Lífsgæðin lakari hér en á Norðurlöndum 13. febrúar 2013 06:00 Róbert Farestveit Verulega hallar á Íslendinga þegar lífsgæði hér á landi eru borin saman við það sem gengur og gerist á Norðurlöndunum. Þetta kemur fram í skýrslu sem ASÍ kynnti í gær, þar sem lífskjör hér á landi eru borin saman við lífskjör í Noregi, Svíþjóð og Danmörku. Skýrslan tekur til ýmissa atriða þar sem meðal annars kemur fram að á tímabilinu 2006 til 2012 hafi dregið úr landsframleiðslu. Staðan er sérstaklega slök þegar litið er til þess að vinnuvikan hér á landi er talsvert lengri en tíðkast í hinum löndunum, þó svo hún hafi styst frá 2006, og þannig ljóst að Íslendingar þurfa að vinna meira til að halda uppi þeim lífsgæðum sem þó eru hér. Samdráttur í einkaneyslu hér á landi mælist rúm fjórtán prósent á tímabilinu 2006 til 2011. Til samanburðar stóð einkaneysla nokkurn veginn í stað í Danmörku en hún jókst um fjórtán prósent í Noregi og rúm níu prósent í Svíþjóð. Útgjaldamynstur íslenskra heimila breyttist líka mikið hér á landi þar sem þau hafa dregið mikið úr munaði til að eiga fyrir nauðsynlegum útgjöldum, auk þess sem kostnaður vegna opinberra gjalda, húsnæðis og bíla hefur aukist stórum. Segir í skýrslunni að skellurinn í einkaneyslu hefði eflaust orðið mikið stærri ef ekki hefði notið við úrræða í líkingu við sértækar vaxtaniðurgreiðslur og úttekt séreignarsparnaðar. Þá komi neikvæð áhrif einnig fram í niðurskurði til heilbrigðis- og menntamála, sem geti reynst skaðlegur til lengri tíma litið. Stærsta ógnin við lífskjör Íslendinga, sé horft til lengri tíma, er hins vegar skuldir hins opinbera. Þær hafi áhrif á almannatryggingakerfið og skattkerfið, en skattar geti til lengri tíma litið reynst letjandi, dregið úr atvinnuþátttöku og „skapað aðstæður fyrir fátæktargildrur“. Þrátt fyrir allt ofantalið er því þó ekki neitað að lífsgæði eru enn góð á Íslandi í samanburði við flest önnur ríki, til að mynda hvað varðar atvinnuþátttöku. Staðreyndin sé þó sú að Íslendingar miða sig að mestu við Norðurlöndin „og í því samhengi er ljóst að verulega hallar á Ísland“. Róbert Farestveit, hagfræðingur hjá ASÍ, segir í samtali við Fréttablaðið að lykillinn að því að snúa þessari þróun við og auka kaupmátt almennings liggi í aukinni fjárfestingu. „Það að auka kaupmátt tekur sinn tíma, en á meðan fjárfesting fer ekki af stað og verðbólga er enn við lýði mun það ganga hægt.“thorgils@frettabladid.is Mest lesið Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Þinglokasamningur í höfn Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Innlent Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Innlent Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Innlent Fleiri fréttir Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku Sjá meira
Verulega hallar á Íslendinga þegar lífsgæði hér á landi eru borin saman við það sem gengur og gerist á Norðurlöndunum. Þetta kemur fram í skýrslu sem ASÍ kynnti í gær, þar sem lífskjör hér á landi eru borin saman við lífskjör í Noregi, Svíþjóð og Danmörku. Skýrslan tekur til ýmissa atriða þar sem meðal annars kemur fram að á tímabilinu 2006 til 2012 hafi dregið úr landsframleiðslu. Staðan er sérstaklega slök þegar litið er til þess að vinnuvikan hér á landi er talsvert lengri en tíðkast í hinum löndunum, þó svo hún hafi styst frá 2006, og þannig ljóst að Íslendingar þurfa að vinna meira til að halda uppi þeim lífsgæðum sem þó eru hér. Samdráttur í einkaneyslu hér á landi mælist rúm fjórtán prósent á tímabilinu 2006 til 2011. Til samanburðar stóð einkaneysla nokkurn veginn í stað í Danmörku en hún jókst um fjórtán prósent í Noregi og rúm níu prósent í Svíþjóð. Útgjaldamynstur íslenskra heimila breyttist líka mikið hér á landi þar sem þau hafa dregið mikið úr munaði til að eiga fyrir nauðsynlegum útgjöldum, auk þess sem kostnaður vegna opinberra gjalda, húsnæðis og bíla hefur aukist stórum. Segir í skýrslunni að skellurinn í einkaneyslu hefði eflaust orðið mikið stærri ef ekki hefði notið við úrræða í líkingu við sértækar vaxtaniðurgreiðslur og úttekt séreignarsparnaðar. Þá komi neikvæð áhrif einnig fram í niðurskurði til heilbrigðis- og menntamála, sem geti reynst skaðlegur til lengri tíma litið. Stærsta ógnin við lífskjör Íslendinga, sé horft til lengri tíma, er hins vegar skuldir hins opinbera. Þær hafi áhrif á almannatryggingakerfið og skattkerfið, en skattar geti til lengri tíma litið reynst letjandi, dregið úr atvinnuþátttöku og „skapað aðstæður fyrir fátæktargildrur“. Þrátt fyrir allt ofantalið er því þó ekki neitað að lífsgæði eru enn góð á Íslandi í samanburði við flest önnur ríki, til að mynda hvað varðar atvinnuþátttöku. Staðreyndin sé þó sú að Íslendingar miða sig að mestu við Norðurlöndin „og í því samhengi er ljóst að verulega hallar á Ísland“. Róbert Farestveit, hagfræðingur hjá ASÍ, segir í samtali við Fréttablaðið að lykillinn að því að snúa þessari þróun við og auka kaupmátt almennings liggi í aukinni fjárfestingu. „Það að auka kaupmátt tekur sinn tíma, en á meðan fjárfesting fer ekki af stað og verðbólga er enn við lýði mun það ganga hægt.“thorgils@frettabladid.is
Mest lesið Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Þinglokasamningur í höfn Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Innlent Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Innlent Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Innlent Fleiri fréttir Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku Sjá meira