Fleiri fréttir

Segir myndband tilbúning og hótar málaferlum út af hlekk

"Umrætt myndband er tilbúningur einn af ónefndum aðila sem gert er í þeim tilgangi að skaða æru og trúverðugleika undirritaðs og eftir atvikum þeim samtökum sem undirritaður hefur starfað hjá sem framkvæmdastjóri.

Vilja sinna loftrýmisgæslu við Ísland

Svíþjóð og Finnland staðfestu í dag á fundi norrænu utanríkisráðherranna í Helsinki í Finnlandi, vilja sinn til þátttöku í loftrýmisgæslu við Ísland á árinu 2014. Tillagan var sett fram í Stoltenbergskýrslunni frá árinu 2009 en hún fjallar um hvernig Norðurlöndin geti aukið samvinnu og samlegð í utanríkis- og öryggismálum.

Myrti fimm mánaða gamlan son sinn með Kóraninum

Tuttugu og átta ára gömul kona í Svíþjóð hefur játað að hafa kæft fimm mánaða gamlan son sinn með eintaki Kóraninum. Hún bar fyrir dóminum að morðið hafi verið framið í stundarbrjálæði.

Auður Rán ráðin framkvæmdastjóri Listahátíðar Reykjavíkur

Auður Rán Þorgeirsdóttir hefur verið ráðin framkvæmdastjóri Listahátíðar í Reykjavík. Hún hefur áður starfað sem verkefnastjóri hjá Höfuðborgarstofu þar sem hún stýrði viðburðum á borð við Menningarnótt og Vetrarhátíð.

Hæstiréttur vísar frá kröfu Samherja

Hæstiréttur hefur vísað frá kröfu útgerðarfyrirtækisins Samherja um að rannsóknaraðgerð Seðlabankans í gjaldeyrissvikamáli yrði dæmd ólögmæt.

Harmleikur í brúðkaupsveislu

Hátt í 25 létust og 30 aðrir særðust í eldsvoða í brúðkaupsveislu í austurhluta Sádí-Arabíu fyrr í dag.

Segir Bóas hafa verið kærðan fyrir stórfelld fjársvik

Sigurður K. Kolbeinsson, eða Siggi eins og hann er kallaður í umdeildu myndbandi á Youtube, segir í yfirlýsingu sem hann sendi á fréttastofu að Bóas Ragnar Bóasson athafnamaður, sé ábyrgur fyrir myndbandinu þar sem fram koma alvarlega ásakanir á hendur framkvæmdastjóra Landsbjargar.

Grafalvarlegt mál ef flugið leggst af

Grafalvarlegt mál ef af verður og algjörlega nauðsynlegt að koma í veg fyrir að eitthvað þessu líkt gerist, segir Árni Rúnar Þorvaldsson, bæjarfulltrúi á Hornafirði. Hörður Magnússon, forstjóri flugfélagsins Ernis, sagði frá því á Vísi í morgun að flug félagsins til Hornafjarðar og annarra minni staða myndi sennilegast leggjast af.

Formaður Landsbjargar: Erum að lýsa upp í öll horn

"Við erum bara að lýsa upp í öll horn,“ segir Hörður Már Harðarson, formaður Landsbjargar, en starfsfólk er búið að fara yfir bókhald félagsins og kanna hvort þar sé að finna eitthvað óeðlilegt, eftir að myndbandi um framkvæmdastjóra félagsins var birt á netinu.

Eldur í bíl nærri Kaplakrika

Eldur kviknaði í bíl á hringtorginu við Kaplakrika í Hafnarfirði í morgun. Slökkvilið Hafnarfjarðar kom á vettvang og slökkti fljótlega í bílnum. Engin slys urðu á fólki en bíllinn er augljóslega nokkuð skemmdur.

Ríkisstjórnin sett í kynjanám

Ákveðið hefur verið að allir ráðherrar í ríkisstjórn Frakklands fái sérstaka fræðslu um kynjamisrétti, sem á að hjálpa þeim að forðast staðlaðar kynjaímyndir.

Loftárásir dynja á uppreisnarliði

Stjórnarherinn í Sýrlandi gerði harðar loftárásir á uppreisnarmenn í gær, meðal annars í úthverfi höfuðborgarinnar Damaskus þar sem rúmlega 20 manns létu lífið.

Ekki skjóta trén á Skagaströnd

Sveitarfélagið Skagaströnd og Skógræktarfélag Skagastrandar skora á rjúpnaveiðimenn að stunda veiðarnar utan skógræktarsvæðisins í Spákonufellsborg.

Fljótsdalshérað styrkir þætti

Fljótsdalshérað styrkir sjónvarpsstöðina N4 á Akureyri til að halda úti sjónvarpsþætti Gísla Sigurgeirssonar um mannlíf, listir og menningu á Austurlandi.

Bara spurning hvenær illa fer

Bjarni K. Þorsteinsson, slökkviliðsstjóri í Borgarbyggð, segir það vera sér mikið áhyggjuefni hversu illa liðið sé mannað um helgar á sumrin.

Afgangur af rekstri Reykjavíkur 2013

Gert er ráð fyrir að samstæða Reykjavíkurborgar skili 7,6 milljarða króna afgangi á næsta ári. Þar af stendur til að A-hluti hennar, hinn eiginlegi rekstur borgarinnar, skili 329 milljóna króna afgangi. Borgarstjórnarmeirihluti Besta flokksins og Samfylkingarinnar kynnti í gær fjárhagsáætlun fyrir árið 2013 og svokallaða fimm ára áætlun fyrir árin 2013 til 2017.

