Landsbókasafnið rauf friðhelgi kommúnista Garðar Örn Úlfarsson skrifar 1. febrúar 2013 06:00 Starfsmenn Landsbókasafns veittu tólf fræðimönnum aðgang að stílabók með nöfnum félaga í Kommúnistaflokki Íslands en leituðu loks leiðbeininga frá Persónuvernd sem nú hefur kveðið upp úr með að það hafi verið óheimilt. Landsbókasafn Íslands – Háskólasafn mátti ekki veita aðgang að félagatali Kommúnistaflokks Íslands frá árunum 1930 til 1938, segir Persónuvernd í úrskurði. Kjartan Ólafsson, fyrrverandi ritstjóri Þjóðviljans, gaf Landsbókasafninu árið 2005 félagatal Kommúnistaflokksins. Félagatalið er í handskrifaðri stílabók og nær til áranna 1930-1938, sem er tímabilið sem flokkurinn starfaði. Í bókina voru skráð nöfn 727 einstaklinga, oftast ásamt fæðingardegi og þeim tíman sem viðkomandi gekk í flokkinn. Einnig eru upplýsingar um þá sem skráðu sig úr flokknum strikaðar út vegna þess að þeir greiddu ekki félagsgjöld eða voru hreinlega reknir úr flokknum af öðrum ástæðum. Fram kom, þegar Kjartan gaf félagatalið, að hann hefði beinlínis gert það til að efla rannsóknir á vinstri hreyfingunni á tuttugustu öldinni. Frá því stílabókin komst í hendur Landsbókasafnsins árið 2005 hafa tólf fræðimenn fengið aðgang að henni á lestrarsal safnsins að því er segir í úrskurði Persónuverndar. Það var þó ekki fyrr en árið 2010 að elsti hluti félagatalsins var laus undan lagaákvæðum um áttatíu ára trúnað sem gildir um slíkar persónuupplýsingar. Af yngsta hlutanum verður trúnaði ekki aflétt fyrr en árið 2018. Ingibjörg Steinunn Sverrisdóttir landsbókavörður bendir á að engar kvaðir hafi fylgt gjöfinni frá Kjartani. „Við höfum yfirleitt tekið þann pólinn í hæðina að það sé þeirra sem nota gögnin að gæta að öllum heimildum og athuga hver mörkin séu og hvað megi gera með þessar upplýsingar. Með þessum úrskurði þurfum við sjálf að fara að segja við fólk hvaða hluta það megi skoða og hvern ekki," segir hún. Að sögn Ingibjargar voru starfsmenn Landsbókasafnsins þó óvissir um hvernig haga ætti aðgangi að félagatalinu því þar væri viðkvæmt efni. Safnið hafi fengið fund með Persónuvernd í júní 2011 til að fara yfir málið. Nú liggi úrskurður fyrir. „Nú verðum við hugsanlega að setja í okkar skráningar að þetta efni sé lokað til ársloka 2018 og setja vinnureglur um það hvernig taka eigi á málinu. Ef við fáum svona gögn í framtíðinni munum við passa betur upp á þetta." Fram kemur í úrskurði Persónuverndar að vilji menn fá aðgang að félagatalinu verði að leita eftir leyfi til þess hjá stofnuninni. Mest lesið Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Innlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent Epstein-skjölin birt Erlent Pútín sagður hafa valið Witkoff Erlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Fleiri fréttir Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Sjá meira
Landsbókasafn Íslands – Háskólasafn mátti ekki veita aðgang að félagatali Kommúnistaflokks Íslands frá árunum 1930 til 1938, segir Persónuvernd í úrskurði. Kjartan Ólafsson, fyrrverandi ritstjóri Þjóðviljans, gaf Landsbókasafninu árið 2005 félagatal Kommúnistaflokksins. Félagatalið er í handskrifaðri stílabók og nær til áranna 1930-1938, sem er tímabilið sem flokkurinn starfaði. Í bókina voru skráð nöfn 727 einstaklinga, oftast ásamt fæðingardegi og þeim tíman sem viðkomandi gekk í flokkinn. Einnig eru upplýsingar um þá sem skráðu sig úr flokknum strikaðar út vegna þess að þeir greiddu ekki félagsgjöld eða voru hreinlega reknir úr flokknum af öðrum ástæðum. Fram kom, þegar Kjartan gaf félagatalið, að hann hefði beinlínis gert það til að efla rannsóknir á vinstri hreyfingunni á tuttugustu öldinni. Frá því stílabókin komst í hendur Landsbókasafnsins árið 2005 hafa tólf fræðimenn fengið aðgang að henni á lestrarsal safnsins að því er segir í úrskurði Persónuverndar. Það var þó ekki fyrr en árið 2010 að elsti hluti félagatalsins var laus undan lagaákvæðum um áttatíu ára trúnað sem gildir um slíkar persónuupplýsingar. Af yngsta hlutanum verður trúnaði ekki aflétt fyrr en árið 2018. Ingibjörg Steinunn Sverrisdóttir landsbókavörður bendir á að engar kvaðir hafi fylgt gjöfinni frá Kjartani. „Við höfum yfirleitt tekið þann pólinn í hæðina að það sé þeirra sem nota gögnin að gæta að öllum heimildum og athuga hver mörkin séu og hvað megi gera með þessar upplýsingar. Með þessum úrskurði þurfum við sjálf að fara að segja við fólk hvaða hluta það megi skoða og hvern ekki," segir hún. Að sögn Ingibjargar voru starfsmenn Landsbókasafnsins þó óvissir um hvernig haga ætti aðgangi að félagatalinu því þar væri viðkvæmt efni. Safnið hafi fengið fund með Persónuvernd í júní 2011 til að fara yfir málið. Nú liggi úrskurður fyrir. „Nú verðum við hugsanlega að setja í okkar skráningar að þetta efni sé lokað til ársloka 2018 og setja vinnureglur um það hvernig taka eigi á málinu. Ef við fáum svona gögn í framtíðinni munum við passa betur upp á þetta." Fram kemur í úrskurði Persónuverndar að vilji menn fá aðgang að félagatalinu verði að leita eftir leyfi til þess hjá stofnuninni.
Mest lesið Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Innlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent Epstein-skjölin birt Erlent Pútín sagður hafa valið Witkoff Erlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Fleiri fréttir Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Sjá meira