Fleiri fréttir

Fyrrum dómari í Gettu Betur segir kynjakvóta tímabæran

"23 strákar og ein stelpa er bara vont sjónvarp, nema þátturinn sé Bachelorette," segir sagnfræðingurinn Stefán Pálsson, og að hans mati er tímabært að innleiða kynjakvóta í Gettu Betur, spurningakeppni framhaldsskólanna.

Bjargað af brautarteinunum í Madríd

51 árs gömul kona féll í yfirlið þar sem hún beið eftir neðanjarðarlestinni í Madríd, höfuðborg Spánar, í gær. Sem betur gekk spænsk lögreglukona vasklega til verks og kom henni til bjargar.

Lögga og blaðamaður í vondum málum

Fyrrverandi lögreglumaður og blaðamaður á breska götublaðinu The Sun eiga yfir höfði sér ákæru. Málið er hluti af rannsókn lögreglu á spillingu opinberra starfsmanna í starfi.

Ákærður fyrir líkamsárás á Hverfisgötu

Karlmaður á þrítugsaldiri hefur verið ákærður fyrir að hafa skallað mann í andlitið svo hann féll í götuna í apríl í fyrra, en atvikið átti sér stað á Hverfisgötu. Hann kýldi mannin síðan í andlitið og loks sparkaði hann í andlit hans þar sem hann lá í götunni. Ákæra í máli mannsins var þingfest í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun.

Færri flytja til útlanda

Alls fluttust 319 fleiri frá landinu en til þess á síðasta ári. Það dró úr brottflutningi á árinu miðað við árið áður, þegar 1.404 fluttust úr landi umfram aðflutta. Alls fluttust 6.276 frá landinu, samanborið við 6.982 í hitteðfyrra Alls fluttust 5.957 manns til Íslands í fyrra, sem er nokkur aukning miðað við árið 2011 þegar 5.578 manns fluttu til landsins. Þetta kemur fram í tölum Hagstofunnar.

Sex dagar til dómsdags

Sex dagar eru í dag þangað til að dómur verður kveðinn upp í Icesave-málinu. Utanríkismálanefnd Alþingis hitti í morgun sérfræðinga sem unnu að málsvörn Íslands fyrir EFTA dómstólnum. Fulltrúar nefndarinnar, þeir Jóhannes Karl Sveinsson hæstarréttarlögmaður og Kristján Andri Stefánsson sendiherra mættu fyrir nefndina til þess að útskýra eðli málsins fyrir nefndina og hvaða afleiðingar dómsniðurstaðan gæti haft.

Porsche 918 handan við hornið

Ofurbíllinn Porsche 918 er líklega kominn á framleiðslustigið og sífellt fleiri upplýsingar eru að birtast um bílinn. Meðfylgjandi mynd má finna á vef þýsku einkaleyfastofunnar, sem bendir einmitt til þess að hann sé kominn í framleiðslu. Vitað er að 25 tilbúnir slíkir bílar eru í prófunum víða um heim. Porsche 918 bíllinn er um margt óvenjulegur. Hann er svokallaður tvinnbíll (Plug-in Hybrid) sem hlaða má með heimilisrafmagni og hægt að aka honum 25 km eingöngu á rafmagni og á allt að 145 km hraða. Bíllinn er 770 hestöfl sem fást úr 4,6 l. V8 vél sem skaffar 570 þeirra en rafhlöðurnar 200 hestöflum. Það skilar þessum straumlínulaga bíl í hundraðið á 2,9 sekúndum og hámarkshraðinn er 325 km. Eyðsla hans verður innan við 3 lítrar á hundraðið. Í útliti er bíllinn þónokkuð frábrugðinn öðrum Porsche sportbílum, hann er miklu lengri, breiðari og lægri en t.d. 911 eða Boxter bílarnir. Verð bílsins verður eitthvað í nágrenni við 130 milljónir króna.

Amma á sextugsaldri dæmd til dauða fyrir fíkniefnasmygl

Bresk kona, Lindsay Sandiford, var í gær dæmd til dauða, fyrir að reyna að smygla fíkniefnum á eyjunni Balí. Það vekur athygli að konan er orðin 56 ára gömul og amma. Hún var handtekin í maí síðastliðnum á flugvellinum í Balí þegar tollverðir fundu um 3,8 kíló af kókaini í farangri hennar. Í dómnum segir að Sandiford hafi eyðilagt ímynd Balí sem ferðamannaparadísar og veikt baráttu yfirvalda í fíkniefnastríðinu. Sandiford neitar sök.

Þurftu að kæla niður hjólabúnað á vél Icelandair

Slökkviliðsmenn á Loganflugvelli í Boston, þurftu í gær að kæla niður hjólabúnað á þotu frá Icelandair þegar hún var umþaðbil að leggja af stað til Íslands. Engin eldur kviknaði , að sögn talsmanns vallarins og engan sakaði. Verið er að rannsaka hvað gerðist og gera við búnaðinn. Flugi Icelandair til Íslands var frestað í gærkvöld vegna atviksins.

