Innlent

Er ungu fólki frábær fyrirmynd

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Vilborg Anna Gissurardóttir náði á pólinn í gær.
Vilborg Anna Gissurardóttir náði á pólinn í gær.
Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, hefur sent Vilborgu Örnu Gissurardóttur, sem komst á Suðurpólinn í gær eftir um sextíu daga göngu, heillaóskir.

„Við Dorrit óskum þér til hamingju með einstakt afrek, árangur einbeitni, kjarks og þjálfunar. Íslendingar samgleðjast þér innilega; erum stolt og glöð.

Þú ert ungu fólki frábær fyrirmynd og ferð þín vekur okkur öll vonandi til aukinnar vitundar um mikilvægi heimskautanna fyrir loftslag jarðar og framtíðarheill mannkyns," sagði Ólafur Ragnar í kveðjunni.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.