Deilt um framsal ríkisvalds í stjórnskipunarlögum: Getum þurft að hverfa frá EES-aðild Þorgils Jónsson skrifar 1. febrúar 2013 06:00 Utanríkisráðherra sagði að ef Ísland heimilaði ekki framsal ríkisvalds með þeim hætti sem stjórnarskrárfrumvarp gerir ráð fyrir gætum við staðið frammi fyrir ákvörðun um að yfirgefa EES-samstarfið. Verði framsal ríkisvalds ekki heimilað með þeim hætti sem gert er ráð fyrir í frumvarpi til stjórnskipunarlaga gætu Íslendingar staðið frammi fyrir ákvörðun um hvort ætti að stíga út úr EES-samningnum. Þetta sagði Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra á þingi í gær en Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins hafði hafið máls á þessu efni. Bjarni vitnaði í texta frumvarpsins þar sem ástæða er sögð til að tryggja stjórnskipulegan grundvöll við þróun EES-samningsins og lagt er til að opnað verði fyrir framsal ríkisvalds til stofnana sem við Íslendingar eigum ekki aðild að. Tók hann sem dæmi reglur ESB um eftirlit með fjármálamörkuðum, sem álitið er að krefjist framsals að því marki að það brjóti í bága við stjórnskrá Íslands. Bjarni sagði að það mál virtist hafa gefið meirihlutanum tilefni til að leggja til ákvæði í stjórnarskrá þar sem Ísland fallist á að hverfa frá tveggja stoða kerfinu sem EES-samningurinn byggir á, að kröfu ESB. Spurði Bjarni Össur að því hvers vegna lagt væri í slíkar breytingar fyrir ESB. Össur svaraði því til að EES-samningurinn hefði breyst mikið frá því að hann var tekinn upp árið 1994, meðal annars með nokkru valdaframsali. Það væri hins vegar jákvætt fyrir Ísland að hægt væri að þróa samninginn með þessum hætti. Hann spurði Bjarna því hvernig hann vildi sjá EES þróast og „hvort [Bjarni] vilji að Ísland taki upp umræðu um að við stígum út úr því samstarfi. Ég hygg að ef við heimilum ekki framsal með þessum hætti kunnum við að standa frammi fyrir ákvörðun af því tagi." Bjarni sagði þá að í EES-samstarfinu hefði ESB í auknum mæli leitast við að færa vald til sinna stofnana. Það væri meiriháttar breyting frá upphaflega samningnum og „alger eftirgjöf" fælist í að fara að kröfum ESB með stjórnarskrárbreytingum. Össur lauk málinu með því að segja að EES-samningurinn hefði breyst verulega og í mögum atriðum væri hann kominn út fyrir það sem stjórnarskrá heimilaði. Úr því sem komið er væri að hans mati „miklu hreinlegra" fyrir Ísland að ganga í ESB. „Ef við ætlum að halda áfram þessu samstarfi og göngum ekki í Evrópusambandið þá verðum við að [heimila framsal ríkisvalds með umræddum hætti]." Mest lesið Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent Epstein-skjölin birt Erlent Pútín sagður hafa valið Witkoff Erlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa Innlent Fleiri fréttir „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Sjá meira
Verði framsal ríkisvalds ekki heimilað með þeim hætti sem gert er ráð fyrir í frumvarpi til stjórnskipunarlaga gætu Íslendingar staðið frammi fyrir ákvörðun um hvort ætti að stíga út úr EES-samningnum. Þetta sagði Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra á þingi í gær en Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins hafði hafið máls á þessu efni. Bjarni vitnaði í texta frumvarpsins þar sem ástæða er sögð til að tryggja stjórnskipulegan grundvöll við þróun EES-samningsins og lagt er til að opnað verði fyrir framsal ríkisvalds til stofnana sem við Íslendingar eigum ekki aðild að. Tók hann sem dæmi reglur ESB um eftirlit með fjármálamörkuðum, sem álitið er að krefjist framsals að því marki að það brjóti í bága við stjórnskrá Íslands. Bjarni sagði að það mál virtist hafa gefið meirihlutanum tilefni til að leggja til ákvæði í stjórnarskrá þar sem Ísland fallist á að hverfa frá tveggja stoða kerfinu sem EES-samningurinn byggir á, að kröfu ESB. Spurði Bjarni Össur að því hvers vegna lagt væri í slíkar breytingar fyrir ESB. Össur svaraði því til að EES-samningurinn hefði breyst mikið frá því að hann var tekinn upp árið 1994, meðal annars með nokkru valdaframsali. Það væri hins vegar jákvætt fyrir Ísland að hægt væri að þróa samninginn með þessum hætti. Hann spurði Bjarna því hvernig hann vildi sjá EES þróast og „hvort [Bjarni] vilji að Ísland taki upp umræðu um að við stígum út úr því samstarfi. Ég hygg að ef við heimilum ekki framsal með þessum hætti kunnum við að standa frammi fyrir ákvörðun af því tagi." Bjarni sagði þá að í EES-samstarfinu hefði ESB í auknum mæli leitast við að færa vald til sinna stofnana. Það væri meiriháttar breyting frá upphaflega samningnum og „alger eftirgjöf" fælist í að fara að kröfum ESB með stjórnarskrárbreytingum. Össur lauk málinu með því að segja að EES-samningurinn hefði breyst verulega og í mögum atriðum væri hann kominn út fyrir það sem stjórnarskrá heimilaði. Úr því sem komið er væri að hans mati „miklu hreinlegra" fyrir Ísland að ganga í ESB. „Ef við ætlum að halda áfram þessu samstarfi og göngum ekki í Evrópusambandið þá verðum við að [heimila framsal ríkisvalds með umræddum hætti]."
Mest lesið Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent Epstein-skjölin birt Erlent Pútín sagður hafa valið Witkoff Erlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa Innlent Fleiri fréttir „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Sjá meira