Fleiri fréttir

Mál lögreglumanns fellt niður

Ríkissaksóknari hefur fellt niður mál lögreglumanns á Blönduósi sem hafði sætt rannsókn vegna kynferðisbrots. Sami lögreglumaður var sýknaður af ákæru um annað kynferðisbrot í nóvember síðastliðnum.

40% vilja afsögn ráðherra

Fjórir af hverjum tíu landsmönnum vilja að forystumenn stjórnarflokkanna segi af sér vegna niðurstöðu Icesave-málsins, samkvæmt niðurstöðu nýrrar skoðanakönnunar Fréttablaðsins og Stöðvar 2.

Fá lóðina sem Eiður skilaði

Alþingismaðurinn Magnús Orri Schram og Herdís Hallmarsdóttir, slitastjórnarmaður í Landsbankanum, hrepptu byggingarlóðina í Hólmaþingi 7 þegar fulltrúi sýslumanns dró á milli umsækjenda á fundi framkvæmdaráðs Kópavogs á miðvikudag.

Landsbókasafnið rauf friðhelgi kommúnista

Landsbókasafn Íslands – Háskólasafn mátti ekki veita aðgang að félagatali Kommúnistaflokks Íslands frá árunum 1930 til 1938, segir Persónuvernd í úrskurði.

Ný forysta fer beint í baráttuna

Það skýrist á morgun hver munu leiða Samfylkinguna inn í kosningabaráttuna, en landsfundur flokksins hefst í dag. Raunar liggur þegar fyrir hver verður næsti formaður flokksins þar sem kosningu um það lauk á mánudaginn. Það verður hins vegar ekki gefið upp fyrr en klukkan 11.30 á morgun. Að því loknu kýs Samfylkingarfólk sér nýjan varaformann.

Mest hægt að vinna 15 milljarða króna

Íslendingar verða í fyrsta skipti með í Eurojackpot lottóinu þegar dregið verður í dag. Vinningar í Eurojackpot geta numið milljörðum króna. Lágmarksvinningsupphæð í hverri viku er tíu milljón evrur, eða jafnvirði 1,7 milljarða íslenskra króna, og getur hæst orðið 90 milljón evrur, eða 15 milljarðar króna. Ein röð kostar 320 krónur.

Erfðabreyttar örverur nýttar

Umhverfisstofnun hefur gefið út leyfi til Háskóla Íslands fyrir afmarkaðri starfsemi með erfðabreyttar örverur á Tilraunastöð Háskóla Íslands í meinafræði að Keldum. Um er að ræða rannsóknir á mæði-visnuveiru og herpes-hestaveiru.

Þótti sér líkt við Göbbels

"Ég mótmæli harðlega samlíkingu formanns bæjarráðs um að líkja mér við áróðursmálaráðherra nasista í seinni heimsstyrjöldinni, hún er honum til skammar,“ bókaði áheyrnarfulltrúi Íbúahreyfingarinnar, Jón Jósef Bjarnason, á bæjarráðsfundi í Mosfellsbæ. Verið var að ræða byggingu hjúkrunarheimilis.

Norski loðnuskipstjórinn sleppur með lága sekt

Afli norska loðnuskipsins Manon reyndist töluvert meiri en skipstjóri hafði tilkynnt um að veitt hefði verið innan íslensku efnahagslögsögunnar. Dómsátt var gerð í málinu eftir rannsókn lögreglunnar á Eskifirði. Landhelgisgæslan telur ekki ástæðu til að halda að brot sem þessi séu algeng. Víðtækt eftirlit er á miðunum.

Deilt um framsal ríkisvalds í stjórnskipunarlögum: Getum þurft að hverfa frá EES-aðild

Verði framsal ríkisvalds ekki heimilað með þeim hætti sem gert er ráð fyrir í frumvarpi til stjórnskipunarlaga gætu Íslendingar staðið frammi fyrir ákvörðun um hvort ætti að stíga út úr EES-samningnum. Þetta sagði Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra á þingi í gær en Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins hafði hafið máls á þessu efni.

Hugsað til bráðabirgða

Snæfellsbær sagði nýverið upp þjónustusamningi frá 2011 við Grundarfjarðarbæ um verkefni skipulags- og byggingafulltrúa, vegna anna fulltrúans heima fyrir. „Þetta er ekkert sem kemur á óvart.

Þriðjungur á ekkert sparifé

Nærri þriðjungur íbúa Evrópuríkja á ekki sparifé að grípa til, samkvæmt þýskri könnun sem könnunarfyrirtækið TNS gerði fyrir þýska bankann ING.

Sýrlendingar hóta hefndum

Sendiherra Sýrlands í Líbanon hefur hótað hefndaraðgerðum vegna loftárásar Ísraelshers á Sýrland. Ísraelar eru taldir hafa varpað sprengjum á bílalest, sem sögð er hafa verið á leiðinni með vopn handa liðsmönnum Hesbolla-samtakanna.

Frakkar deila um foreldrahlutverkið

Þegar François Hollande gaf frönskum kjósendum það loforð að lögleiða hjónabönd samkynhneigðra vakti það engin hörð viðbrögð í Frakklandi. Eftir að hann var kosinn forseti og kom þessu kosningaloforði sínu til afgreiðslu á þingi kom hins vegar annað hljóð í strokkinn.

Álitin þunglynd en reyndist vera með krabbamein í ristli

Matthildur Kristmannsdóttir var álitin þunglynd þegar hún leitaði ítrekað til læknis vegna veikinda. Í viðtali við Fréttatímann, sem kemur út á morgun, kemur fram að þremur árum eftir að hún leitaði sér fyrst hjálpar kom í ljós að Matthildur var alls ekki þunglynd - heldur með krabbamein.

Kínverskir hakkarar ítrekað ráðist á New York Times

Bandaríska stórblaðið New York Times greinir frá því í kvöld að það hafi ítrekað orðið fyrir tölvuárásum síðan í haust. Forsvarsmenn blaðsins eru þess fullvissir að kínversk yfirvöld séu á bak við árásina. Utanríkisráðuneyti Kína hafnar reyndar ásökunum staðfastlega og talsmaður ráðuneytisins segir Kína einnig fórnarlamb tölvuglæpa.

Sendiherra Bandaríkjanna breyttist í uppvakning

Uppvakningar eru ekki dagleg sjón á götum Reykjavíkur en hópur þeirra safnaðist saman á Hlemmi síðdegis. Þeirra á meðal var sendiherra Bandaríkjanna á Íslandi sem segir mikilvægt að eiga góð samskipti við íslenska uppvakninga.

Laun hjúkrunafræðinga hækkar um 25 þúsund á mánuði

Forstjóri Landspítalans ætlar að hækka laun hjúkrunarfræðinga spítalans í samræmi við framlag ríkisstjórnarinnar sama hvort þeir samþykkja hækkunina eða ekki. Laun þeirra hækka um tuttugu og fimm þúsund krónur á mánuði að meðaltali.

Nýtt kvótafrumvarp komið fram

Steingrímur J. Sigfússon atvinnuvega- og nýsköpunarráðherra lagði í dag fram frumvarp til breytinga á fiskveiðistjórnunarkerfinu. Málið er eitt það stærsta sem ríkisstjórnin hefur haft til umfjöllunar á kjörtímabilinu. Á síðasta ári var samþykkt frumvarp til breytinga á veiðileyfagjöldum en ákveðið var að bíða með breytingar á fiskveiðistjórnunarkerfinu. Alls óvíst er að þingið nái að afgreiða frumvarpið fyrir kosningar, sem eru í lok apríl.

Skyactive kerfi Mazda það grænasta

Hinar ýmsu stofnanir og tímariti keppast við að verðlauna umhverfisvæna bíla framleiðendanna. Bílar eins og Chevrolet Volt, Nissan Leaf og Ford C-Max Energy hafa hlotið slík verðlaun. Tímaritið Green Car Journal horfir á umhverfismálin í víðari skilningi og verðlaunaði fyrir skömmu þá heildarlausn framleiðendanna sem skilar mestum árangri í umhverfisvernd. Þau verðlaun hlaut Skyactive kerfi Mazda nú. Í því felast ekki bara einstaklega eyðslugrannar Skyactive vélar Mazda heldur einnig þróun léttbyggðra bíla með lága loftmótsstöðu. Mazda hafði undir marga verðuga andstæðinga í þessu vali, meðal annars vélbúnað Fisker Karma og Tesla rafbílaframleiðandanna, Ford Energi plug-in hybrid kerfið, Fiat Multiair, Honda Eco Assist, Toyota RAV4 EV bílana og Nissan Easy-Fill Tire Alert, sem hjálpar ökumönnum að hafa ávallt réttan þrýsting í hjólbörðunum. Green Car Journal veitir einnig verðlaun í nóvember ár hvert fyrir umhverfisvænansta bíla ársins og í fyrra hlaut Ford Fusion þau verðlaun.

Einar Boom vill fá afsökunarbeiðni

"Mér finnst að þeir sem komu að málinu, lögregla og ákæruvald, ættu að biðja mig opinberlega afsökunar,“ segir Einar Ingi Marteinsson, eða Einar Boom eins og hann er að öllu jafnaði kallaður.

Sýnist að dómurinn geti haft áhrif á störf mannanafnanefndar

Trausti Fannar Valsson lögfræðingur, sem sæti á í mannanafnanefnd, telur að dómur sem féll í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag í máli Bjarkar Eiðsdóttur, fyrir hönd dóttur sinnar gegn íslenska ríkinu, muni hafa áhrif á störf nefndarinnar.

BAFTA-tilnefningum Íslendinga fjölgar

Stuttmyndin Tumult, með Ingvari E-Sigurðssyni, Gísla Erni Garðarssyni og Ívari Erni Sverrissyni, hefur verið tilnefnd til bresku kvikmyndaverðlaunanna BAFTA sem besta stuttmyndin.

Hjúkrunarfræðingar komnir með lokaboð frá ríkisvaldinu

Hjúkrunarfræðingum hefur verið tilkynnt hvað ríkisvaldið er tilbúið að ganga langt til að bæta launakjör þeirra hjá Landspítalanum. Elsa B. Friðfinnsdóttir formaður Félags hjúkrunarfræðinga var boðuð á fund í fjármálaráðuneytinu í gær þar sem því var skýrt komið á framfæri hvað stjórnvöld væru reiðubúin að setja í jafnlaunaátak stjórnvalda og sú afstaða var síðan ítrekuð á fundi samráðsnefndar spítalans í morgun.

Enginn möguleiki á að úrslitum hafi verið lekið

"Það er enginn möguleiki á því, vinnulagið og verklagið tryggir það. Það sem birtist í nafnlausum slúðurdálki í einu blaði er ekki beint áríðandi," segir Eysteinn Eyjólfsson, upplýsingafulltrúi Samfylkingarinnar, aðspurður hvort að mögulegt sé að úrslitum í formannskjöri flokksins hafi verið lekið til fjölmiðla.

Sex ára dreng enn haldið í neðanjarðarbyrgi

Í neðanjarðarbyrgi, einhvers staðar undir rauðum moldarveginum á myndinni hér til hliðar, hefur sex ára gömlum dreng verið haldið í gíslingu síðan á þriðjudag.

SMÁÍS hafnar ásökunum um stuld

Snæbjörn Steingrímsson, framkvæmdastjóri SMÁÍS, segir það af og frá að samtökin noti hugbúnað í leyfisleysi, en Viðskiptablaðið greinir frá því í dag að ekki hafi verið staðið við samning milli samtakanna og NICAM í Hollandi.

"Óvíst hvað á að gera við skepnuna Facebook“

"Megingrundvallarreglan er sú að það má ekki taka saman lista yfir menn sem menn gruna um ákveðin afbrot og birta með opinberum hætti eða á opinberum vettvangi,“ segir Hörður Helgi Helgason lögmaður hjá Landslögum.

Styrmir Þór sýknaður í Exeter-málinu

Styrmir Þór Bragason, fyrrverandi forstjóri MP banka, var sýknaður í dag af ákæru um umboðssvik vegna svokallaðrar Exeter fléttu. Allur málskostnaður fellur á ríkissjóð.

Can use the name Blaer

A judge at the Reykjavik District Court has ruled that it is permissible to use the name Blær for a girl. The Names Committee had concluded that the name is a man's name. The courtroom was crowded when the ruling was announced.

"Loksins komin með Blæ í vegabréfið mitt"

"Ég var að búast við því að vinna, ég var alltaf jákvæð," sagði Blær Bjarkardóttir við fjölmiðla nokkrum mínútum eftir að dómari úrskurðaði að heimilt sé fyrir konur að heita nafninu Blær. Mannanafnanefnd hafði áður úrskurðað að nafnið væri karlkyns.

Næringarfræðingur segir próteinbita dulbúið sælgæti

"Það eitt að bæta próteini við vöru gerir hana ekki að hollustuvöru,“ segir næringarfræðingurinn Steinar B. Aðalbjörnsson, en hann gagnrýnir markaðssetningu Aktív próteinbita og segir hana brjóta gegn reglugerðum.

Sjá næstu 50 fréttir