Búast við 20% lækkun á laxveiðileyfi

Verð fyrir laxveiðileyfi í Skjáalfandafljóti mun lækka um 20 til 25 prósent í sumar, frá því sem það var í fyrra, samkvæmt heimasíðu fyrirtækisins Lax-ár, sem hefur veiðiréttinn þar á leigu. Þetta kann að marka upphaf á breytingum á þessum markaði, því aðeins bárust tvö gild tilboð í veiðiréttinn í Noðrurá í Borgarfirði, bæði upp á lægri upphæðir en greiddar hafa verið fyrir veiðiréttinn þar undanfarin ár.

Inflúensan er fyrr á ferðinni í ár

Inflúensutilvikum fjölgar nú hratt hér á landi og sóttvarnalæknir gerir ráð fyrir að faraldurinn nái hámarki fyrr en undanfarin ár. Faraldurinn er skæðari hér og í Noregi en í flestum öðrum Evrópuríkjum, samkvæmt tölum Sóttvarnastofnunar Evrópu.

Íbúar í Diabaly tóku vel á móti Frökkum

Franski herinn er kominn til Diabaly í Malí, viku eftir að íslamistar hertóku bæinn. Íslamistarnir hröktust burt eftir linnulausar loftárásir Frakka undanfarna daga. Frakkar vilja að herlið frá Afríkuríkjunum taki við keflinu á næstu vikum.

Samningar styttir og friðurinn tryggður

ASÍ og SA sömdu í gær um að stytta kjarasamninga og hefja undirbúning nýrra samninga strax. Leggja áherslu á kaupmátt og efnahagslegan stöðugleika. Kenna stjórnvöldum um að fjárfestingar í atvinnulífi hafi ekki aukist á samningstíma.

Íslenskar sækýr synda yfir Ermarsund í júní

Sex íslenskar konur hyggjast synda boðsund yfir Ermarsund og til baka í júní. Þær nefna hópinn Sækýrnar. Liðsstjórinn kveður þær þrautreynda "dísilmótora“. Gera á heimildarmynd um sundið sem gæti varað 30 tíma. "Leynivinir“ styrkja hópinn.

Þýsk hjón gefa safn íslenskra landabréfa

Akureyrarbær mun á næstunni eignast einstakt safn handmálaðra landabréfa af Íslandi sem þýsku hjónin og Íslandsvinirnir Karl-Werner Schulte og Gisela Schulte-Daxbök hafa komið sér upp á liðnum áratugum.

Skuldastaða ríksins verri en ætla mætti

Sé áætluðum lífeyrisskuldbindingum ríkisins og fyrirséðum útgjöldum vegna vanda Íbúðalánasjóðs bætt við heildarskuldir ríkissjóðs hækka þær úr um 1.500 milljónum króna í hátt í 2.000 milljónir.

Sex milljarðar í að klára tvöföldunina

Sex milljörðum króna verður varið á næstu tíu árum til að ljúka tvöföldun Reykjanesbrautar Hafnarfjarðarmegin. Þetta kemur fram í svari innanríkisráðherra við fyrirspurn Guðlaugs Þórs Guðlaugssonar.

Látinn hætta með laun út árið

Jón Pálmi Pálsson, sem látið hefur af störfum bæjarritara á Akranesi, fær greidd laun út þetta ár samkvæmt samkomulagi um starfslok hans.

Stjórnarskrármálið úr nefnd

Meirihluti stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar stefnir að því að taka frumvarp um nýja stjórnarskrá úr nefnd í dag. Málið er á dagskrá Alþingis á fimmtudag.

Segist hafa skotið Talibana

Harry Bretaprins, sem er á heimleið eftir fjögurra mánaða herþjónustu í Afganistan, segist hafa lent í aðstæðum sem þyrluflugmaður þar sem hann þurfti að skjóta á Talibana og að einhverjir þeirra hafi fallið.

Blær er vongóð um viðsnúning

Móðir Stúlku Bjarkardóttur Rúnarsdóttur segir dóttur sína vongóða um að ákvörðun mannanafnanefndar um að synja henni þess að fá að bera nafnið Blær verði hnekkt fyrir dómi.

Íbúar vilja betri útivistarsvæði

Bætt aðgengi að útivistarsvæðum og bættar aðstæður fyrir gangandi og hjólandi var rauði þráðurinn í hugmyndum íbúa Vesturbæjar fyrir Betri hverfi í fyrra. Meðal þess sem horft var til voru betri róluvellir, bætt aðgengi að fjörum við borgina og bætt aðgengi gangandi og hjólandi borgarbúa og ferðamanna. Íbúar Vesturbæjar sendu inn hugmyndir í fyrra og svo var kosið um þær í rafrænni kosningu.

Gröf leynt fyrir tengdamömmu

Sóknarnefnd á Norður-Sjálandi hefur í þrjú ár neitað að upplýsa Ann Brydholm um hvar leiði sonar hennar, Claus Brydholm, er. Leiðið var á leynilegum stað í kirkjugarðinum í Karlebo og án legsteins þar til fyrir stuttu vegna óska ekkjunnar en nú hafa jarðneskar leifar Brydholms verið fluttar annað, að því er greint er frá í Jyllands-Posten.

