi ekki forsendur til að efast um ákvörðun Sjúkratrygginga Rannsókn á „bíræfnum“ þjófnaði á viðkvæmu stigi Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu verði tryggð Niðurgreidd sálfræðiþjónusta, tollar á lyf og hitamet Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Sjá meira
Fréttaskýring Hver eru viðbrögðin við áliti Feneyjanefndarinnar um stjórnarskrárfrumvarp? Feneyjanefndin segir ýmislegt óskýrt í frumvarpi að nýrri stjórnarskrá. Því geti verið erfitt að túlka ýmsar greinar stjórnarskrárinnar. Þá varar nefndin við því að frumvarpið geti valdið óstöðugleika og pólitísku þrátefli. Ýmislegt sé þó jákvætt í ferlinu, en mikilvægt sé að setja ekki of mikla tímapressu varðandi breytingarnar. Í áliti nefndarinnar segir að ef það reynist of erfitt að ná sátt um málið á yfirstandandi þingi geti verið skynsamlegt að einbeita sér nú að því að breyta ferlinu við breytingu stjórnarskrárinnar. Sjálfar breytingarnar myndu þá bíða næsta þings. Nefndin tekur hins vegar fram að slíkt sé pólitísk ákvörðun.valgerður h. bjarnadóttirValgerður H. Bjarnadóttir, formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis, segir ekkert í áliti nefndarinnar koma sér á óvart. Þar sé að finna vangaveltur um ýmislegt, sumu sé hrósað, svo sem mannréttindamálum, en varað við öðru. Hún segir því alltaf fylgja einhver óvissa að feta inn á nýjar brautir, líkt og gera eigi með stjórnarskrárbreytingunum. Hún segir að Feneyjanefndin sé gagnrýnin á ákvæði um stjórnkerfið, en í vinnu þingnefndar hafi verið ákveðið að bíða með breytingar á þeim sviðum þar til álit Feneyjanefndarinnar lægi fyrir. Ýmsu öðru, sem nefndin gerir athugasemdir við, hafi þegar verið breytt.Vigdís HauksdóttirAllt annað frumvarp Vigdís Hauksdóttir, fulltrúi Framsóknarflokksins í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd, gagnrýnir einmitt það. „Nú er þingið að fást við allt annað frumvarp, byggt á breytingartillögum meirihlutans, en Feneyjanefndin hafði til grundvallar sínu áliti.“ Meirihlutinn hafi gert 50 breytingartillögur á frumvarpinu frá því það fór til Feneyjanefndarinnar. Álfheiður Ingadóttir, fulltrúi Vinstri grænna í stjórnskipunarnefndinni, segir að ljúka þurfi sem fyrst annarri umræðu um málið svo nefndin geti unnið að því áfram. Hún segir ekkert að vanbúnaði að klára málið, ef allir leggjast á eitt, en þó megi ekki gleyma því að efnislegur ágreiningur sé um málið. En telur hún líklegt að allir leggist á eitt eða óttast hún langar umræður í þinginu? „Þurfum við að reikna með því að stjórnarandstaðan fari hér í málþóf í þriðja eða fjórða sinn á kjörtímabilinu út af stjórnarskránni? Er það bara þannig að mönnum finnist það bara eðlilegt eftir alla þá vinnu sem búið er að leggja í þetta? Ég held ekki.“Enga plástra Birgir Ármannsson, fulltrúi Sjálfstæðisflokksins í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd, segir flokkinn andvígan því að klára frumvarpið eins og það lítur út í dag. „Við höfum sagt að við séum tilbúin til að setjast niður og ræða alla möguleika í því sambandi á að gera einhverjar afmarkaðar breytingar. Við höfum alltaf sagt það en framvindan verður síðan að skera úr um hvað kemur út úr því. Við erum ekki tilbúin til að afgreiða þetta frumvarp með einhverjum plástrum.“ Óljóst er hvenær málið kemst til annarrar umræðu á þingi. Ákveðið var að ræða fyrst frumvarp um stjórnkerfi fiskveiða. Heimildarmenn Fréttablaðsins segja það gefa til kynna að meirihlutinn búist ekki endilega við því að málið klárist á yfirstandandi þingi. Þá sé hægt að vísa í langar umræður um fiskveiðimál því til skýringar.Þetta er hægt Margrét Tryggvadóttir, fulltrúi Hreyfingarinnar í stjórnskipunarnefnd, segist enn telja að hægt sé að klára málið á yfirstandandi þingi. Hún verði þó að lúslesa álit nefndarinnar áður en hún lýsi því yfir hvort hún styðji frumvarp meirihlutans. Róbert Marshall, þingmaður utan flokka, tekur undir það. Hægt sé að klára málið, en þá verði að halda betur á því. „Ég er mjög hissa á að málið hafi ekki verið sett á dagskrá í gær [á mánudag] og að menn hafi valið það að setja fiskinn fram fyrir stjórnarskrána. Það vita allir að slík umræða tekur langan tíma.“
Tengdar fréttir Forseti geti misnotað málskotsrétt 13. febrúar 2013 06:00 Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax Innlent Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Innlent Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Innlent Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Erlent Fleiri fréttir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Valdar strætóleiðir ganga oftar og lengur Hafi ekki forsendur til að efast um ákvörðun Sjúkratrygginga Rannsókn á „bíræfnum“ þjófnaði á viðkvæmu stigi Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu verði tryggð Niðurgreidd sálfræðiþjónusta, tollar á lyf og hitamet Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Sjá meira
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent