„Aldrei gengið gegnum annað eins“ Hugrún Halldórsdóttir skrifar 31. október 2012 19:57 Fimmtíu og fimm, hið minnsta, eru látnir af völdum fárviðrisins Sandy á austurströnd Bandaríkjanna og í Kanada. Milljónir manna eru nú bæði án vatns og rafmagns og er ástandið talið geta varað í nokkra daga. Sandy hefur valdið mann- og eignartjóni víða, allt frá Puertó Ríkó í karabíska hafinu að Toronto í Kanada. Tala látinna er komin upp í hundrað og þrjátíu og er óttast að hún eigi eftir að hækka þar sem tuga er enn saknað og margir eru alvarlega slasaðir. Ástandið er nú einna verst í New Jersey þar sem allt er á floti en þrjúhundruð þúsund íbúar hafa þurft að yfirgefa heimili sín. „Afleiðingarnar eru meiri en í fellibylnum Katrínu. Við höfum aldrei gengið í gegnum annað eins. Við höfum oft lent í stormi þar sem ýmislegt lauslegt fauk fram og til baka en ekki í flóði sem hrakti okkur úr húsum okkar þar sem dýr eru alls staðar og allt er á rúi og stúi. Fjölskyldur og einstæðir eldri borgarar bíða eflaust enn eftir hjálp," segir Barbara Davies, íbúi í Moonachie. Rúmlega sex og hálf milljón heimila og fyrirtækja hefur verið án rafmagns og vatns á austurströnd Bandaríkjanna í dag, þar á meðal fjórar milljónir í New York og New Jersey. „Þannig að einfaldir hlutir eins og að fara í sturtu og sturta niður klósetti veldur fólki smá erfiðleikum þessa stundina. Lífið er ekki komið í fastar skorður ennþá," segir Brynjólfur Sveinsson, íbúi í New York. Talið er að rafmagn komist ekki á fyrr en eftir helgi og veldur biðin mörgum áhyggjum þar sem kólna á í veðri næstu daga. „Hitanum er sem sagt dreift, oft með rafmangi. Svo að í sumum tilvikum er fólk ekki með kyndinguna í lagi. Það er nú eitt af því sem ég heyrði hjá samstarfsfólki mínu að það væri farið að kólna svolítið í veðri hér í New York og það væri farið að finna fyrir kuldanum," segir hann. Flugsamgöngur hófust að nýju í dag á tveimur af þremur alþjóðaflugvöllum við New York, en þar sem flugumferð verður takmörkuð um sinn hefur Icelandair þurft að aflýsa tveimur flugferðum frá JFK flugvelli í dag. Einhver röskun verður áfram á almenningssamgöngum víða á austurströndinni, þar á meðal í New York þar sem neðanjarðarlestarkerfið verður lokað næstu fjóra til fimm daga. Bandaríkjamenn standa nú frammi fyrir miklu uppbyggingarstarfi en talið er að tjón af völdum Sandy í Bandaríkjunum nemi 2500 milljörðum íslenskra króna. Mest lesið Þyrla kölluð úr og ríflega hundrað björgunarsveitarmenn: Leita að týndum tólf ára dreng við Ölfusborgir Innlent Samfélagið í molum eftir fráfall ungrar konu: „Við erum enn þá í áfalli“ Innlent Guðrún hrókerar í þingflokknum Innlent Hildur segir af sér til að forðast átök Innlent Logandi bíll á hvolfi í Kópavogi Innlent Leita að týndum tólf ára dreng í Ölfusborgum Innlent „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Innlent Háskólinn í stað Hótel Sögu sem heyrir sögunni til Innlent Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Innlent Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Innlent Fleiri fréttir Skutu hver annan fyrir orður og bætur Skoða að endurheimta votlendi til að stöðva loftslagsbreytingar og Rússa Sviptir Harris vernd Stærsta geimfyrirtæki Rússlands á vonarvöl Afhjúpaði eigin njósnara á X Shinawatra bolað úr embætti Slagsmál á mexíkóska þinginu yfir ræðutíma Ekki lengur fjarlægur möguleiki að hringrás í Atlantshafi stöðvist Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Bandaríska utanríkisráðuneytið tjáir sig ekki um undirróðursherferð Glundroði hjá einni fremstu lýðheilsustofnun heims Rússar réðust á sendiskrifstofu Evrópusambandsins í Kænugarði Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Sjá meira
