Fleiri fréttir

Karlmaður féll sex metra og lést

Karlmaður lést þegar hann féll sex metra niður af svölum húss í Vesturbæ Reykjavíkur. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni er verið að rannsaka tildrög þess að maðurinn lést, en samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni lítur út fyrir að um slys hafi verið að ræða. Ekki var búið að ná í aðstandendur mannsins þegar fréttastofa náði tali af lögreglu nú rétt fyrir klukkan ellefu. Engin vitni urðu að atburðarrásinni en um klukkan sex í morgun kom fólk að manninum og lét vita. Lögreglan er með nokkra einstaklinga í skýrslutöku til að fá skýrari mynd af atburðarrásinni.

Átta kynferðisbrot til rannsóknar - ekkert fyrnt

Rannsóknardeild lögreglunnar á Akranesi barst enn ein kæran vegna kynferðisbrots í vikunni. Nú eru alls 8 kynferðisbrot til rannsóknar hjá lögreglunni á Akranesi en þau er mislangt komin í rannsóknarferli.

Tveir heilar og ljóska hlutskörpust

Liðið "Two brains and a blonde" bar sigur úr býtum á Hönnunarkeppni Véla- og iðnaðarverkfræðinema sem fram fór síðastliðinn fimmtudag.

Tekist á um vitnalista í máli Gunnars Þ. Andersen

Tekist verður á um vitnalista í máli Gunnars Þ. Andersen, fyrrverandi forstjóri Fjármálaeftirlitsins í dag en munnlegur málflutningur fer fram í málinu í Héraðsdómi Reykjavíkur. Gunnar, ásamt starfsmanni Landsbankans, eru ákærðir fyrir brot á bankaleynd og brot í opinberu starfi. Gunnar á að hafa lekið upplýsingum um félag tengt þingmanni Sjálfstæðisflokksins, Guðlaugi Þór Þórðarsyni, til DV.

Enn ófundinn

Umfangsmikil tveggja vikna leit að fyrrverandi lögreglumanninum Christopher Jordan Dorner í Kaliforníu hefur enn ekki skilað neinu. Dorner er grunaður um þrjú morð auk fleiri sakhæfra athæfa.

Íslendingum fjölgaði um 0,7% á síðasta ári

Hinn 1. janúar s.l. voru landsmenn alls 321.857 og hafði fjölgað um 2.282 frá sama tíma árið 2012. Þetta jafngildir fjölgun landsmanna um 0,7%. Konum fjölgaði nokkuð meira en körlum eða um 1,4% á móti 0,03%.

Stórt erlent frystiskip stopp á Norðfirði

Stórt erlent frystiskip,sem átti að halda frá Norðfirði síðdegis í gær, var þar enn við bryggju snemma í morgun, þar sem áhöfnin vill ekki lengur sigla með skipinu þar sem hún hefur ekki fengið greidd laun í nokkra mánuði.

Grandi fækkar sjómönnum en fjölgar störfum í landi

HB Grandi gerir miklar breytingar á rekstri. Betri afkoma landvinnslu og skertar aflaheimildir ástæðan. Einu skipi lagt og frystiskipi breytt til ísfiskveiða. Sjómönnum fækkar um 34 en 50 störf skapast í landi.

Um 600 vísbendingar um Dorner hafa borist lögreglunni

Vísbendingar um lögreglumanninn fyrrverandi Christopher Dorner hafa hrúgast inn til lögreglunnar í Los Angeles eftir að milljón dollara verðlaunum var heitið fyrir upplýsingar um hvar Dorner heldur sig.

Fjörkippur í loðnuveiðunum eftir kvótaukningu

Mikill fjörkippur er enn og aftur hlaupinn í loðnuveiðarnar eftir atvinnuvegaráðherra jók loðnukvótann um 120 þúsund tonn í gær á grundvelli tillagna Hafrannsóknastofnunar.

Mesta forskot Verkamannaflokksins í tæpan áratug

Verkamannaflokkurinn í Bretlandi mælist nú með 12 prósentustiga forskot á Íhaldsflokkinn samkvæmt nýrri könnun sem blaðið The Guardian hefur birt. Þetta er mesta forskot Verkamannaflokksins á Íhaldsmenn í tæpan áratug.