Reykjandi múslímar stöðvaðir

Tungumálaörðugleikar eiga ekki að koma í veg fyrir að menn hætti að reykja. Þetta er mat yfirvalda í Kaupmannahöfn sem ákváðu að láta tóbaksvarnarráðgjafa stöðva múslíma á leið til föstudagsbænar.

Rannsókn á barnaníði hætt

Kaþólska kirkjan í Þýskalandi hefur blásið af óháða rannsókn viðurkennds fræðimanns á kynferðisglæpum innan kirkjunnar.

Veita leyfi fyrir þyrluskíðafólk

Íþróttaráð Akureyrar hefur samþykkt að félagið Bergmenn fái leyfi til að gera tilraun með sölu og markaðssetningu þyrluskíðaferða frá skíðasvæðinu í Hlíðarfjalli. Skilyrði er að Bergmenn vinni þetta verkefni í fullu samráði við forstöðumann Hlíðarfjalls. Fyrirtækið hefur áður boðið upp á þyrluskíðaferðir á Tröllaskaga. Stofnandi Bergmanna er Jökull Bergmann fjallaleiðsögumaður.

Kynnti stöðuna fyrir ESB-fólki

Stefán Haukur Jóhannesson, aðalsamningamaður Íslands í aðildarviðræðunum við ESB, kynnti ákvörðun ríkisstjórnarflokkanna um að hægja á viðræðum, fyrir Evrópumálaráðherrum ESB-landa á fundi í gær. Frá þessu segir á vef utanríkisráðuneytisins, en á fundinum fjallaði Stefán Haukur einnig um áherslu Íslands á gagnsæi í viðræðuferlinu.

Sláandi myndir af rafgeymi Dreamliner þotunnar sem nauðlenti

Flugmálastjórn Japans hefur sett myndir á netið af því hvernig rafgeymir Dreamliner þotunnar leit út eftir að henni var nauðlent á Takamitshu flugvellinum í Japan í síðustu viku. Til samanburðar er svo mynd af því hvernig sá rafgeymir lítur út þegar allt er með felldu.

Mikið af hnúfubak á loðnumiðunum

Mikið er nú af hnúfubak á loðnumiðunum austur af landinu, að því er Guðlaugur Jónsson skipstjóri á Ingunni AK segir á heimasíðu HB-Granda.

Þingkosningar í Ísrael í dag

Þingkosningar verða haldnar í Ísraal í dag en fastlega er búist við því að Benjamin Netanjahu forsætiráðherra landsins haldi völdum að þeim loknum.

Dómur í málinu gegn Berlusconi verður eftir þingkosningarnar

Dómarinn í réttarhöldunum í Mílanó þar sem Silvio Berlusconi er ákærður fyrir samræði við unglingsstúlku undir lögaldri hefur ákveðið að dómsuppkvaðning verði ekki fyrr en að loknum þingkosningunum á Ítalíu í næsta mánuði.

Með stærstu mjaðmir í heimi

Mikel Ruffinelli, þrjátíu og níu ára gömul kona frá Los Angeles í Bandaríkjunum, er líklega með stærstu mjaðmir í heimi en ummál þeirra eru 244 sentimetrar. Mjaðmir hennar stækkuðu mikið eftir að hún eignaðist sitt fyrsta barn, tuttugu og tveggja ára en fram að því var hún mikill íþróttamaður og í góðu formi.

Óvissustig áfram í gildi - 36 í einangrun á spítalanum

Þrjátíu og sex manns eru í einangrun á Landspítalanum. Spítalinn er enn á óvissustigi og fundað er daglega til að fara yfir stöðuna. Þegar er byrjað að undirbúa komandi helgi tl að tryggja að nægt starfsfólk sé á vakt.

Hlægilega lágar bætur

Læknafélag Íslands hefur verið dæmt til að greiða Páli Sverrissyni miskabætur vegna birtingar á viðkvæmum persónuupplýsungum um hann í Læknablaðinu. Páli finnst bæturnar, þrju hundruð þúsund krónur, skammarlega lágar.

„Það er eitthvað við myndina sem minnir mig á afa"

Auðvitað bregður manni að sjá svona mynd, ég viðurkenni það alveg, segir Kristín Þórðardóttir, barnabarn Bjarna Matthíasar Sigurðssonar sem hvarf á Snæfellsnesi árið 1974. Fjallað var um hvarf hans í þættinum Mannshvörf á Íslandi á Stöð 2 í gær.

Dularfull ljósmynd vekur upp spurningar um mannshvarf

Hann rifjaðist upp fyrir mér þessi löngu týndi maður sem aldrei fannst, segir Jón Haukur Jóelsson, sem rakst á dularfulla ljósmynd þegar hann kom heim úr ferðalagi um Snæfellsnesið í fyrra.

Sjá næstu 50 fréttir