Fleiri fréttir

Frumvarp um Happdrættisstofu vegur að friðhelgi einkalífs

Frumvarp innanríkisráðherra um Happdrættisstofu vegur að viðskiptafrelsi og friðhelgi einkalífsins. Þetta er mat alþjóðlegrar stofnunar um tjáningar- og upplýsingafrelsi. Þá telur þingmaður frumvarpið geta takmarkað starfsemi hlutabréfasjóða á netinu, og jafnvel netleikja með sitt eigið hagkerfi.

Reykjavíkurborg styrkir menningarlífið

Einar Örn Benediktsson, formaður menningar- og ferðamálaráðs Reykjavíkurborgar, tilkynnti í Listasafni Reykjavíkur í Hafnarhúsi í dag um styrkveitingar ráðsins árið 2013. Um leið var Tríó Sunnu Gunnlaugs útnefnt Tónlistarhópur Reykjavíkur 2013 og lék það við athöfnina sem styrkþegum var boðið til.

Volkswagen og BMW spáð mestum vexti

Könnun KMPG sem gerð var meðal hátt settra stjórnenda bílaframleiðslufyrirtækjanna bendir til að Volkswagen og BMW sé líklegust til að auka hlutdeild sína á bílamarkaðnum í heiminum næstu 5 árin. Þetta er fjórtánda árið í röð sem KPMG spyr um 200 stjórnendur í bílafyrirtækjunum að því hvaða fyrirtæki eru líklega til að auka eða tapa hlutdeild á næstu 5 árum. Efst á listanum trónir Volkswagen, en 81% þeirra hafa trú á vexti þess, 3% að hún muni minnka og 16% að hún muni standi í stað. Í öðru sæti er BMW með 70% trú á vexti og 5% trú á minnkun. Er þetta fyrsta skiptið sem BMW nær svo hátt á listanum. Athygli vekur að neðstu fyrirtækin á listanum er japönsku framleiðendurnir Suzuki, Mazda, Mitsubishi og Subaru. Allt aðra sögu er að segja af Toyota, en það er í fjórða sæti.

Vatnsvél orsök eldsvoða í Glerárskóla

Neytendastofa vill brýna fyrir almenningi að fjarlægja og taka strax úr umferð vatnsvélar frá Champ Design CO., Ltd. sem seldar voru í Byko frá mars 2006 til 2010. Rannsókn á bruna sem varð í Glerárskóla á Akureyri 14. janúar síðastliðinn leiddi í ljós að eldsupptök voru út frá vatnsvél frá Byko.

Hlífar Vatnar í sextán ára fangelsi fyrir morð

Hæstiréttur staðfesti í dag sextán ára fangelsisdóm yfir Hlífari Vatnari Stefánssyni sem varð Þóru Eyjalín Gísladóttur að bana í heimahúsi í Hafnarfirði í byrjun febrúar, á síðasta ári.

Staðfesti fjórtán ára fangelsisdóm yfir Guðgeiri

Hæstiréttur staðfesti í dag fjórtán ára fangelsisdóm yfir Guðgeiri Guðmundssyni, sem dæmdur var fyrir morðtilraun, sem átti sér stað á lögmannsstofu í mars síðastliðnum. Guðgeir réðst þá á Skúla Sigurz, framkvæmdastjóra lögmannsstofunnar, og stakk hann ítrekað. Þá stakk hann Guðna Bergsson lögmann í lærið þegar hann ætlaði að koma Skúla til bjargar. Auk fjórtán ára fangelsis var Guðni dæmdur til að greiða Skúla þrjár milljónir í miskabætur og Guðna 800 þúsund.

Gíslar og ódæðismenn féllu í aðgerðum Alsírshers

Alls létust 34 gíslar í áhlaupi alsírska hersins á gasvinnslustöðina þar sem herskáir íslamistar hafa haldið tugum manns frá því í gær. Alsírskir fjölmiðla fullyrða að 15 íslamistar hafi fallið í aðgerðunum og að hermenn hafi frelsað fjóra gísla úr haldi.

Kauptu þér kærustu á Facebook

Einhleypir notendur Facebook geta nú eignast kærustur á Facebook með lítilli fyrirhöfn. Þannig geta þeir látið líta út fyrir að þeir séu í sambandi og forðast nærgöngular spurningar vina og ættingja um það hvers vegna þeir séu ekki gengnir út.

Æfa viðbrögð við sjóslysi í Landeyjahöfn

Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra og aðrir samstarfsaðilar æfa í dag viðbrögð við miklu sjóslysi á suðvesturströnd Íslands. Á æfingunni er tekist á við þá sviðsmynd að ferjan Herjólfur hlekkist á við innsiglinguna í Landeyjahöfn með nokkur hundruð farþega um borð.

Spáð stormi í kvöld

Í kvöld er spáð er Suðaustan stormi um landið sunnan- og suðvestanvert.

Forsætisráðherra telur mögulegt að klára stjórnarskrármálið

Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra, segir að Alþingi sé ekkert að vanbúnaði að klára stjórnarskrármálið á þessu kjörtímabili. Fulltrúar Feneyjanefndarinnar eru staddir hér á landi og funduðu meðal annars með stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis í morgun.

Saksóknara varð fótaskortur á tungunni

Saksóknara varð fótaskortur á tungunni í fyrirtöku í héraðsdómi i morgun. Verið vara að taka fyrir mál þar sem maður var ákærður fyrir brot á umferðarlögum með ölvunarakstri. Hugðist saksóknari fara fram á ævilanga sviptingu ökuleyfis en mismælti sig og krafðist ævilangs fangelsis. Samkvæmt heimildum Vísis urðu ekki neinir eftirmálar vegna mismælanna, en málið fer í hefðbundinn farveg.

Samsæriskenningar á kreiki um árásina í Sandy Hook

Allt frá því að hinn tvítugi Adam Lanza gekk inn í Sandy Hook barnaskólann í Connecticut, þann 14. desember síðastliðinn og myrti þar 26 einstaklinga, hafa fjölmargar samsæriskenningar um skotárásina verið á kreiki.

Má heita Greppur

Mannanafnanefnd hefur samþykkt karlmannsnafnið Greppur og úrskurðað að það skuli fært á mannanafnaskrá. Í úrskurði sem kveðinn var upp í síðustu viku kemur fram að nafnið taki íslenskri beygingu í eignarfalli, Grepps, og teljist að öðru leyti uppfylla ákvæði laga um mannanöfn.

Skoda nálgast milljón bíla á ári

Tékkneski bílaframleiðandinn Skoda seldi 939.200 bíla á síðasta ári og búast má við að takmarkinu um milljón bíla sölu náist á þessu ári. Skoda jók söluna um 6,8% í fyrra og ef sami vöxtur kemur til á þessu ári nær Skoda markmiði sínu. Ekki ætti að saka að bráðlega mun Skoda kynna nýja kynslóð af vinsælasta bíl sínum, hérlendis sem annarsstaðar, Skoda Octavia. Octavia seldist í 410.000 eintökum í fyrra. Næstsöluhæsta bílgerð Skoda var Fabia með 240.000 eintök, þá Superb með 109.000, Yeti 87.000, Roomster 38.000, Rapid 25.000 og Citigo með 30.000 eintök en sá bíll kom nýr á seinni hluta ársins. Til marks um góðan árangur Skoda á síðasta ári þá var 3% vöxtur í sölu Skoda bíla í vesturhluta Evrópu þó svo að um verulega minnkun heildarsölu þar hafi verið að ræða. Sterkast eini markaður Skoda er þó í Kína, en þar seldi Skoda 236.000 bíla og jókst salan um 7,1%. Sala Skoda bíla í Bretlandi jókst um 17,6% og metsala var einnig í Austurríku, Sviss og Danmörku. Á Íslandi seldust 689 Skoda bílar í fyrra sem var 8,7% af bílasölumarkaðinum og líklega hæsta markaðshlutdeildin utan heimalandsins Tékklandi. Salan jókst um 48% frá 2011.

Hjálpuðu útigangsmanni og gáfu honum samloku

Lögreglan kom útigangsmanni til hjálpar snemma í morgun, en sá lá kaldur og hrakinn á bekk á Austurvelli. Hann reyndist talsvert ölvaður og var fluttur á lögreglustöð þar sem hann fékk gistingu í hlýjum klefa og samloku að borða.