Sést til grútarblautra arna í Kolgrafafirði

Náttúrustofa Vesturlands hefur fengið nokkrar tilkynningar um grútarblauta haferni í og við Kolgrafafjörð. Ekki er hægt að ná fuglunum þar sem þeir geta enn flogið. Allt að þrjátíu ernir eru á svæðinu af aðeins tæplega 300 fugla arnarstofni.

Stakk mann og var sleppt eftir játningu

Tveir piltar, sautján til átján ára, lentu í átökum í miðbæ Vestmannaeyja á öðrum tímanum aðfaranótt sunnudags sem lyktaði með því að annar þeirra stakk hinn með vasahníf.

Má krefjast skattframtals

Fjölskylduhjálp Íslands er heimilt að krefja þá sem leita matarstoðar hjá félaginu um afrit af skattframtali.

Munntóbakið valdi hrinu krabbameina

Krabbameinslæknir óttast að afleiðingar munntóbaksnotkunar ungmenna muni koma fram síðar í aukinni tíðni alvarlegra krabbameina hjá fólki á besta aldri. Umræðan nú sé eins og tíðkaðist um sígarettur fyrir þrjátíu árum.

Dásamlegt að fá loks sólargeisla á pallinn

Langþráð síðdegissólin skein loks á verönd Þóreyjar Þórðardóttur í Víðihvammi í Kópavogi þegar hálfrar aldar grenitré voru söguð niður eftir dóm Hæstaréttar.

Markmiðið hlýtur að vera að dæla upp olíu

Umhverfisráðherra sem og þeir stuðningsmenn ríkisstjórnarinnar sem til máls tóku lýstu efasemdum um olíuleit í þingumræðum í dag um Drekasvæðið. Einar K. Guðfinnsson, sem hóf umræðuna, spurði atvinnuvegaráðherra hvert markmiðið væri með olíuleitinni sem búið væri að leyfa. Steingrímur J. Sigfússon svaraði að markmiðið væri að kanna hvort líkur væru á að olíu eða gas væri að finna í vinnanlegu magni á íslenska landgrunninu. Formaður Framsóknarflokksins benti á að ráðherrann viðurkenndi ekki að markmiðið með sérleyfunum væri olíuvinnsla. "Þá hlýtur auðvitað markmiðið að vera það, ef slíkar lindir finnast, að fara að dæla upp olíunni og gasinu. Og það hlýtur að vera hægt að viðurkenna það."

Hlakkar til að faðma dætur sínar

Guðmundur Felix Grétarsson er til umfjöllunar á vefsíðu fréttastofunnar Reuters, en hann bíður nú eftir að komast í handaágræðslu í Frakklandi.

Hjúkrunarfræðingar fá tveggja daga frest

Frestur sem hjúkrunarfræðingum var gefinn til að draga uppsagnir sínar til baka var framlengdur til fimmtudags. Fundi hjúkrunarfræðinga með viðsemjendum sínum, sem fram fór í kvöld, hefur verið frestað til morguns. Dragi hjúkrunarfræðingarnir til baka uppsagnir sínar í tæka tíð munu þeir fá eingreiðslu upp á allt að 30 þúsund krónur fyrir þrjá mánuði.

Bill Gates elskar ostborgara

Auðjöfurinn Bill Gates situr nú fyrir svörum á vefsíðunni Reddit.com, en reglulega geta notendur síðunnar dembt spurningum sínum yfir heimsþekkta einstaklinga.

Læk-hnappurinn illa fenginn?

Ekkja hollenska forritarans Joannes Jozef Everardus Van Der Meer hefur höndað mál á hendur Facebook fyrir brot á einkaleyfalögum.

„Við ætlum að lækka skatta“

"Það skiptir svo miklu máli að fá ný störf. Ekki bara fyrir hagsæld heimilanna heldur líka fyrir ríkissjóð,“ sagði Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins í samtali við Reykjavík síðdegis í dag.

Ákæruliðum vísað frá gegn manninum sem ætlaði að flytja inn í Ráðherrabústaðinn

Hæstiréttur Íslands staðfesti frávísunarúrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur um að vísa frá þremur ákæruliðum af fjórum gegn karlmanni sem var ákærður fyrir að brjótast inn í Ráðherrabústaðinn við Tjarnargötu árið 2011. Ástæðan er sú að frestur til þess að kæra manninn var liðinn nema í síðasta tilvikinu, sem var ágúst árið 2011.

Sjá næstu 50 fréttir