Laun hjúkrunafræðinga hækkar um 25 þúsund á mánuði Jóhanna Margrét Gísladóttir skrifar 31. janúar 2013 18:56 Forstjóri Landspítalans ætlar að hækka laun hjúkrunarfræðinga spítalans í samræmi við framlag ríkisstjórnarinnar sama hvort þeir samþykkja hækkunina eða ekki. Laun þeirra hækka um tuttugu og fimm þúsund krónur á mánuði að meðaltali. Samninganefnd hjúkrunarfræðinga á Landspítalanum fundaði með fulltrúum spítalans í morgun þar sem kynnt var lokatillaga að lausn á deilu þeirra um endurskoðun stofnanasamnings við spítalann. Tillagan felur í sér að ríkisstjórnin hefur ákveðið að leggja til fjármagn í tengslum við svokallaða jafnlaunastefnu og er framlagið samkvæmt heimildum fréttastofu yfir fjögur hundruð milljónir króna sem dreifast síðan á þá þrettán hundruð hjúkrunarfræðinga sem starfa hjá spítalanum miðað við starfsreynslu, ábyrgð og menntun. „Hjúkrunarfræðingar vilja skoða málið áfram, við viljum koma þessum peningum af stað og ætlum að gera það hvort sem félagið styður okkur í því eða ekki, við viljum auðvitað helst að félagið geri það og vonumst til þess," segir Björn Zoëga, forstjóri Landspítalans. Þannig geti spítalinn framkvæmd þessa launahækkun einhliða ef að hjúkrunarfræðingar vilja ekki taka þátt í henni í stofnanasamningi. „Við ætlum að koma þessum peningum sem ríkisvaldið hefur sett í þetta til þess að hækka laun sem fyrsta skref í jafnlaunastefnu ríkisstjórnarinnar," segir Björn. Hann vonast til þess að þetta útspil verði nægjanleg hækkun svo þeir 260 hjúkrunarfræðingar sem sagt hafa upp störfum hjá spítalanum og eiga að hætta 1.mars næstkomandi hætti við að yfirgefa spítalann. Tilagan verður kynnt fyrir hjúkrunarfræðingum á mánudagskvöld og munu fulltrúar þeirra svo funda með samninganefndinni á þriðjudag. „og við vonum að fá svar fljótlega í næstu viku, við munum fara í þetta á næstu dögum að undirbúa þetta og við vonum að stéttarfélagið verði með okkur í þessu," segir Björn að lokum. Mest lesið Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Innlent Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent Pútín sagður hafa valið Witkoff Erlent Epstein-skjölin birt Erlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa Innlent Fleiri fréttir Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Sjá meira
Forstjóri Landspítalans ætlar að hækka laun hjúkrunarfræðinga spítalans í samræmi við framlag ríkisstjórnarinnar sama hvort þeir samþykkja hækkunina eða ekki. Laun þeirra hækka um tuttugu og fimm þúsund krónur á mánuði að meðaltali. Samninganefnd hjúkrunarfræðinga á Landspítalanum fundaði með fulltrúum spítalans í morgun þar sem kynnt var lokatillaga að lausn á deilu þeirra um endurskoðun stofnanasamnings við spítalann. Tillagan felur í sér að ríkisstjórnin hefur ákveðið að leggja til fjármagn í tengslum við svokallaða jafnlaunastefnu og er framlagið samkvæmt heimildum fréttastofu yfir fjögur hundruð milljónir króna sem dreifast síðan á þá þrettán hundruð hjúkrunarfræðinga sem starfa hjá spítalanum miðað við starfsreynslu, ábyrgð og menntun. „Hjúkrunarfræðingar vilja skoða málið áfram, við viljum koma þessum peningum af stað og ætlum að gera það hvort sem félagið styður okkur í því eða ekki, við viljum auðvitað helst að félagið geri það og vonumst til þess," segir Björn Zoëga, forstjóri Landspítalans. Þannig geti spítalinn framkvæmd þessa launahækkun einhliða ef að hjúkrunarfræðingar vilja ekki taka þátt í henni í stofnanasamningi. „Við ætlum að koma þessum peningum sem ríkisvaldið hefur sett í þetta til þess að hækka laun sem fyrsta skref í jafnlaunastefnu ríkisstjórnarinnar," segir Björn. Hann vonast til þess að þetta útspil verði nægjanleg hækkun svo þeir 260 hjúkrunarfræðingar sem sagt hafa upp störfum hjá spítalanum og eiga að hætta 1.mars næstkomandi hætti við að yfirgefa spítalann. Tilagan verður kynnt fyrir hjúkrunarfræðingum á mánudagskvöld og munu fulltrúar þeirra svo funda með samninganefndinni á þriðjudag. „og við vonum að fá svar fljótlega í næstu viku, við munum fara í þetta á næstu dögum að undirbúa þetta og við vonum að stéttarfélagið verði með okkur í þessu," segir Björn að lokum.
Mest lesið Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Innlent Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent Pútín sagður hafa valið Witkoff Erlent Epstein-skjölin birt Erlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa Innlent Fleiri fréttir Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Sjá meira