Fimmtíu og fimm, hið minnsta, eru látnir af völdum fárviðrisins Sandy á austurströnd Bandaríkjanna og í Kanada. Milljónir manna eru nú bæði án vatns og rafmagns og er ástandið talið geta varað í nokkra daga. Sandy hefur valdið mann- og eignartjóni víða, allt frá Puertó Ríkó í karabíska hafinu að Toronto í Kanada. Tala látinna er komin upp í hundrað og þrjátíu og er óttast að hún eigi eftir að hækka þar sem tuga er enn saknað og margir eru alvarlega slasaðir. Ástandið er nú einna verst í New Jersey þar sem allt er á floti en þrjúhundruð þúsund íbúar hafa þurft að yfirgefa heimili sín. „Afleiðingarnar eru meiri en í fellibylnum Katrínu. Við höfum aldrei gengið í gegnum annað eins. Við höfum oft lent í stormi þar sem ýmislegt lauslegt fauk fram og til baka en ekki í flóði sem hrakti okkur úr húsum okkar þar sem dýr eru alls staðar og allt er á rúi og stúi. Fjölskyldur og einstæðir eldri borgarar bíða eflaust enn eftir hjálp," segir Barbara Davies, íbúi í Moonachie. Rúmlega sex og hálf milljón heimila og fyrirtækja hefur verið án rafmagns og vatns á austurströnd Bandaríkjanna í dag, þar á meðal fjórar milljónir í New York og New Jersey. „Þannig að einfaldir hlutir eins og að fara í sturtu og sturta niður klósetti veldur fólki smá erfiðleikum þessa stundina. Lífið er ekki komið í fastar skorður ennþá," segir Brynjólfur Sveinsson, íbúi í New York. Talið er að rafmagn komist ekki á fyrr en eftir helgi og veldur biðin mörgum áhyggjum þar sem kólna á í veðri næstu daga. „Hitanum er sem sagt dreift, oft með rafmangi. Svo að í sumum tilvikum er fólk ekki með kyndinguna í lagi. Það er nú eitt af því sem ég heyrði hjá samstarfsfólki mínu að það væri farið að kólna svolítið í veðri hér í New York og það væri farið að finna fyrir kuldanum," segir hann. Flugsamgöngur hófust að nýju í dag á tveimur af þremur alþjóðaflugvöllum við New York, en þar sem flugumferð verður takmörkuð um sinn hefur Icelandair þurft að aflýsa tveimur flugferðum frá JFK flugvelli í dag. Einhver röskun verður áfram á almenningssamgöngum víða á austurströndinni, þar á meðal í New York þar sem neðanjarðarlestarkerfið verður lokað næstu fjóra til fimm daga. Bandaríkjamenn standa nú frammi fyrir miklu uppbyggingarstarfi en talið er að tjón af völdum Sandy í Bandaríkjunum nemi 2500 milljörðum íslenskra króna.
Mest lesið Þyrla kölluð úr og ríflega hundrað björgunarsveitarmenn: Leita að týndum tólf ára dreng við Ölfusborgir Innlent Samfélagið í molum eftir fráfall ungrar konu: „Við erum enn þá í áfalli“ Innlent Guðrún hrókerar í þingflokknum Innlent Hildur segir af sér til að forðast átök Innlent Logandi bíll á hvolfi í Kópavogi Innlent Leita að týndum tólf ára dreng í Ölfusborgum Innlent „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Innlent Háskólinn í stað Hótel Sögu sem heyrir sögunni til Innlent Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Innlent Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Innlent Fleiri fréttir Skutu hver annan fyrir orður og bætur Skoða að endurheimta votlendi til að stöðva loftslagsbreytingar og Rússa Sviptir Harris vernd Stærsta geimfyrirtæki Rússlands á vonarvöl Afhjúpaði eigin njósnara á X Shinawatra bolað úr embætti Slagsmál á mexíkóska þinginu yfir ræðutíma Ekki lengur fjarlægur möguleiki að hringrás í Atlantshafi stöðvist Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Bandaríska utanríkisráðuneytið tjáir sig ekki um undirróðursherferð Glundroði hjá einni fremstu lýðheilsustofnun heims Rússar réðust á sendiskrifstofu Evrópusambandsins í Kænugarði Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Sjá meira
Þyrla kölluð úr og ríflega hundrað björgunarsveitarmenn: Leita að týndum tólf ára dreng við Ölfusborgir Innlent
Þyrla kölluð úr og ríflega hundrað björgunarsveitarmenn: Leita að týndum tólf ára dreng við Ölfusborgir Innlent