Aston Martin 100 ára

Breski lúxusbílaframleiðandinn Aston Martin er 100 ára í ár og heldur uppá afmælið meðal annars með afmælisútgáfum af flestum sínum bílgerðum. Framleiddir verða 100 bílar af hverri gerð Vantage, DB9, Rapide og Vanquish í sérstakri afmælisútgáfu. Bílarnir verða merktir í númararöð og í hverjum bíl verður skjöldur sem tiltekur raðnúmer hans. Bílarnir fá sérstakt lakk og að innan verða þeir með svipaða leðurinnréttingu og er í Aston Martin One-77 Volante, með stöguðu leðri og silfurtvinna. Að öðru leiti er bílarnir eins og hefðbundnu bílgerðirnar. Bílunum fylgja allrahanda smágjafir, svo sem tvö Bang & Olufssen heyrnatól, tveir bíllyklar úr gleri, ermahnappar, pennar úr silfri og fleira glingur sem allt er merkt Aston Martin. Vafalaust höfða þessir bílar til margs efnameira fólks og bílasafnara en fyrir þá þarf að greiða meira en fyrir venjulega Aston Martin bíla. Lionel Martin og Robert Bamfors stofnuðu Bamford og Martin árið 1913, en nafnið breyttist í Aston Martin ári seinna eftir sigur bíls þeirra í Aston Clinton Hillclimb klifurkeppninni.

Vonast til að Vilborg nái á pólinn í dag

Vilborg Arna Gissurardóttir nær að öllum líkindum langþráðu takmarki sínu í dag að vera fyrsti Íslendingurinn sem gengur einn síns liðs á Suðurpólinn samtals um 1140 kílómetra. Vilborg gekk í gær tæplega 20 kílómetra og á því eftir um 18 kílómetra á Pólinn. Hún hefur því að líkindum sofið sína síðustu nótt í göngutjaldinu sem verið hefur hennar næturstaður í hálfan annan mánuð. Vilborg gæti hæglega náð Pólnum um klukkan 15 að staðartíma eða klukkan 18 að íslenskum tíma.

Aldrei fleiri hermenn fyrirfarið sér

Þrátt fyrir mikinn stuðning og ráðgjöf fyrirfóru 349 bandarískir hermenn sér í fyrra, að því er CNN fréttastofan greinir frá. Talið er að þetta sé mesti fjöldi frá því að varnarmálaráðuneytið fór að halda tölur yfir þetta árið 2001. Samkvæmt tölum ráðuneytisins fyrirfóru 349 hermenn sér og verið er að rannsaka hvort 110 andlát í viðbót megi rekja til sjálfsmorða. Í hitteðfyrra fyrirfór 301 hermaður sér og árið á undan voru þeir 298.

Tekinn á ótryggðum bíl með stolnum númeraplötum

Þegar lögreglulmenn stöðvuðu ökumann á Barónstígnum i Reykjavík í gærkvöldi þar sem ljósin voru í ólagi, kom í ljós á númerin á bílnum voru stolin af öðrum bíl. Auk þess var bíllinn ótryggður og eigandinn var ekki með ökuskírteinið á sér. Stolnu númerin voru klippt af bílnum og hann kyrrsettur.

Gíslarnir í Alsír neyddir til að setja á sig sprengjubelti

Einn af frönsku gíslunum í Amenas gasvinnslustöðinni í Alsír segir að íslamistarnir sem hafa þar rúmlega 40 manns í haldi hafi neytt nokkra þeirra til að setja á sig sprengjubelti. Þar að auki hafi sprengjum verið komið fyrir víða í stöðinni.

Konungur rússnesku mafíunnar myrtur

Hinn ókrýndi konungur rússnesku mafíunnar, Aslan Usojan, var myrtur af leyniskyttu fyrir utan veitingahús skammt frá Kreml í Moskvu síðdegis í gær.

