Lífsgæðin lakari hér en á Norðurlöndum 13. febrúar 2013 06:00 Róbert Farestveit Verulega hallar á Íslendinga þegar lífsgæði hér á landi eru borin saman við það sem gengur og gerist á Norðurlöndunum. Þetta kemur fram í skýrslu sem ASÍ kynnti í gær, þar sem lífskjör hér á landi eru borin saman við lífskjör í Noregi, Svíþjóð og Danmörku. Skýrslan tekur til ýmissa atriða þar sem meðal annars kemur fram að á tímabilinu 2006 til 2012 hafi dregið úr landsframleiðslu. Staðan er sérstaklega slök þegar litið er til þess að vinnuvikan hér á landi er talsvert lengri en tíðkast í hinum löndunum, þó svo hún hafi styst frá 2006, og þannig ljóst að Íslendingar þurfa að vinna meira til að halda uppi þeim lífsgæðum sem þó eru hér. Samdráttur í einkaneyslu hér á landi mælist rúm fjórtán prósent á tímabilinu 2006 til 2011. Til samanburðar stóð einkaneysla nokkurn veginn í stað í Danmörku en hún jókst um fjórtán prósent í Noregi og rúm níu prósent í Svíþjóð. Útgjaldamynstur íslenskra heimila breyttist líka mikið hér á landi þar sem þau hafa dregið mikið úr munaði til að eiga fyrir nauðsynlegum útgjöldum, auk þess sem kostnaður vegna opinberra gjalda, húsnæðis og bíla hefur aukist stórum. Segir í skýrslunni að skellurinn í einkaneyslu hefði eflaust orðið mikið stærri ef ekki hefði notið við úrræða í líkingu við sértækar vaxtaniðurgreiðslur og úttekt séreignarsparnaðar. Þá komi neikvæð áhrif einnig fram í niðurskurði til heilbrigðis- og menntamála, sem geti reynst skaðlegur til lengri tíma litið. Stærsta ógnin við lífskjör Íslendinga, sé horft til lengri tíma, er hins vegar skuldir hins opinbera. Þær hafi áhrif á almannatryggingakerfið og skattkerfið, en skattar geti til lengri tíma litið reynst letjandi, dregið úr atvinnuþátttöku og „skapað aðstæður fyrir fátæktargildrur“. Þrátt fyrir allt ofantalið er því þó ekki neitað að lífsgæði eru enn góð á Íslandi í samanburði við flest önnur ríki, til að mynda hvað varðar atvinnuþátttöku. Staðreyndin sé þó sú að Íslendingar miða sig að mestu við Norðurlöndin „og í því samhengi er ljóst að verulega hallar á Ísland“. Róbert Farestveit, hagfræðingur hjá ASÍ, segir í samtali við Fréttablaðið að lykillinn að því að snúa þessari þróun við og auka kaupmátt almennings liggi í aukinni fjárfestingu. „Það að auka kaupmátt tekur sinn tíma, en á meðan fjárfesting fer ekki af stað og verðbólga er enn við lýði mun það ganga hægt.“thorgils@frettabladid.is Mest lesið Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Erlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent Bindur vonir við Vor til vinstri Innlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Innlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Fleiri fréttir Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Sjá meira
Verulega hallar á Íslendinga þegar lífsgæði hér á landi eru borin saman við það sem gengur og gerist á Norðurlöndunum. Þetta kemur fram í skýrslu sem ASÍ kynnti í gær, þar sem lífskjör hér á landi eru borin saman við lífskjör í Noregi, Svíþjóð og Danmörku. Skýrslan tekur til ýmissa atriða þar sem meðal annars kemur fram að á tímabilinu 2006 til 2012 hafi dregið úr landsframleiðslu. Staðan er sérstaklega slök þegar litið er til þess að vinnuvikan hér á landi er talsvert lengri en tíðkast í hinum löndunum, þó svo hún hafi styst frá 2006, og þannig ljóst að Íslendingar þurfa að vinna meira til að halda uppi þeim lífsgæðum sem þó eru hér. Samdráttur í einkaneyslu hér á landi mælist rúm fjórtán prósent á tímabilinu 2006 til 2011. Til samanburðar stóð einkaneysla nokkurn veginn í stað í Danmörku en hún jókst um fjórtán prósent í Noregi og rúm níu prósent í Svíþjóð. Útgjaldamynstur íslenskra heimila breyttist líka mikið hér á landi þar sem þau hafa dregið mikið úr munaði til að eiga fyrir nauðsynlegum útgjöldum, auk þess sem kostnaður vegna opinberra gjalda, húsnæðis og bíla hefur aukist stórum. Segir í skýrslunni að skellurinn í einkaneyslu hefði eflaust orðið mikið stærri ef ekki hefði notið við úrræða í líkingu við sértækar vaxtaniðurgreiðslur og úttekt séreignarsparnaðar. Þá komi neikvæð áhrif einnig fram í niðurskurði til heilbrigðis- og menntamála, sem geti reynst skaðlegur til lengri tíma litið. Stærsta ógnin við lífskjör Íslendinga, sé horft til lengri tíma, er hins vegar skuldir hins opinbera. Þær hafi áhrif á almannatryggingakerfið og skattkerfið, en skattar geti til lengri tíma litið reynst letjandi, dregið úr atvinnuþátttöku og „skapað aðstæður fyrir fátæktargildrur“. Þrátt fyrir allt ofantalið er því þó ekki neitað að lífsgæði eru enn góð á Íslandi í samanburði við flest önnur ríki, til að mynda hvað varðar atvinnuþátttöku. Staðreyndin sé þó sú að Íslendingar miða sig að mestu við Norðurlöndin „og í því samhengi er ljóst að verulega hallar á Ísland“. Róbert Farestveit, hagfræðingur hjá ASÍ, segir í samtali við Fréttablaðið að lykillinn að því að snúa þessari þróun við og auka kaupmátt almennings liggi í aukinni fjárfestingu. „Það að auka kaupmátt tekur sinn tíma, en á meðan fjárfesting fer ekki af stað og verðbólga er enn við lýði mun það ganga hægt.“thorgils@frettabladid.is
Mest lesið Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Erlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent Bindur vonir við Vor til vinstri Innlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Innlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Fleiri fréttir Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Sjá meira