Innlent

Eyða 1,9 milljörðum í Eyjaferðum

Garðar Örn Úlfarsson skrifar
Ferðamönnum til Eyja fjölgaði mjög með tilkomu Landeyjahafnar.
Ferðamönnum til Eyja fjölgaði mjög með tilkomu Landeyjahafnar. Mynd/Óskar P. Friðriksson.
Áætlað er að innlendir og erlendir ferðamenn hafi eytt 1.900 milljónum króna í Vestmannaeyjum á árinu 2012. Þetta kemur fram í markaðskönnun Rannsóknar og ráðgjafar. Fram kemur að Íslendingum sem heimsóttu Vestmannaeyjar hafi fjölgað um 77 prósent og erlendum ferðamönnum um 350 prósent frá 2004, aðallega vegna Landeyjahafnar.

Áætlað er að erlendir ferðamenn eyði að meðaltali um tólf þúsund krónum, innlendir 22 þúsund krónum og hver þjóðhátíðargestur fimmtíu þúsund krónum. Samtals er áætlað að þjóðhátíðargestir eyði 500 milljónum króna í Eyjum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×