Báðu móður fíkils að leyna samkomulagi Sunna skrifar 1. nóvember 2012 08:00 Smálánafyrirtækið Kredia lokaði lánareikningi 21 árs manns að tilstuðlan móður hans. Þjónustufulltrúi Kredia bað þó móður mannsins, Dagbjörtu Steindórsdóttur, að láta hann ekki vita af fyrirkomulaginu. Hún bað fyrirtækið um að fella niður skuldir sonar síns í ljósi ákvörðunar fyrirtækjanna um að fella niður skuldir geðfatlaðra einstaklinga, en sonur hennar dvelur nú á Vogi í áfengis- og fíkniefnameðferð. Kredia varð ekki við bón konunnar, en bauðst til að loka á viðskipti mannsins eins og áður sagði. „Hins vegar, ef þú vilt, getum við lokað á reikningsviðskipti [sonar þíns] þannig að hann eigi ekki kost á lántöku hjá okkur. Best er þá að þú greinir [honum] ekki frá því fyrirkomulagi því annars getum við ekki staðið á með lokunina,“ segir í tölvupósti frá Krediu til Dagbjartar. Í öðrum tölvupósti segir svo að beiðni hennar hafi verið afgreidd. Í svari Kredia kom einnig fram að niðurfellingarnar séu einungis bundnar við þá sem séu skilgreindir geðfatlaðir af geðlæknum og geti sýnt fram á vottorð þar um. Hún hafði einnig samband við Hraðpeninga, sem gáfu sér fjórar vikur til að svara. Sonur hennar skuldar um hálfa milljón króna hjá fyrirtækjunum tveimur. „Alkóhólismi er geðsjúkdómur. Hvers vegna er þá ekki hægt að senda vottorð frá Vogi til að fá skuldir þeirra sjúklinga felldar niður?“ spyr Dagbjört. „Það er eitthvað bogið við að þegar ungt fólk borgar ekki skuldir sínar lendi það í snörunni hjá þessum fyrirtækjum.“ Þórarinn Tyrfingsson, yfirlæknir á Vogi, segir réttindi alkóhólista illa tryggð í samfélaginu. „Réttur þeirra er að engu tryggður og það hefur lengi verið þannig,“ segir hann. „Menn hafa skrifað undir skuldbindingar undir áhrifum sem þeir geta ekki staðið undir. Þegar þær upplýsingar liggja fyrir ætti ráðgjafinn að tryggja rétt þess fólks og smálánafyrirtækin ættu að fella niður þessar skuldbindingar séu útgefin vottorð frá fagaðilum.“ Haukur Örn Birgisson, lögmaður Útlána, samtaka smálánafyrirtækja, svaraði ekki spurningum Fréttablaðsins í gær. Mest lesið Þyrla kölluð úr og ríflega hundrað björgunarsveitarmenn: Leita að týndum tólf ára dreng við Ölfusborgir Innlent Samfélagið í molum eftir fráfall ungrar konu: „Við erum enn þá í áfalli“ Innlent Guðrún hrókerar í þingflokknum Innlent Hildur segir af sér til að forðast átök Innlent Logandi bíll á hvolfi í Kópavogi Innlent Leita að týndum tólf ára dreng í Ölfusborgum Innlent „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Innlent Háskólinn í stað Hótel Sögu sem heyrir sögunni til Innlent Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Innlent Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Innlent Fleiri fréttir Þyrla kölluð úr og ríflega hundrað björgunarsveitarmenn: Leita að týndum tólf ára dreng við Ölfusborgir Guðrún hrókerar í þingflokknum Leita að týndum tólf ára dreng í Ölfusborgum Hildur segir af sér til að forðast átök Samfélagið í molum eftir fráfall ungrar konu: „Við erum enn þá í áfalli“ Háskólinn í stað Hótel Sögu sem heyrir sögunni til Logandi bíll á hvolfi í Kópavogi Sýknukrafa, kreppuástand og hótel í fjalli Byrja að dæla heitu aftur fyrir klukkan tíu Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Sjö eldislaxar fundist í fjórum ám Starfsmaður Héraðssaksóknara með stöðu sakbornings Lýsa yfir vantrausti á Sönnu og segja hana ætla að stofna nýjan flokk „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Hefur þekkt soninn lengur en ráðherrann Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Aðeins 22 prósent nemenda Fellaskóla með viðeigandi færni í lestri Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Þurfa að loka Vesturbæjarlaug enn á ný Krafist sýknu af manndrápsákæru og hríðfallandi lestrarfærni Kom farsíma fyrir á baðherbergi og myndaði konur „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Mega gera ráð fyrir heitavatnsleysi fram á kvöld Innan við tuttugu prósent ánægð með borgarstjóra Sundhöllin opnuð á mánudag en lengra í heitu pottana Lögðu hald á snák eftir alvarlega líkamsárás „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Sjá meira