Verð á matvöru nánast óbreytt

Við samanburð verðkönnunar ASÍ í matvöruverslunum föstudaginn 26. október og laugardaginn 27. október kemur í ljós að verð á þeirri matvöru sem verðlagseftirlitið skoðaði var nánast óbreytt. Hagkaup var eina matvöruverslunin þar sem engar verðbreytingar voru á milli fyrrgreindra daga, að því er segir í fréttatilkynningu frá ASÍ.

Frændur sjá um loftvarnir

Ríki utan NATO sinna loftrýmisgæslu í fyrsta sinn. Eining innan ríkisstjórnar segir forsætisráðherra. Tímaskekkja, segir formaður utanríkismálanefndar.

Áfengisauglýsingar færast á Facebook

„Þessar auglýsingar eru að færast rosalega mikið inn á Facebook og alla þessa miðla,“ segir Árni Guðmundsson, formaður Foreldrasamtaka gegn áfengisauglýsingum.

Heilu hverfin á floti

„Ég var bara mjög heppin. Við erum enn með rafmagn og vatn en gamla íbúðin mín er komin þrjá metra undir vatn og gömlu vinnustaðirnir mínir eru á floti,“ segir Kristín Agnarsdóttir, grafískur hönnuður, sem búsett er í Williamsburg í New York.

Skipulagi kosningabaráttunnar rústað

Allt skipulag kosningabaráttu þeirra Baracks Obama og Mitts Romney fór úr skorðum þegar stormurinn Sandy skall á austurströnd Bandaríkjanna, aðeins viku fyrir forsetakosningar.

Eyðileggingin sögð ólýsanleg

„Þetta voru skelfilegar hamfarir, hugsanlega þær verstu sem íbúar í New York hafa nokkru sinni upplifað,“ sagði Michael Bloomberg, borgarstjóri í New York, á Twitter-síðu sinni. Hann sagði líklegt að afleiðingarnar kæmu ekki almennilega í ljós fyrr en að nokkrum tíma liðnum.

Eldur laus í bökunarofni Myllunnar

Eldur kviknaði í bökunarofni brauðgerðarinnar Myllunnar í Skeifunni í gærkvöldi og var fjölmennt slökkvilið sent á vettvang.

Óveðrið var mildara en vænst var

Minna snjóaði í gærkvöldi og í nótt um norðanvert landið og á Vestfjörðum, en búist var við og er ekki vitað til að færð hafi spillst, en víðast hvar er hálka á þessum svæðum.

Nær enginn munur á Obama og Romney

Ný skoðanakönnun í Bandaríkjunum sýnir að enn munar svo litlu á þeim Barack Obama Bandaríkjaforseta og Mitt Romney að ómögulegt er að segja til um úrslitin á kjördag í næstu viku.

Flugsamgöngur til New York hefjast í dag

Flugsamgöngur til og frá New York munu hefjast að nýju í dag á tveimur af þeim þremur alþjóðaflugvöllum sem eru við borgina. LaGuardia, sá minnsti þeirra. verður hinsvegar áfram lokaður.

Slapp ómeiddur úr bílveltu í Kömbunum

Ungur maður slapp ómeiddur þegar hann missti stjórn á bíl sínum í Kömbum í gærkvöldi með þeim afleiðingum að bíllinn fór tvær veltur utan vegar. Hann komst sjálfur út úr bílflakinu, en bíllinn er ónýtur.

Óttast að þúsundir séu innilokaðir í Hoboken í New Jersey

Hersveitir frá bandaríska þjóðvarðliðinu hafa verið sendar til Hoboken hverfsins í New Jersey en þar er óttast að fleiri þúsund manns séu innilokaðir í rafmagnslausum íbúðum sínum eftir ofsaveðrið Sandy sem geisaði þar í gærdag.

Sænskar og finnskar herþotur munu sinna gæslu yfir Íslandi

Í burðarliðnum er norrænt samstarf á sviði loftrýmiseftirlits og Svíar og Finnar munu frá og með apríl 2014 taka þáttt í loftrýmisgæslu yfir Íslandi. Þetta var ákveðið á fundi forsætisráðherra Norðurlandanna á Norðurlandaráðsþinginu í Helsinki í morgun en er háð samþykki þjóðþinga þessara ríkja og Atlantshafsbandalagsins (NATO).

Nauðgunarlyf eru algengari en við höldum

Ung kona sem var byrlað nauðgunarlyf, tók til sinna ráða þegar aftur var reynt að byrla henni ólyfjan. Hún hvetur til vitundarvakninar um þessi mál.

Þessir vilja vinna hjá RÚV

Tilkynnt var í dag hverjir sóttu um dagskrárstjóra sjónvarps og dagskrárstjóra útvarps hjá RÚV. Á listanum eru nokkrir kunnir einstaklingar. Alls sóttu 29 um dagskrárstjóra sjónvarps. Þar á lista eru meðal annars Ásdís Olsen aðjúnkt við Háskóla Íslands, Edda Björgvinsdóttir leikkona, Skarphéðinn Guðmundsson, dagskrárstjóri hjá Stöð 2, og Þorsteinn J. Vilhjálmsson dagskrárgerðarmaður.

Ný Star Wars mynd árið 2015

Walt Disney hefur eignast Lucasfilm og hyggst gefa út nýjar Star Wars myndir á næstu árum. George Lucas mun sjálfur starfa sem skapandi ráðgjafi við gerð sjöundu Star Wars myndarinnar sem verður frumsýnd árið 2015.

Sjá næstu 50 fréttir