Lagt til að Norðurlöndin verði tóbakslaus árið 2040 Sigríður skrifar 1. nóvember 2012 08:00 nordicphotos/getty „Þessar tillögur eru mjög framsýnar og í raun átti ég ekki von á því að nefndin gengi svona langt," segir Siv Friðleifsdóttir þingmaður og formaður velferðarnefndar Norðurlandaráðs. Þing ráðsins stendur nú yfir í Helsinki og í dag verður fjallað um víðtækar tillögur nefndarinnar í lýðheilsustefnu í áfengis- og fíkniefnamálum. Meðal þess sem nefndin leggur til er að Norðurlöndin verði tóbakslaus árið 2040, áfengisauglýsingar sem beinast sérstaklega að ungu fólki verði bannaðar og settir verði áfengislásar í bíla sem komi í veg fyrir það að bílstjórar undir áhrifum áfengis geti ekið af stað. „Við höfðum lýðheilsusjónarmið í huga og undirbjuggum tillögurnar með því að ræða við fremstu sérfræðinga í heiminum um hvað virkar í þessum málum og hvað ekki og við komumst að því að það sem virkar einna best til að takmarka notkun áfengis og fíkniefna er að hafa takmarkað aðgengi og lítinn sýnileika á þessum vörum. Það þýðir til dæmis að einkasala á áfengi eins og tíðkast á Norðurlöndum utan Danmerkur dregur úr misnotkun áfengis, skattlagning vöru virkar líka vel og aldurstakmörk á áfengiskaupum. Það sem virkar hins vegar ekki eru upplýsinga- og áróðursherferðir stjórnvalda, fyrir utan það að fræða nemendur skóla almennt um skaðsemi tóbaks- og áfengis." Tillögur velferðarnefndarinnar fela að sögn Sivjar ekki í sér að sígarettur verði bannaðar árið 2040. Nefndin vilji hins vegar að svo mörg skref verði stigin í forvarnarmálum áður en árið 2040 rennur upp að þær verði horfnar af sjónarsviðinu. „Ég hef nú viljað stíga það skref að tóbak verði tekið úr almennri sölu, sett inn í ÁTVR eða apótek til þess að vernda börn og fullorðna." Siv segir að nefndin hafi komist að þeirri niðurstöðu að norræn áfengispólitík virki. „Evrópusambandið setti sig nú upp á móti því á sínum tíma að Svíar seldu áfengi í ríkisreknum búðum, Systembolaget. Og það mál endaði fyrir dómstólum. En Svíar unnu þau málaferli á grundvelli lýðheilsusjónarmiða og nú er það svo að suðræn ríki, sem hafa haft fáar reglur í þessum málum, eru frekar farin að horfa til Norðurlanda í þessum efnum. Þess má geta að Svíar hafa reiknað út að ef þeir myndu breyta fyrirkomulaginu á áfengissölunni myndi hún aukast um 38%, með tilheyrandi kostnaði fyrir heilbrigðiskerfið. Einn grunnþráður í þessum tillögum er að þjáning og skaði af neyslu tóbaks- og áfengis verði sem minnstur, sem best verður gert með takmörkuðu aðgengi að áfengi og tóbaki." Mest lesið Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Innlent Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Innlent Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Innlent „Það átti að taka mig í karphúsið“ Innlent Selenskí undir miklum þrýstingi Innlent Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin Innlent Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Innlent Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Innlent Fleiri fréttir Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Játaði meira og meira eftir því sem á leið Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Sjá meira
„Þessar tillögur eru mjög framsýnar og í raun átti ég ekki von á því að nefndin gengi svona langt," segir Siv Friðleifsdóttir þingmaður og formaður velferðarnefndar Norðurlandaráðs. Þing ráðsins stendur nú yfir í Helsinki og í dag verður fjallað um víðtækar tillögur nefndarinnar í lýðheilsustefnu í áfengis- og fíkniefnamálum. Meðal þess sem nefndin leggur til er að Norðurlöndin verði tóbakslaus árið 2040, áfengisauglýsingar sem beinast sérstaklega að ungu fólki verði bannaðar og settir verði áfengislásar í bíla sem komi í veg fyrir það að bílstjórar undir áhrifum áfengis geti ekið af stað. „Við höfðum lýðheilsusjónarmið í huga og undirbjuggum tillögurnar með því að ræða við fremstu sérfræðinga í heiminum um hvað virkar í þessum málum og hvað ekki og við komumst að því að það sem virkar einna best til að takmarka notkun áfengis og fíkniefna er að hafa takmarkað aðgengi og lítinn sýnileika á þessum vörum. Það þýðir til dæmis að einkasala á áfengi eins og tíðkast á Norðurlöndum utan Danmerkur dregur úr misnotkun áfengis, skattlagning vöru virkar líka vel og aldurstakmörk á áfengiskaupum. Það sem virkar hins vegar ekki eru upplýsinga- og áróðursherferðir stjórnvalda, fyrir utan það að fræða nemendur skóla almennt um skaðsemi tóbaks- og áfengis." Tillögur velferðarnefndarinnar fela að sögn Sivjar ekki í sér að sígarettur verði bannaðar árið 2040. Nefndin vilji hins vegar að svo mörg skref verði stigin í forvarnarmálum áður en árið 2040 rennur upp að þær verði horfnar af sjónarsviðinu. „Ég hef nú viljað stíga það skref að tóbak verði tekið úr almennri sölu, sett inn í ÁTVR eða apótek til þess að vernda börn og fullorðna." Siv segir að nefndin hafi komist að þeirri niðurstöðu að norræn áfengispólitík virki. „Evrópusambandið setti sig nú upp á móti því á sínum tíma að Svíar seldu áfengi í ríkisreknum búðum, Systembolaget. Og það mál endaði fyrir dómstólum. En Svíar unnu þau málaferli á grundvelli lýðheilsusjónarmiða og nú er það svo að suðræn ríki, sem hafa haft fáar reglur í þessum málum, eru frekar farin að horfa til Norðurlanda í þessum efnum. Þess má geta að Svíar hafa reiknað út að ef þeir myndu breyta fyrirkomulaginu á áfengissölunni myndi hún aukast um 38%, með tilheyrandi kostnaði fyrir heilbrigðiskerfið. Einn grunnþráður í þessum tillögum er að þjáning og skaði af neyslu tóbaks- og áfengis verði sem minnstur, sem best verður gert með takmörkuðu aðgengi að áfengi og tóbaki."
Mest lesið Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Innlent Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Innlent Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Innlent „Það átti að taka mig í karphúsið“ Innlent Selenskí undir miklum þrýstingi Innlent Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin Innlent Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Innlent Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Innlent Fleiri fréttir Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Játaði meira og meira eftir því sem á leið Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Sjá meira