Smálánafyrirtækið Kredia lokaði lánareikningi 21 árs manns að tilstuðlan móður hans. Þjónustufulltrúi Kredia bað þó móður mannsins, Dagbjörtu Steindórsdóttur, að láta hann ekki vita af fyrirkomulaginu. Hún bað fyrirtækið um að fella niður skuldir sonar síns í ljósi ákvörðunar fyrirtækjanna um að fella niður skuldir geðfatlaðra einstaklinga, en sonur hennar dvelur nú á Vogi í áfengis- og fíkniefnameðferð. Kredia varð ekki við bón konunnar, en bauðst til að loka á viðskipti mannsins eins og áður sagði. „Hins vegar, ef þú vilt, getum við lokað á reikningsviðskipti [sonar þíns] þannig að hann eigi ekki kost á lántöku hjá okkur. Best er þá að þú greinir [honum] ekki frá því fyrirkomulagi því annars getum við ekki staðið á með lokunina,“ segir í tölvupósti frá Krediu til Dagbjartar. Í öðrum tölvupósti segir svo að beiðni hennar hafi verið afgreidd. Í svari Kredia kom einnig fram að niðurfellingarnar séu einungis bundnar við þá sem séu skilgreindir geðfatlaðir af geðlæknum og geti sýnt fram á vottorð þar um. Hún hafði einnig samband við Hraðpeninga, sem gáfu sér fjórar vikur til að svara. Sonur hennar skuldar um hálfa milljón króna hjá fyrirtækjunum tveimur. „Alkóhólismi er geðsjúkdómur. Hvers vegna er þá ekki hægt að senda vottorð frá Vogi til að fá skuldir þeirra sjúklinga felldar niður?“ spyr Dagbjört. „Það er eitthvað bogið við að þegar ungt fólk borgar ekki skuldir sínar lendi það í snörunni hjá þessum fyrirtækjum.“ Þórarinn Tyrfingsson, yfirlæknir á Vogi, segir réttindi alkóhólista illa tryggð í samfélaginu. „Réttur þeirra er að engu tryggður og það hefur lengi verið þannig,“ segir hann. „Menn hafa skrifað undir skuldbindingar undir áhrifum sem þeir geta ekki staðið undir. Þegar þær upplýsingar liggja fyrir ætti ráðgjafinn að tryggja rétt þess fólks og smálánafyrirtækin ættu að fella niður þessar skuldbindingar séu útgefin vottorð frá fagaðilum.“ Haukur Örn Birgisson, lögmaður Útlána, samtaka smálánafyrirtækja, svaraði ekki spurningum Fréttablaðsins í gær.
Mest lesið Þyrla kölluð úr og ríflega hundrað björgunarsveitarmenn: Leita að týndum tólf ára dreng við Ölfusborgir Innlent Samfélagið í molum eftir fráfall ungrar konu: „Við erum enn þá í áfalli“ Innlent Guðrún hrókerar í þingflokknum Innlent Hildur segir af sér til að forðast átök Innlent Logandi bíll á hvolfi í Kópavogi Innlent Leita að týndum tólf ára dreng í Ölfusborgum Innlent „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Innlent Háskólinn í stað Hótel Sögu sem heyrir sögunni til Innlent Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Innlent Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Innlent Fleiri fréttir Þyrla kölluð úr og ríflega hundrað björgunarsveitarmenn: Leita að týndum tólf ára dreng við Ölfusborgir Guðrún hrókerar í þingflokknum Leita að týndum tólf ára dreng í Ölfusborgum Hildur segir af sér til að forðast átök Samfélagið í molum eftir fráfall ungrar konu: „Við erum enn þá í áfalli“ Háskólinn í stað Hótel Sögu sem heyrir sögunni til Logandi bíll á hvolfi í Kópavogi Sýknukrafa, kreppuástand og hótel í fjalli Byrja að dæla heitu aftur fyrir klukkan tíu Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Sjö eldislaxar fundist í fjórum ám Starfsmaður Héraðssaksóknara með stöðu sakbornings Lýsa yfir vantrausti á Sönnu og segja hana ætla að stofna nýjan flokk „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Hefur þekkt soninn lengur en ráðherrann Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Aðeins 22 prósent nemenda Fellaskóla með viðeigandi færni í lestri Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Þurfa að loka Vesturbæjarlaug enn á ný Krafist sýknu af manndrápsákæru og hríðfallandi lestrarfærni Kom farsíma fyrir á baðherbergi og myndaði konur „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Mega gera ráð fyrir heitavatnsleysi fram á kvöld Innan við tuttugu prósent ánægð með borgarstjóra Sundhöllin opnuð á mánudag en lengra í heitu pottana Lögðu hald á snák eftir alvarlega líkamsárás „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Sjá meira
Þyrla kölluð úr og ríflega hundrað björgunarsveitarmenn: Leita að týndum tólf ára dreng við Ölfusborgir Innlent
Þyrla kölluð úr og ríflega hundrað björgunarsveitarmenn: Leita að týndum tólf ára dreng við Ölfusborgir
Þyrla kölluð úr og ríflega hundrað björgunarsveitarmenn: Leita að týndum tólf ára dreng við Ölfusborgir Innlent