Vöktunar á lífríkinu sárt saknað

Þegar ráðist var í framkvæmdir við Snæfellsnesveg um Kolgrafafjörð var lítið vitað um lífríkið í firðinum. Náttúruvernd ríkisins, nú Umhverfisstofnun, mæltist til þess á sínum tíma að lögð yrði fram vöktunaráætlun til að fylgjast með því hvort áhrifin af framkvæmdinni, þverun fjarðarins, yrðu raunverulega þau sem gert var ráð fyrir í mati á umhverfisáhrifum. Það var ekki gert, og stóð aldrei til. Sérfræðingur gagnrýnir hart að framkvæmdum eins og þverun Kolgrafafjarðar skuli ekki vera fylgt eftir með vöktun.

Vilja að mengunarákvæði standi óbreytt næstu árin

Jarðhitafyrirtækin þrjú, Orkuveita Reykjavíkur, Landsvirkjun og HS Orka, hafa óskað eftir því við umhverfisráðherra að gildistöku hertra ákvæða reglugerðar um styrk brennisteinsvetnis í andrúmslofti verði frestað til ársins 2020. Reglugerðin var sett árið 2010, meðal annars til að draga úr skaðlegum áhrifum á heilbrigði manna og umhverfið í heild og á að taka gildi um mitt ár 2014.

Júlli harðneitar að yfirgefa Drauminn

"Ég fer bara ekki neitt,“ segir kaupmaðurinn Júlíus Þorbergsson, Júlli í Draumnum, sem býr sig nú undir það að menn á vegum Sýslumannsins í Reykjavík banki upp á hjá honum og beri hann út. Það gæti orðið á allra næstu dögum.

Skoði möguleika á kynferðisbrotalínu

Engin hjálparlína, hvorki í síma né á netinu, er starfrækt hér á landi fyrir þolendur kynferðisbrota. Fólk getur hringt í Neyðarlínuna í 112 eða í hjálparsíma Rauða krossins í síma 1717 og fengið þaðan samband við viðeigandi aðila.

Bæjarfulltrúar efast um verðmat Ásvalla

„Ég hef vissar áhyggjur af verðmatinu sem lagt er til grundvallar,“ sagði Helga Ingólfsdóttir, bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokks, á bæjarstjórnarfundi í Hafnarfirði í gær. Þar var ræddur samningur um kaup bæjarins á 20 prósenta hlut Hauka í íþróttamannvirkjum á Ásvöllum.

Auka menntun á vinnumarkaði

Nýju tilraunaverkefni til að hækka menntunarstig á vinnumarkaði verður hleypt af stokkunum í haust. Það verður fjármagnað með afgangsfé úr vinnumarkaðs- og menntunarátaki síðustu tveggja ára. Þetta kynntu Guðbjartur Hannesson velferðarráðherra og Katrín Jakobsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, í gær eftir fund með aðilum vinnumarkaðarins.

Minnst 25 létust þegar hús hrundi

Að minnsta kosti 25 manns eru látnir og 12 alvarlega slasaðir eftir að tólf hæða bygging hrundi í egypska bænum Alexandría. Slysið gerðist að morgni til að staðartíma og björgunarmenn segja að enn fleiri liggi fastir inni í húsarústunum og kalli á hjálp. Einn úr hópi viðbragðsaðila segir við Ritzau fréttastofuna að tekist hafi að bjarga 10 manns út úr húsinu. Alls bjuggu 24 fjölskyldur í umræddu húsi.

Boðar umfangsmiklar breytingar á skotvopnalöggjöfinni

Barack Obama, forseti Bandaríkjanna, kynnti í dag frumvarp um umfangsmestu breytingar á skotvopnalöggjöf sem ráðist hefur verið í á tveimur áratugum. Segja má að með því hafi hann sagt talsmönnum frjálsrar löggjafar stríð á hendur.

Æfðu viðbrögð við snjóflóðum

Árleg snjóflóðaleitaræfing sérsveitar ríkislögreglustjóra fór fram í dag. Þar var æfð notkun snjóflóðaýla, ásamt stangarleit og mat á snjóflóðahættu. Markmið æfingarinnar var að viðhalda þekkingu sveitarinnar við leit og björgun í snjóflóði. Kjöraðstæður voru í dag þar sem nýfallið snjóflóð var í Bláfjöllum, segir í tilkynningu frá lögreglunni. Flóðið var í um það bil 300 metra breitt og hafði farið af stað úr fjallshlíðinni norðan við veginn að húsnæði skíðadeildar Fram.

Sjá næstu 50 fréttir